Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Funchal kemur og fer í dag. Knorr, Hjalteyrin, Libra og Goðafoss koma í dag. Aros More, Can- igo og Arnarfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Árni Friðriksson og Sat- úrnus komu í gær. Sig- hvatur Bjarnason kem- ur í dag. Brúarfoss fer í dag frá Straumsvík. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9 leik- fimi, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 11 boccia, kl. 13.30 gönguhópur, lengri ganga. Bingó verður næst spilað 9. ágúst kl. 13.30. Púttvöll- urinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð. Þriðjudag- inn 20. ágúst kl. 8 verður farin skoðunarferð um Vík og nágrenni. Ekið upp í Heiðardal og um Reynishverfið. Kvöld- verður í Drangshlíð austur undir Eyjafjöll- um. Leiðsögumaður Hólmfríður Gísladóttir. Hafið með ykkur nesti og góðan fatnað. Skráning og greiðsla í síðasta lagið þriðju- daginn 13. ágúst. Allir velkomnir. Uppl. og skráning í síma 568 5052. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un, föstudag, púttað á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Félagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sum- arleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferðir að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst, greiða þarf gíróseðla sem fyrst. Orlofsferð að Höfða- brekku 10.–13. sept. Skráning og upplýsingar kl. 19–21. í s. 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Hringferð um Norðausturland 17.– 24. ágúst. Uppselt. Farið verður í Land- mannalaugar 6. ágúst. Ekið inn Dómadal niður hjá Sigöldu. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Sækja þarf miðana fyrir fimmtudaginn 1. ágúst. Fræðslu- og menning- arferð í Skálholt 9. ágúst. Leiðsögumaður Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Fyrirhug- aðar eru ferðir til Portú- gals 10. september í 3 vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir félagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmark- aður fjöldi. Skráning hafin á skrifstofunni í síma 588 2111. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–16 böðun. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin. Hárgreiðslustofan er lokuð til 6. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Miðvikudaginn 7. ágúst verður farið í Þórsmörk. Lagt af stað frá Hraunbæ kl. 10:30. Súpa og brauð á Hlíðarenda á Hvolsvelli. Í Þórsmörk verður farið í stuttar eða langar gönguferðir. Hafa þarf með gönguskó og nesti. Leið- sögumaður: Hólmfríður Gísladóttir. Skráning á skrifstofu eða í síma: 587 2888. Hvassaleiti 56–58. Kl. kl. 14 félagsvist. Fótaað- gerð, hársnyrting. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Ganga kl. 10. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, handa- vinnustofan opin án leið- beinanda fram í miðjan ágúst. , Vitatorg. Kl. 9.30 morg- unstund og handmennt, kl. 10 leikfimi, boccia kl. 10.45, kl. 13 brids, frjálst. Hana-nú Kópavogi Gönguferð um Kvennaslóðir í Kvos- inni sem vera átti í dag fellur niður af óviðráðanlegum að- stæðum. Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552-4440 frá kl. 13–17. Eftir kl. 17 s. 698-4426 Jón, 552-2862 Óskar eða 563-5304 Nína. Minningarkort Samtaka sykursjúkra fást á skrif- stofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562- 5605, bréfsími 562-5715. Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafn- arfjarðar (KH) er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu KH, Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkorta- greiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans, Kópa- vogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), síma 560- 2700, og skrifstofu Styrktarfélags van- gefinna, s. 551-5941, gegn heimsendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Hrafnkelssjóður (stofn- aður 1931), minning- arkort afgreidd í símum 551-4156 og 864-0427. Minningarkort Minningarsjóðs Maríu Jónsdóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfar- andi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyju- félags Íslands, s. 561- 4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippus- dóttur, s. 557-3333, og Sigurlaugu Halldórs- dóttur, s. 552-2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487- 8842, Í dag er fimmtudagur 1. ágúst, 213. dagur ársins 2002. Bandadag- ur. Orð dagsins: Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin. (Orðskv. 