Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Glæsilegur ferðafatnaður á stórútsölunni 15% aukaafsláttur Laugavegi 56, sími 552 2201 ÚTSALA ROSALEG DÚNDURTILBOÐ MEIRI LÆKKUN 1.000 KR. KAUPAUKI EF ÞÚ KAUPIR FYRIR MEIRA EN 5.000 KR. Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun ÚTSALA ÚTSALA 20% auka- afsláttur kvenfataverslun Skólavörðustíg 14. Sími 551 2509. Stórútsalan enn í gangi 30-70% afsláttur ÚTSALA ÚTSALA 50-70% AFSLÁTTUR Kringlunni - sími 581 2300 Ath. lokað laugardaginn 3. ágúst ENN MEIRI VERÐLÆKKUN LAURA ASHLEY ÚTSALA Á FATNAÐI ER HAFIN ÝMIS TILBOÐ Í GANGI OPIÐ 10 -18 MÁN. - FÖST. Lokað nk. laugardag Bæjarlind 14-16, sími 551 6646, Kópavogi www.oo.is Opið alla laugard. frá kl. 11-16 Útsala - 50-70% afsl. Einnig tilboð á ýmsum barnavörum Opið alla laugardaga frá kl. 11-16 SAMANLÖGÐ álagning tekjuskatta og útsvars fyrir árið 2002 nemur 113,7 milljörðum kr. og hækkar um 16% milli ára. Álagningin skiptist því sem næst jafnt milli ríkis og sveitar- félaga. Tæplega 73% álagningarinn- ar falla til í Reykjavík og á Reykja- nesi. Um 43% álagningarinnar falla hins vegar til í Reykjavík. Tölur um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem reka fyrirtæki í eigin nafni fyrir árið 2002 liggja nú fyrir og voru álagningar- seðlar póstlagðir í gær. Er gert ráð fyrir því að flestir þeirra berist landsmönnum í dag. Á seðlunum koma fram upplýsingar um álögð gjöld vegna síðasta árs; þær bætur sem framteljendur eiga rétta á, van- greidd gjöld og endurgreiðslur vegna ofgreiddrar staðgreiðslu á árinu 2001. Tekjuskatts- og útsvarsstofn ein- staklinga hækkaði um 40,8 milljarða kr. milli áranna 2000 og 2001 eða úr 393,7 milljörðum tekjuárið 2000 í 434,5 milljarðar árið 2001. Það er um 10,4% hækkun. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að þessi hækkun endurspegli fyrst og fremst hækkun tekna heimilanna á árinu 2001. Þar kemur jafnframt fram að hækkun launa á milli áranna hafi verið enn meiri og í heild numið 12,6% eða sem svarar til 11,8% hækkunar á hvern framteljanda. Til samanburðar hækkaði launavísitala um 8,9% á sama tíma. Framteljendum fjölgar um 1,5% Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu er heildarfjöldi framteljenda við álagningu 2002, alls 224.914. Framteljendum hefur þar með fjölgað um 1,5% milli ára. Síð- ustu tíu ár hefur framteljendum fjölgað um 14,3% eða liðlega 1,3% að meðaltali á ári. Álagðir tekjuskattar einstaklinga, þ.e. tekjuskattur, sérstakur tekju- skattur og fjármagnstekjuskattur, nema 57,6 milljörðum árið 2002 en álagt útsvar til sveitarfélaga nemur 56 milljörðum. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að nokkur munur sé á hækkun út- svars til sveitarfélaga og almenns tekjuskatts sem rennur í ríkissjóðs. Þannig hækki útsvar á hvern fram- teljanda um 15,% á milli ára en al- mennur tekjuskattur, þ.e. án sér- staks tekjuskatts og fjármagnstekjuskatts, hækki um 9,3%. Fjármálaráðuneytið segir að þessi munur skýrist af því að tekju- skattshlutfallið hafi verið lækkað um 0,33%; úr 26,41% í 26,08% á sama tíma og útsvarshlutfallið hafi hækk- að um 0,72%. Sérstakur tekjuskattur lækkar um 9,8% í heild milli ára eða úr 1,6 milljörðum í fyrra í 1,4 milljarða nú. Fjármálaráðuneytið segir að þessa lækkun megi rekja til sérstakrar hækkunar á frítekjumörkum sem leiddi til þess að greiðendum fækk- aði um 12% eða um 1.800 manns; úr 15.100 í 13.300. Skuldir heimilanna aukist Framtaldar eignir heimilanna námu 1.406 milljörðum kr. í lok síð- asta árs samanborið við tæplega 1.238 milljarða í lok ársins 2000. Hækkunin nemur 13,6%. Í fréttatil- kynningu fjármálaráðuneytisins segir að þessi hækkun endurspegli í senn almenna hækkun fasteigna- verðs, fjölgun fasteigna og sérstaka endurskoðun fasteignamats. Á sama tíma, segir fjármálaráðuneytið, hafa framtaldar skuldir heimilanna aukist um 14,8% og farið úr 477 milljörðum króna í árslok 2000 í 547 milljarða í árslok 2001. Hlutfall framtalinna skulda heimilanna af framtöldum eignum hækkaði lítillega milli ára, eða úr 38,5% í 38,9%. Skv. upplýs- ingum fjármálaráðuneytisins eru 70% framtalinna eigna fasteignir. Barnabætur hækka Greiðslur vegna vaxta- og barna- bóta nema 9,2 milljörðum kr., þar af koma 4,5 milljarðar til greiðslu um þessi mánaðamót. Vaxtabætur hækka um 400 m.kr. milli ára, eða úr 4,3 milljörðum í fyrra í 4,7 milljarða í ár. Er það um 9,2% hækkun. Barnabætur nema 4,5 milljörðum kr. og hækka um rúmlega 300 m.kr. milli ára eða um 7,3%. Í skýringu fjármálaráðuneytisins segir að þessi hækkun endurspegli m.a. ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka barnabætur í þremur áföngum um allt að 2 milljarða kr. Ráðuneytið tekur þó fram að þeim framteljend- um sem ekki skiluðu framtali hafi ekki verið áætlaðar barnabætur. Því megi ætla að heildarfjárhæð barna- bóta hækki um 200 til 300 m.kr. þeg- ar kærumeðferð er lokið. Að lokum má geta þess að frá- dráttur frá tekjuskattstofni vegna hlutabréfakaupa nam 823 m.kr. á árinu 2001. Er það lækkun um tæp- lega helming frá árinu áður. Þá er frádrátturinn þriðjungur þess sem var á árunum 1998 til 2000. Sam- kvæmt þessu áætlar fjármálaráðu- neytið að skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa í fyrra hafi numið um 330 m.kr. Fjöldi einstaklinga sem nýtti sér þennan afslátt árið 2001 nam 7.800 samanborið við 15.100 árið 2000 og 20–21.000 árin 1998 og 1999. Tekju- og útsvarsstofn einstaklinga hækkaði um 40,8 milljarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.