Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ENGAR breytingar verða á bensínverði hjá ESSO um þessi mánaðamót en ákvarðanir um verðbreytingar hjá Skeljungi og Olís munu liggja fyrir í dag. Magnús Ásgeirsson hjá Olíu- félaginu/ESSO segir að að svo komnu máli hafi verið ákveðið að breyta ekki verði. „Þróun á mörkuðunum hefur verið upp á við en gengisþróun hefur unnið með okkur. Almennt hefur ver- ið mjög kyrrt á mörkuðunum undanfarnar vikur, verðið þó heldur á leið upp. Það kom svo- lítið skot í fyrradag en ég á ekki von á það verði til lengd- ar.“ Óbreytt verð á bens- íni hjá ESSO MORGUNBLAÐIÐ mun koma út þriðjudaginn 6. ágúst, daginn eftir frídag verslunarmanna, og er það liður í að fjölga útgáfudögum. Auglýsendur þurfa að panta og skila inn auglýsing- um fyrir það blað í síðasta lagi föstudaginn 2. ágúst. Auglýsingadeildin verður op- in frá kl. 9–12 á frídegi versl- unarmanna fyrir tilkynning- ar. Símanúmerið er 569-1111. Fréttavefur Morgunblaðs- ins á Netinu, www.mbl.is, mun halda úti fréttaþjónustu yfir alla verslunarmannahelg- ina. Þá er hægt að koma ábendingum um fréttir á framfæri í síma 861-7970 alla helgina. Útgáfudögum Morgunblaðs- ins fjölgar RANGHERMT var í frétt Morgunblaðsins í gær að íbúar bæjanna Áss I og II í Hegra- nesi í Skagafirði væru í far- banni vegna salmonellusýking- ar á bænum. Aðeins húsdýrin eru í banni, og mega þar með ekki yfirgefa jörðina, og að sama skapi má engin mjólk eða aðrar afurðir fara af bæn- um. Að sögn yfirdýralæknis, Halldórs Runólfssonar, er málið enn í rannsókn og er niðurstaðna að vænta í fyrsta lagi í næstu viku. Orðið farbann hefur þótt skjóta skökku við þegar um er að ræða aðgerðir sem þessar. Hefur sumum þótt nær að nota orðið sóttkví. Yfirdýralæknir bendir á, í þessu sambandi, að sóttkví sé mun víðtækari og alvarlegri einangrun en farbann. Í reglum um farbann vegna salmonellusýkinga, frá í maí 2000, kemur fram að allur flutningur dýra til og frá búi sé bannaður, þar með talið til slátrunar. Hauglosun er ekki leyfð nema í samráði við héraðs- dýralækni og heilbrigðiseftirlit og öll umferð manna og tækja skal takmörkuð eins og kostur er. Tæki skulu einnig þvegin og sótthreinsuð eins og kostur er. Hægt er að veita undan- þágu frá farbanninu fyrir ein- staka dýrahópa, enda sé þá að fullu sannreynt að hópurinn beri ekki smit. Salmonella í Skagafirði Aðeins húsdýrin í farbanni UNDIRBÚNINGUR fyrir hátíða- höld víða um land um verslunar- mannahelgina er nú í fullum gangi en á annan tug skipulagðra hátíða fer fram um helgina. Birgir Guð- jónsson, formaður Þjóðhátíðar- nefndar í Vestmannaeyjum, segir að undirbúningur fyrir Þjóðhátíð sé á lokastigi. Hann segist ekki hafa heyrt annað en að sala á miðum til Eyja gangi vel en hefur þó ekki tölu á hversu margir miðar hafa selst. „Hingað er komið töluvert af gest- um og fólk er farið að skoða sig um og velja tjaldstæði,“ sagði Birgir. Hann segist ekki geta spáð fyrir um hversu margir sæki þjóðhátíð í ár, en það verði þó sennilega ekki færri en í fyrra en þá hafi verið 8.000 gest- ir á hátíðinni. Þjóðhátíð hefst í dag klukkan hálfþrjú með setningu og messu í dalnum. Á Akureyri verður fjölskylduhá- tíðin Ein með öllu haldin um helgina. Að sögn Haraldar Ingólfs- sonar, hjá kynningarþjónustunni Fremri á Akureyri sem sér um skipulagningu hátíðarinnar, er nógu að sinna þessa dagana við að ljúka skipulagningu, en allt hefur gengið vel hingað til. Haraldur segist ekki geta sagt til um hversu margir verða á Akureyri um helgina en að reynt verði að bjóða upp á skemmt- un fyrir alla fjölskylduna. Sigurður Sigurðarson, forsvars- maður Kántríhátíðarinnar á Skaga- strönd, segir allt vera í fullum gangi við undirbúning fyrir helgina. Ekki sé hægt að segja til um hversu margt fólk verði á hátíðinni, en vonir standi til þess að fimm til sex þús- und manns mæti enda verði fjöldi atriða í boði. Í Galtalækjarskógi stendur IOGT fyrir hátíð um helgina sem fyrri ár og segir Sigvaldi Bjarnason, land- vörður í Galtalæk, undirbúningi vera að ljúka en að hátíðin hefjist í kvöld með gömlu dönsunum. Hann segir aðstandendur vonast eftir að gestir í Galtalæk verði 6.000 eða fleiri, en miðasala sé rétt að fara í gang og því ekki hægt að áætla fjölda gesta strax. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands lítur út fyrir að frá föstudegi til mánudags verði hæðarhryggur fyrir austan og norð- austan Ísland en lægð vestur af landinu. Suðaustlægar áttir, yfirleitt fremur hægar, verði ríkjandi. Hiti á landinu verður á bilinu 10–20 stig á föstudag en 10–22 stig hina dagana og er gert ráð fyrir að hlýjast verði norðaustan- og austanlands alla dagana. Á föstudag er gert ráð fyrir fremur hægri suðaustlægri átt, skýjuðu að mestu en þurru að kalla en síðan rigningu um nóttina vest- anlands, og annars verði skýjað með köflum. Á laugardag er spáð suð- austan 5–10 og súld með köflum á vestanverðu landinu, skýjað verður að mestu suðaustanlands en annars bjart með köflum. Á sunnudag og mánudag er gert ráð fyrir suðlæg- um áttum, rigningu eða súld með köflum vestan til, skýjuðu en úr- komulitlu suðaustanlands og annars skýjuðu með köflum. Veðurstofan bendir á að spár geti breyst og því sé nauðsynlegt að fylgjast vel með þeim. Hátíðahöld verða víða um land um helgina Undirbúningur víðast á lokastigi ALFREÐ Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að kostnaður við nýjar höfuð- stöðvar Orkuveitunnar við Réttar- háls hafi ekki farið mikið fram úr áætlun en upplýsingar um umfram- kostnað verði ekki veittar fjölmiðlum fyrr en eftir stjórnarfund hinn 23. ágúst nk. Skv. áætlun átti byggingin að kosta 2,3 milljarða króna en í Morg- unblaðinu í gær var greint frá því að ljóst er að kostnaðurinn muni fara fram úr þessari upphæð. Guðmund- ur Þóroddsson, forstjóri Orkuveit- unnar, segir að meginástæðan fyrir auknum kostnaði sé tafir vegna þess að danskt fyrirtæki, sem framleiðir utanhússklæðningu á annað húsið, afhenti ekki klæðninguna á réttum tíma. Aðspurður segir hann að dag- sektir leggist á danska fyrirtækið en sektirnar dugi þó ekki fyrir kostnaði vegna tafanna. Fleira hefur orðið til þess að byggingarkostnaður fór fram úr áætlun en eðlilegt sé að stjórn fyrirtækisins fái nákvæmar upplýsingar um umframkostnað á undan fjölmiðlum. Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjvíkur Ekki mikið fram úr áætlun LEIFUR Eiríksson, bifvélavirki og starfsmaður vélaverkstæðisins Kistufells, fagnar því þessa dag- ana að 50 ár eru liðin frá því að hann hóf störf hjá verkstæðinu, en hann er jafnframt elsti starfs- maður fyrirtækisins og hefur starfað þar frá upphafi. Alls eru nú 56 ár síðan Leifur hóf störf við greinina en hann nam bifvéla- virkjun í Iðnskólanum í Reykja- vík. „Fyrstu sex árin sem ég var í faginu var ég hjá Hrafni Jóns- syni, en þar var ég líka lærlingur. Ég útskrifaðist úr Iðnskólanum 1949 og tók sveinspróf ári síðar, en 4. ágúst 1952 hóf ég störf hjá Kistufelli sem þá hafði einungis verið starfrækt í nokkra mánuði,“ segir Leifur. Hann segist vera ánægður með starf sitt, sem felst í viðgerðum á vélum bíla, báta og vinnuvéla, og eru vélarnar sem hann fær til við- gerðar af öllum stærðum og gerð- um. Þrátt fyrir að hann sé orðinn 74 ára er hann ekki á leiðinni að hætta. „Mér hefur líkað mjög vel í þessu starfi, annars væri ég löngu hættur. Ég hef ekki hugsað mér að hætta strax, ég kann hreinlega ekki að slæpast og veit ekki hvað það er,“ segir Leifur. Helsta áhugamál Leifs fyrir utan starfið er hestamennska, en hann á hesta sem hann sinnir í frí- stundum. Auk þess á hann sumar- bústað og segir gott að fara þangað og dytta að honum þegar tími gefst til. Leifur segir að ýmsar breyt- ingar hafi orðið á fyrirtækinu og starfsumhverfi frá því að hann hóf störf. Kistufell var lengi vel til húsa í Brautarholti 16 en flutti fyrir nokkrum árum upp á Tang- arhöfða 13, þar sem það er nú að finna. Þá hafi nokkrar breytingar orðið á starfsfólki og stjórn- endum fyrirtækisins á síðustu 50 árum eins og gefur að skilja. Kistufell var upphaflega stofn- að af bræðrunum Guðmundi Jón- assyni og Jónasi Jónassyni. Sonur Guðmundar, Skúli, er nú forstjóri fyrirtækisins, en hann var ein- ungis 10 ára patti þegar Leifur hóf störf hjá Kistufelli og man Leifur eftir því þegar Skúli kom sem krakki til að fylgjast með starfinu og verkstæðinu og skoða tækin, áður en hann hóf svo sjálf- ur nám í bifvélavirkjun. Leifur segist telja að ekki séu margir bifvélavirkjar á sínum aldri starfandi við fagið í dag. „Ég gæti vel ímyndað mér að ég væri elsti starfandi bifvélavirki á landinu, að minnsta kosti er ég meðal þeirra elstu,“ segir Leifur að lokum. Leifur Eiríksson, elsti starfandi bifvélavirki á landinu? Morgunblaðið/Kristinn Við þennan rennibekk hefur Leifur starfað síðastliðin 38 ár, en hann hefur verið starfsmaður Kistufells í 50 ár. Hefur unnið á sama vélaverkstæði í hálfa öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.