17, 22.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 stór að flatarmáli, 8 tími, 9 reiður, 10 munir, 11 aflaga, 13 fífl, 15 draugs, 18 lægja, 21 glöð, 22 skjögra, 23 kross- blómategund, 24 saurlífi. LÓÐRÉTT: 2 óhóf, 3 stór sakka, 4 synja, 5 snaginn, 6 reykir, 7 vex, 12 ber, 14 hnöttur, 15 næðing, 16 þungbær reynsla, 17 sjófugl, 18 vísa, 19 beindu að, 20 tómt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 SPRON, 4 herma, 7 tásan, 8 gömul, 9 díl, 11 stal, 13 brot, 14 jullu, 15 skrá, 17 roks, 20 emm, 22 Pap- ey, 23 játar, 24 rorra, 25 rúman. Lóðrétt: 1 sætis, 2 rispa, 3 nánd, 4 hagl, 5 rúmar, 6 atlot, 10 íslam, 12 ljá, 13 bur, 15 súpur, 16 rípur, 18 ostum, 19 sárin, 20 eyða, 21 mjór. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Gæt tungu þinnar ÁGÆTU Víkurbúar og aðrir landsmenn. Mig lang- ar að minna ykkur á það hversu ljótt það er að tala illa um náungann og niðr- andi til hans, hvort sem það sem sagt er er satt eða log- ið. Það er opinber æruaf- taka. Margir sem fyrir þessu verða geta leitt það hjá sér, enda eiga þeir oft- ast marga góða að sem geta stutt við bakið á þeim, til dæmis fjölskyldu. En aðrir, sem betur fer ekki margir hér í Vík, hafa ekki þann möguleika. Allir ættu að geta ímynd- að sér hvers lags víti það er fyrir manneskju sem ekki getur borið hönd fyrir höf- uð sér að verða fyrir að- kasti og niðurlægingu frá öðrum, oftast fólki sem hef- ur gripið einhverjar gróu- sögur á lofti og reynir svo að skemmta sér og öðrum á kostnað sögupersónunnar sem oftar en ekki er veik fyrir á einhverju sviði. Ég geri mér vonir um að svona háttalag sé í heimsku fram- ið fremur en illkvittni. Víkurbúi. Ógnvaldar Öskjuhlíðarinnar KANÍNUR eru yndislegar, en heilmikil skaðdýr og grafa jörðina sundur og saman. Skelfilegt er að sjá jörðina eftir þær sundur- grafna. Ef þær myndu ílengjast í Öskjuhlíðinni yrði hún sundurgrafin eftir nokkur ár. Þær drepa ekki neitt, en skemma mikil ósköp og skilja eftir illa leikna jörð. Guðrún. Frábær þjónusta Radíónausts VIÐ hjónin ferðuðumst um landið á húsbíl, en sjón- varpið í bílnum bilaði. Við fórum með sjónvarpið í Radíónaust á Akureyri þar sem maður að nafni Viðar afgreiddi okkur. Hann reif sjónvarpið í sundur, lóðaði, skipti út, bætti og hvaðeina. Einnig virkaði fjarstýring- in ekki, en Viðar sagði allt hægt ef viljinn væri fyrir hendi og lagaði einnig fjar- stýringuna. Viðar var ákaf- lega hress og dásamlegur, gat lagað allt saman og þegar að því kom að borga urðum við agndofa, því verðið var mjög sann- gjarnt. Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti og benda fólki á frábæra þjónustu. Axel og Ingveldur. Góð þjónusta á póststöðinni FYRIR skömmu fórum við hjónin austur í Vík í Mýr- dal. Við gistum á Hótel Lundi eina nótt, en upp- götvuðum þegar við kom- um aftur í bæinn að við höfðum gleymt að skila lyklinum að herberginu. Það dróst að koma lyklin- um til skila, en dag nokk- urn fékk ég óvænt frí í vinnunni og ákvað að nota þjónustuna í nýja pósthús- inu í Nettó í Mjódd. Ég kímdi við afgreiðslustúlk- una hvort hún „gæti ekki gengið með þennan lykil austur til Víkur“. Við hlið- ina á mér stóð kona sem svaraði að bragði: „Ég er að fara austur á morgun, – á ég ekki að taka lykilinn og skila honum fyrir þig?