Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ S UMARSTARFI Jafningjafræðsl- unnar fer senn að ljúka en alls hafa um 2.000 ungmenni á aldrinum 14 til 22 ára sótt fræðslu um sjálfs- myndina og fleira hjá Jafningja- fræðslunni í júní og júlí. Á þessu tímabili hefur Jafningjafræðslan frætt allan 9. bekk Vinnu- skóla Reykjavíkur auk unglinga úr vinnuskól- um nágrannasveitarfélaganna og ungmenna í störfum hjá Landsvirkjun og Kirkjugörðum Reykjavíkur. Um 20 manns á aldrinum 16 til 25 ára hafa starfað hjá Jafningjafræðslunni í sumar, að sögn Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra Jafningjafræðslunnar. Sá hópur hefur þó ekki lokið störfum því í þessari viku fer hann hringinn í kringum landið og fræðir allt að 1.000 ungmenni um mikilvægi þess að hafa góða sjálfsmynd. Meðal við- komustaða eru Borgarnes, Höfn í Hornafirði, Hella, Kirkjubæjarklaustur, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Seyðisfjörður og Akureyri. Þetta er annað árið í röð sem Jafningjafræðslan fer í slíka hringferð um landið en Essó, Landsbanki Íslands og Toyota gera, að sögn Ingibjargar Daggar, þessa ferð mögulega með því að styrkja verkefnið. Ingibjörg Dögg segir ferðina í fyrra hafa tekist vonum framar. „Það er draumur okkar að sveitarfélögin taki vel í þetta og taki sig jafnvel til og stofni jafningjafræðslu í sínu sveitarfélagi eins og nú hefur verið gert í Fjarðabyggð,“ segir hún. Ungur fræðir ungan í Jafningjafræðslunni Jafningjafræðslan var sett á laggirnar árið 1996, en hún starfar m.a. á vegum Hins húss- ins, menningar- og upplýsingamiðstöðvar ungs fólks í Reykjavík. „Við vinnum eftir þeirri hug- myndafræði að ungir fræði unga,“ útskýrir Ingibjörg Dögg. „Það sem felst m.ö.o. í okkar hugmyndafræði er að opna umræður með ungu fólki, um þau málefni sem á því hvíla.“ Fyrstu ár Jafningjafræðslunnar var að- allega lögð áhersla á að fræða ungmenni um skaðsemi áfengis og fíkniefna en að sögn Ingi- bjargar Daggar var í sumar ákveðið að fara inn á nýjar brautir og fræða ungt fólk um mik- ilvægi góðrar sjálfsmyndar. „Við fundum það í starfi okkar í fyrra að krakkar voru farnir að velta sjálfsmyndinni mikið fyrir sér. Þeir virt- ust gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft að hafa slæma sjálfsmynd og vildu læra leiðir til að bæta hana,“ sagði Ingi- björg Dögg. Ingibjörg Dögg segir að slæm sjálfsmynd geti m.a. leitt af sér áfengis- og vímuefna- neyslu, óábyrga kynlífshegðun, ofbeldi, einelti og fleira í þeim dúr. „Ég tek þó fram að Jafn- ingjafræðslan er fyrst og fremst forvarnar- verkefni gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga þótt við höfum tekið þann pól í hæð- ina að vinna meira út frá sjálfsmynd unglinga.“ Ræða opinskátt við jafningja Ingibjörg Dögg segir að dæmigerður dagur með þeim hópi sem Jafningjafræðslan sé að fræða byrji á því að hrista hópinn saman með leikjum og öðru sem skemmtilegt þykir. „Síð- an setjumst við í hring og hefjum umræður,“ útskýrir hún. Fræðslan getur tekið frá þremur klukkutímum upp í heilan vinnudag; allt eftir því hvað sveitarfélögin, sem ráða Jafningja- fræðsluna til verkefnsisins, vilja. Auk þess sem rætt er um sjálfsmyndina er rætt um kynlíf, ást, ofbeldi og fordóma svo dæmi séu nefnd. „Það er ótrúlegt hvað kemur út úr þessu. Ég held að þessir krakkar fái alltof sjaldan tæki- færi til að ræða opinskátt um þessi málefni við jafningja sína.“ Hún segir að krakkarnir séu opinskáir og tilbúnir að læra meira. Ingibjörg Dögg segist hafa tekið eftir því í starfi sínu með ungmennum undanfarin ár að svo virðist sem ungt fólk viti ekki hvernig eigi að bæta sjálfsmyndina. „Þau vita að það er ekki gott að vera með slæma sjálfsmynd en þau eru sér ekki meðvitandi um hvernig þau geti bætt hana.