Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORGARRÁÐ hefur staðfest nýtt- deiliskipulag fyrir Grjótaþorp en- samkvæmt því er meðal annars ráð- gert að reisa allt að 80 herbergja hótel á horni Aðalstrætis og Fisch- ersunds. Borgarráð samþykkti með fjórum samhljóða atkvæðum að staðfesta samþykkt skipulags- og byggingar- nefndar frá því í júní, þó með breyt- ingu er varðar hæð og þakform hót- elbyggingarinnar. Í auglýstri tillögu hafði verið gert ráð fyrir nokkru hærra húsi með flötu þaki, sem nefndin hafnaði í lokaafgreiðslu sinni og samþykkti í staðinn að húsið skyldi verða lægra og með hallandi þaki eins og gert hafði verið ráð fyr- ir í deiliskipulagi frá 1986. Að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingar- sviðs, er með samþykkt borgarráðs verið að samræma bókun skipulags- og byggingarnefndar, athugasemdir frá íbúum og styrkja miðborgina. Nokkrar athugasemdir bárust frá íbúum um að verið væri að taka mið af Morgunblaðshúsinu við Aðal- stræti 6 í nýju deiliskipulagi á þessu sögulega svæði. Undir þær athuga- semdir tók skipulagsfulltrúi að- nokkru leyti og benti á að hægt væri að setja hallandi þak á húsið og halda sömu nýtingu en skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að breytt yrði aftur til upphaflegrar til- lögu. Undanfarið hafa lóðarhafar fundað með fulltrúum frá skipulags- og byggingarsviði þar sem reynt hefur verið að finna lausn sem sætt gæti bæði sjónarmið. Stefnt að því að hótelið verði tilbúið næsta sumar Samkvæmt tillögunni sem sam- þykkt var í borgarráði er gert ráð- fyrir nokkru lægra húsi en tillagan með flötu þaki segir til um og 25 cm hærra húsi en upphaflega tillagan gerði ráð fyrir. Til að ná fram þeirri nýtingu sem talin er nauðsynleg hef- ur halli þaksins verið aukinn og sett á húsið „mansard-þak“ eða brota- þak, að sögn Salvarar. Í minnisblaði frá arkitekt hjá skipulags- og bygg- ingarsviði segir að brotaþak eigi sér mikla hefð í íslenskri byggingar- sögu. Þau komi til sögunnar á seinni helmingi nítjándu aldar til að auka nýtingu á rishæðum og nokkur slík dæmi sé að finna í nágrenni Aðal- strætis. Að sögn Gísla Guðmundssonar- byggingarstjóra er ráðgert að hót- elið verði fullklárað með sumrinu en það mun verða til húsa í nýbyggingu við Aðalstræti 4 og tveimur gömlum húsum í Fishersundi þar sem dans- staðurinn Clinton var meðal annars áður til húsa. Eigandi húsanna er Lindarvatn ehf. Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði fimm hæðir auk riss en að gömlu húsin tvö haldi sinni upprunalegu mynd en verði tengd saman með tengibyggingum. Verið er að rífa út úr gömlu hús- unum en í ljós hefur komið að grind húsanna er ótrúlega heilleg. Mótmæla stækkun til austurs út í Fógetagarð Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu deiliskipulagstil- lögunnar. D-listi óskaði bókað að- hann styddi í meginatriðum deili- skipulagstillögu um Grjótaþorp en að þeir væru mótfallnir því að reitur Grjótaþorps væri stækkaður til austurs út í Fógetagarð til að koma að tröppum í tengslum við fornminj- ar við Aðalstræti. „Sú tillaga sem nú hefur verið samþykkt hefur í för með sér veru- lega röskun á gömlum kirkjugarði og fornminjum sem umgangast þarf af virðingu og alúð,“ segir m.a. í bók- un D-lista. Með staðfestingu á deiliskipulag- stillögunni hefur borgarráð meðal- annars staðfest að stígur sem liggur frá Garðastræti, meðfram Unuhúsi að Mjóstræti, verði kallaður Skálda- stígur. Að sögn Salvarar er lagt til að hann verði látinn óhreyfður og áfram opinn almenningi. Samkvæmt tillögu er stefnt að því að byggja stein- steypt hús á fimm hæðum auk riss sem vísar út að Ingólfstorgi. Gömlu húsin tvö í Fischersundi verða tengd saman við nýbygginguna með tengibyggingu. Morgunblaðið/Jim Smart Að sögn arkitekta og annarra sem komið hafa að verk- inu eru gömlu húsin mjög heilleg á að líta. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að rífa út úr húsunum. Allt að 80 herbergja hótel rísi við Aðalstræti 4 Reykjavík Borgarráð staðfestir nýtt deiliskipulag fyrir Grjótaþorp LOKADAGUR Sumarskólans var haldinn í Austurbæjarskóla í gær þar sem nemendur á öllum aldri og kennarar í morgunhópunum gerðu sér glaðan dag. Í Sumarskólanum er boðið upp á íslenskunámskeið fyrir útlendinga en skólinn hefur verið starfræktur í tíu sumur og er þar um að ræða samvinnuverkefni Námsflokka Reykjavíkur, Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og ÍTR. Í júlí voru þátt- takendur tífalt fleiri en fyrsta sum- arið eða á fjórða hundrað. Börn og fullorðnir hafa í sumar verið í námi alla virka morgna en stór hópur fólks hefur verið þrjú kvöld í viku. Þá hafa unglingar sótt síðdegistíma. Í tilkynningu frá Sum- arskólanum segir að margir noti sumarfríið til að bæta kunnáttu sína í íslensku en aðrir vinni fulla vinnu með náminu. Á veturna halda Náms- flokkarnir íslenskunámskeið sem einnig hafa verið mjög vel sótt en alls sóttu um 1.700 manns nám- skeiðin í fyrra. Að sögn Guðrúnar Halldórs- dóttur, forstöðumanns Námsflokka Reykjavíkur, var kennt á síðasta degi skólans en að auki voru börn og fullorðnir meðal annars með ýmsar uppákomur í kennslustofunum. Þá var efnt til pylsuveislu á lóð skólans. Lokadagur Sumarskólans Morgunblaðið/Jim Smart Reykjavík BORGARRÁÐ hefur samþykkt samning við Minjavernd hf. um leigu á Geysishúsinu, Aðalstræti 2, til 20 ára fyrir starfsemi Höfuð- borgarstofu. Húsnæðið sem um ræðir er 370m², þar af 68m² í nýrri tengibyggingu milli Aðalstrætis og Vesturgötuhúss. Í húsinu verður rekin Upplýs- ingamiðstöð ferðamála á jarðhæð en skrifstofur í tengslum við ferða- og markaðsmál og umsjón við- burða verða á 2. hæð. Við afhendingu hússins er gert ráð fyrir að leigusali hafi lokið fullnaðarviðgerð hins gamla húss og frágangi við nýja tengibygg- ingu. Í greinargerð borgarstjóra sem fylgir tillögu um leigusamninginn segir meðal annars að rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík, sem falli undir Höf- uðborgarstofu, geri mjög ákveðnar kröfur til staðsetningar og aðgeng- is. Húsnæðið verði að vera mið- svæðis, aðgengilegt og vel sýnilegt gangandi vegfarendum. Bent er á að gestakomur í Upplýsingamið- stöðina séu um 120 þúsund á ári og að núverandi húsnæði hafi fyrir löngu sprengt utan af sér starf- semina. Þar segir ennfremur að stað- setning Höfuðborgarstofu í Geysishúsi verði ótvíræð lyftistöng fyrir Kvosina og liður í þeirri stefnu borgaryfirvalda að styrkja innviði miðborgarinnar. Hið nýja hlutverk Geysishúss muni einnig verða hvatning fyrir þjónustufyr- irtæki af margvíslegu tagi að flytja starfsemi sína í nábýli við Upplýs- ingamiðstöðina. Vakin er athygli á því að Höf- uðborgarstofa á forgangsrétt að hinu leigða húsnæði eftir að samn- ingsbundnum leigutíma lýkur sem og að húsnæði á 2. hæð tengibygg- ingar ef þörf er á stækkun. Starfsemi Höfuð- borgarstofu verður í Geysishúsi Morgunblaðið/Golli Gestakomur í Upplýsingamiðstöð ferðamála eru um 120 þúsund á ári. Með samningnum mun Upplýsingamiðstöðin flytja starfsemi sína í Geysishús. Reykjavík Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.