“ Ég varð mjög hissa, þáði boðið og gekk brosandi út. Svona góða þjónustu hef ég aldrei fengið hjá póstinum áður. Jón S. Guðlaugsson, Engjaseli 87. Ekki til eftirbreytni FYRIR rúmri viku hugðist ég snæða á veitingastaðn- um Energia í Smáralind. Þegar inn var komið sá ég þjónustustúlkuna sitja við borð inni í matsal, og var hún í ofanálag að reykja sígarettu. Mér þótti þetta skjóta skökku við á veit- ingastað sem er auglýstur sem umhverfisvænn, hreinn og heilsusamlegur. Ég missti lyst á að snæða þarna og snæddi annars staðar. Olga Pálsdóttir. Tapað/fundið Hefurðu ekið fram á sængur? ÉG var á suðurleið að norð- an, og ók yfir Kjöl. Ein- hvers staðar á leiðinni hef- ur svartur poki með tveimur sængum og nokkr- um koddum horfið úr geymslukassa ofan á bíln- um. Utan um aðra sængina var Pókémon-ver, en rautt og grænt rósótt sængurver um hina. Finnandi vinsam- lega hafi samband við Huldu í síma 586 3187. Tölvuíhlutir gefins ÉG Á gamla tölvuíhluti sem ég þarf að koma í lóg. Þeir sem vilja þiggja þessa íhluti eða vita um einhvern sem getur notað þá mega hafa samband í síma 846 7119. Dýrahald Svört og hvít læða týnd LÍTIL svart/hvít-flekkótt læða týndist frá Laugar- nestanga 62 fyrir tæpri viku. Hún er með rauða ól og bjöllu, en merking innan á ólinni gæti verið farin að mást. Hún er innikisa, mjög mannelsk og hennar er sárt saknað. Þeir sem vita um ferðir hennar vin- samlega hringi í síma 553 9003. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI er ekkert hrifinn afnýjung sem Landssíminn kynnti á dögunum sem fólst í því að í stað gamla góða „tut-tut-tut-tut“- sónsins sem heyrðist þegar hringt var í símanúmer sem var á tali kom rödd í símann og las upp tilkynningu um að „þetta símanúmer“ væri á tali og bauð síðan Víkverja að ýta á ein- hvern takka og panta símtal frá þeim sem var á hinum endanum. Símtals- pöntunin kostaði reyndar einhverjar krónur. Að mati Víkverja er þetta hin mesta öfugþróun og breytingin varla til bóta fyrir viðskiptavinina. Áratugareynsla af símnotkun hér á landi hefur kennt landsmönnum að þekkja muninn á því hvenær er á tali og hvenær hringir og þeir þurfa ekki símsvara til að segja sér þessi aug- ljósu sannindi. Víkverji telur víst að hugmyndin að þessu hafi kviknað hjá sölumönnum Landssímans sem vilja auka notkun á símtalspöntunum. Þetta er sem sagt lítt dulbúin auglýs- ing sem er laumað að grandalausum símnotendum. Víkverji kærir sig ekki um auglýsingar í símanum sín- um og hringdi í þjónstuver Lands- símans og bað um lausn undan þess- ari plikt. Það var auðsótt mál en um leið var honum tilkynnt að þá væri ekki hægt að panta símtal. „Ekkert mál,“ sagði Víkverji. x x x Á HÁLENDI Íslands er allraveðra von, jafnt að sumarlagi sem um vetur, eins og berlega kom í ljós um síðustu helgi þegar talsverð- ur snjór féll í Nýjadal á Sprengi- sandi. Sjálfur fór Víkverji í bakpoka- ferð um hálendið í sumarfríinu og bjó sig vel. Hið sama var hins vegar ekki að segja um nokkra franska ferðamenn sem urðu á vegi Víkverja. Ferðamennirnir voru í tveimur hóp- um og er óhætt að segja að búnaður þeirra hafi verið æði misjafn. Í öðr- um hópnum voru a.m.k. tveir sem höfðu ekki talið þörf á regngalla fyrir sumarfríið á Íslandi. Frakkarnir í hinum hópnum voru með regnfatnað en sumir voru þó aðeins með svokall- aða regnslá sem veitir litla vörn fyrir íslenskri rigningu sem kemur úr öll- um áttum, lóðrétt, lárétt og frá hlið. Hópurinn hafði lokið við nokkurra daga göngu í 700–1.000 metra hæð og hafði rignt á þau mestallan tím- ann. Voru þau að vonum frekar nið- urlút eftir gönguna. Víkverji innti ís- lenskan fararstjóra hópsins eftir því hverju þessi lélegi búnaður sætti og var tjáð að franskar ferðaskrifstofur sem seldu í bakpokaferðina hér á landi segðu fólkinu að búa sig líkt og það ætlaði í göngu í 1.000 metra hæð, í Frakklandi. Aðstæður þar í landi eru afar frábrugðnar heiðarlöndum Íslands og morgunljóst að búnaður sem dugir í 1.000 metra hæð í Frakk- landi nægir ekki í sömu hæð hér á landi. Þessar villandi upplýsingar urðu síðan til þess að frönsku ferða- langarnir bjuggu sig ekki betur en raun bar vitni og urðu þar af leiðandi hundblautir og kaldir. Víkverja finnst algjör óþarfi hjá ferðaskrif- stofunum að leggja viðlíka raunir á ferðamennina. Þetta er þó varla gert vísvitandi og líklega þekkja starfs- menn ferðaskrifstofanna ekki betur til hér á landi. Beinir Víkverji því til ferðamálayfirvalda að láta útbúa einn lítinn bækling, t.d. á íslensku, ensku, þýsku og frönsku, um hvernig fólk eigi að búa sig til hálendisferða á Íslandi og dreifi honum til ferða- skrifstofa sem selja í slíkar ferðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.