Morgunblaðið - 01.08.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 01.08.2002, Síða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐSTÖFUNARFÉ Reykjanes- bæjar til viðbótarlána til íbúðar- kaupa er þrotið. Sækja þarf um við- bótarfé til Íbúðalánasjóðs en yfir tíu manns bíða nú þegar eftir lánum. Fjölskyldu- og félagsmálaráð fjallaði um málið á fundi sínum í vikunni en bæjarstjórn verður að taka það til umfjöllunar áður en sótt verður um viðbótarúthlutun hjá Íbúðalánasjóði. Sótt um 100 milljónir til viðbótar Reykjanesbær hafði heimild til að veita 200 milljónir króna í viðbótar- lán til íbúðarkaupa í ár. „Nú er sú fjárhæð búin, en fólk er ennþá að spyrja um lán,“ útskýrir Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri bæjar- ins. „Því hefur félagsmálaráð lagt til að bæjarstjórn sæki um meira fé.“ Samkvæmt fundargerð fjöl- skyldu- og félagsmálaráðs er lagt til að bæjarstjórn sæki um 100 milljónir til viðbótar til Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2002. Hjördís segir að heimildin sem bærinn fékk á þessu ári hafi þó verið töluvert meiri en árið 2001. „Það eru svo margir sem eru undir viðmiðun- armörkum og eiga rétt á viðbótar- lánum,“ segir Hjördís. „Viðbótar- lánin koma í staðinn fyrir félagslega íbúðakerfið að hluta svo aukning í umsóknum um viðbótarlán er mjög eðlileg afleiðing af því.“ Hjördís segist ekki geta sagt til um hvort bærinn fái úthlutað viðbót frá Íbúðalánasjóði. Bæjarstjórn á eftir að taka málið fyrir, en þar sem hún er í fríi telur Hjördís að um mánuður geti liðið þar til Íbúðalánasjóður tekur ákvörðun um viðbótarfjárveitingu. Fé til viðbótar- lána á þrotum Reykjanesbær SÆFISKASAFNIÐ í Höfnum er átta ára og á rætur sínar að rekja til lúðueldis. Jón Gunn- laugsson er eigandi safnsins. Hann bað sjómenn að safna fyrir sig lifandi smálúðu sem hann ól svo upp í Höfnum og þá fór boltinn að rúlla. „Þeir fóru að gauka að mér öðrum tegund- um, t.d. sjaldséðum fiskum, og innan skamms var fólk farið að sýna þessu áhuga. Í kjölfarið var safnið stofnað en síðan hef- ur lúðueldið lagst af.“ Jón hefur ýmsar spennandi hugmyndir um hvernig safnið gæti þróast og byggst upp í framtíðinni. Hann segir til greina koma að bæta við sela- laug sem eflaust myndi falla vel í kramið hjá ungum áhuga- mönnum um sjávarlíf. Þá segir hann ekki úr vegi að skoða hug- myndir um að tengja safnið uppbyggingu bæjarins Kotvog- ar sem er þar við hliðina, en Kotvogur var stærsti útvegs- bær á Íslandi áður fyrr. „Þar væri hægt að gefa fólki innsýn í forna heima og fræða það um forna útgerðarhætti.“ Jón segir framkvæmd þessarar hug- myndar þó fyrst og fremst vera á hendi Reykjanesbæjar sem eigi Kotvog að hluta. Þá eru Ósabotnar, syðsti vogur landsins, rétt við safnið en þar er að finna eitt fjöl- breytilegasta botndýralíf landsins. Frá safninu er stutt í Hafnarberg, eitt aðgengileg- asta fuglabjarg í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins. „Það er því margt um að vera í kringum safnið og börn hafa gott af því að komast út í náttúruna og vera ekki í manngerðu um- hverfi sem er að finna svo víða.“ Selalaug og byggða- safn? HUNDARNIR í Höfnum kom- ust enn og aftur á flakk í fyrra- kvöld. Í þetta sinn nöguðu þeir sig í gegnum girðinguna við býlið þar sem eigandi þeirra geymir þá. Lögreglan í Kefla- vík og hundaeftirlitsmaður Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja náðu hundunum og voru þeir vistaðir á hundahóteli við Hafurbjarnarstaði í Sandgerði í fyrrinótt. Að sögn Valgerðar Sigur- vinsdóttur hjá Heilbrigðiseftir- liti Suðurnesja ætlaði eigand- inn að leysa hundana út í gærdag. Þurfti hann að skipta um girðingu þar sem sú sem var fyrir var greinilega ekki held. Síðast þegar hundarnir sluppu út skoðaði Heilbrigðis- eftirlitið girðinguna og virtist hún þá held að sögn Valgerðar. „Það gat enginn séð það fyrir að þeir myndu naga sig í gegn- um girðinguna.“ Eigandinn setti í gær upp rammgerðari og sterkari girð- ingu og munu starfsmenn Heil- brigðiseftirlitsins skoða hana og ganga úr skugga um að hún sé held. Hundarnir nöguðu sig í gegnum girðinguna Eigand- inn setur upp sterkari girðingu Hafnir HEFUR þú komið við krossfisk eða kitlað steinbít og rauðsprettu? Heldurðu að ígulker séu með beitta eða mjúka brodda og að allir krabb- ar klóri og klípi? Svör við þessu og miklu meiri fróðleik til er hægt að fá í Sæfiskasafninu í Höfnum sem er opið árið um kring frá 14–17:30. Steini steinbítur rekur höfuðið upp úr vatninu þegar Valgerður Samsonardóttir er starfar í Sæ- fiskasafninu, talar blíðlega til hans og strýkur honum létt um hrygginn. „Hann vill láta klappa sér og klóra þessi, en við ítrekum alltaf við gesti að dýrin geta bitið, þó að það sé ekki fast.“ Opna búrið í Sæfiskasafninu er vinsælast og við það stóð hópur af börnum er Morgunblaðið var í heimsókn. Í búrinu eru krossfisk- ar, krabbar, skjaldbökur, rauð- sprettur og fleiri dýr, að ógleymd- um hinum mannelska Steina steinbít. Þau eru öll sátt við að litl- ir fingur strjúki þeim. Börnin eru líka óhrædd að snerta og bera saman bækur sínar um áferð dýr- anna. En að hluta til eru fiskar safnsins í lokuðum kerjum þar sem hægt er að fylgjast með þeim í gegnum stóra glugga. Þar er t.d. að finna þorsk, steinbít og sandhverfu sem er í nokkurs konar dulargervi, því hún er svo lík sandinum á botni búr- anna að lit að stundum er erfitt að koma auga á hana. Við búrin er síð- an að finna fróðleiksmola um dýrin, hvar þau þrífast best, hversu stór og gömul þau geta orðið og hvað þeim þykir gott að éta. Í Sæfiska- safninu eru svo reglulegir matar- tímar, en sum dýrin þurfa oftar að éta en önnur og þau eru alls ekki sammála um hvaða fæða sé best á bragðið. Kanadískir humrar Flest dýrin koma í safnið fyrir til- stilli sjómanna og kafara. Þá hafa nokkrir fiskanna aldrei synt frjálsir í hafinu, t.d. er þar að finna bleikjur sem ólust upp í vernduðu umhverfi, þ.e. í eldisstöðvum á og við land. Humrarnir tveir, sem eru ógurlega stórir, eru frá Kanada og fer litlum sögum af því hvernig þeim tekst að tjá sig við önnur dýr í safninu, en þeir deila búri með ígulkerjum og öðrum furðuskepnum. Á sumrin er aðstaða inn af safn- inu notuð sem nestisaðstaða fyrir gesti og þar er ýmsan fróðleik um hafið og dýrin sem þar búa að finna á veggjum. Á veturna er hins vegar mikið um það að skólabörn, jafnt úr grunnskólum sem leikskólum, komi í heimsókn og vinni verkefni í tengslum við dýrin. Í safninu er að auki að finna ýmis smádýr; sæfífla, litla krabba og dýr sem í fyrstu líkjast grjóti eða þara, þar til þau taka á sprett eftir botn- inum eða breiða út anga sína til veiða. Hættulegir háfar? En sum dýrin vekja meiri áhuga gesta en önnur, t.d. er ekki hægt að kveðja Sæfiskasafnið án þess að heilsa upp á háfana. Háfar eru frændur hákarla og gráðugir fiskar mjög. Þeim þykir gott að fá rækjur og loðnu að éta, meðan aðrir fiskar láta sér nægja sérhannað fiskifóður. Háfarnir tveir synda ógnandi um búrið og það er ekki frá því að blaðamanni bregði þegar þeir reka mjóa trjónuna að glerinu og láta skína í beittar tennurnar. Sennilega ímyndun, en þeir eru í það minnsta áhugaverðir og hin mesta skemmt- un að fylgjast með þeim. Sæfiskasafnið laðar að börn jafnt sem fullorðna árið um kring Valgerður Samsonardóttir, starfsstúlka í Sæfiskasafninu, við færeysk- an hvalveiðibát sem þar er til sýnis innan um sædýrin. Morgunblaðið/Sverrir Hildur Lovísa Rúnarsdóttir heillaðist af skjaldbökunum. Gott að sandhverfan er á sundi. Það getur verið þrautin þyngri að koma auga á hana á botninum! Þessi er vinur Steina steinbíts en er heldur hlédrægari. Fagur, fagur fiskur í sjó Á Sæfiskasafninu í Höfnum syndir saman í sátt og samlyndi fjöldi fiska og annarra sjávardýra sem finna má við Íslandsstrendur. Sunna Ósk Logadóttir heimsótti Steina steinbít, skjaldbökurnar og vinalega krabba. Hafnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.