“ Við gerum öll mistök En hvernig er hægt að bæta slæma sjálfs- mynd? „Það er nú engin töfralausn til á því,“ byrjar Ingibjörg Dögg og heldur áfram: „Ef ungling- ur er t.d. með mjög slæma sjálfsmynd getur verið erfitt fyrir hann einan að bæta hana. Stundum getur því verið gott að leita sér hjálp- ar, annaðhvort hjá einhverjum sem stendur honum nærri eða hjá fagaðila.“ T.d. sé hægt að leita sér hjálpar hjá Hinu húsinu. Ingibjörg bendir þó á í þessu sambandi að það sé alltaf gott að hugsa jákvætt og reyna að breyta neikvæðum hugsunum gagnvart sjálf- um sér og umhverfinu í jákvæðar hugsanir. Hún tekur fram að svo virðist sem mikið af ungu fólki hugsi ekki nógu jákvætt um sjálft sig. „Stundum biðjum við unglinga að skrifa niður nokkra kosti sína. Mörgum finnst það hins vegar ótrúlega erfitt og segjast ekki geta fundið neitt jákvætt eða eru mjög feimnir við að segja frá kostum sínum.“ Ingibjörg Dögg segir að til að styrkja sjálfsmyndina sé einnig nauðsynlegt að kunna að taka hrósi og læra af mistökum og geta hlegið að þeim. „Þetta er mikilvægt því við gerum öll mistök.“ 2.000 ungmenni á aldrinum 14–22 ára sækja fræðslu hjá Jafningjafræðslunni Rætt um mikil- vægi þess að ungt fólk hafi jákvæða sjálfsmynd Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafningjafræðslunnar. Hjá Jafningjafræðslunni vinna 20 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára. Arna Schram ræddi við framkvæmdastjóra Jafningja- fræðslunnar, Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. arna@mbl.is FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það sé al- gjörlega ótímabært að fjalla um dómstólaleiðir fáist ekki fram- kvæmdaleyfi fyrir Norðlingaöldu- veitu, aðspurður um lagalega stöðu Landsvirkjunar ef þær aðstæður sköpuðust að leyfið fengist ekki. Gísli Már Gíslason, prófessor og formaður Þjórsárveranefndar, sagðist í frétt í Morgunblaðinu sl. laugardag ekki sjá betur en að fara þyrfti dómstólaleiðina til að hnekkja ákvörðunum sveitar- stjórna og Náttúruverndar ríkisins og jafnvel með einhvers konar eignaupptöku. Friðrik segir ekki tímabært að ræða um það hvað gert verði á þeim tíma sem gefa þarf út fram- kvæmdaleyfi fyrir veituna. Í fyrsta lagi sé eftir að fá úrskurð um mat á umhverfisáhrifum og í öðru lagi eigi eftir að gera breytingar á frið- lýsingu Þjórsárvera. Norðlinga- ölduveita þurfi sömuleiðis að vera komin á skipulag áður en til þess komi að gefa út framkvæmdaleyfi. Friðrik segir að svo virðist sem Gísli Már hafi gleymt þeirri stað- reynd að leyfisveitingar beggja þeirra stjórnvalda sem hann minn- ist á, sveitarfélaganna og Náttúru- verndar, séu kæranlegar til æðra stjórnvalda áður en dómstólar fari að fjalla um málið. Óvíst sé að til þess komi. „Við verðum að hafa í huga að tvö sveitarfélög og iðnaðarráðu- neytið, ásamt Náttúruvernd ríkis- ins, koma að málinu með leyfisveit- ingar. Öðru verður ekki trúað þegar þar verður komið sögu en að leyf- isveitingar, eða synjun þeirra, byggist á málefnalegum og lög- mætum sjónarmiðum. Allt tal um dómstólaleiðina er því gjörsamlega ótímabært,“ segir Friðrik. Landsvirkjun fer í mál telji fyrirtækið á sér brotið Hann segir að Gísli Már sé að gefa sér marga leiki fram í tímann og athyglisvert sé að hann geri ráð fyrir að bæði mat á umhverfisáhrif- um vegna Norðlingaölduveitu og friðlýsingin fari í gegn. „Landsvirkjun hlýtur, eins og aðrir sem gæta réttar síns, að fara í mál telji fyrirtækið að brotið sé á sér með ómálefnalegum og ólög- mætum hætti. En að tala um það langt fram í tímann finnst mér vera út í bláinn,“ segir Friðrik Sophusson. Forstjóri Landsvirkjunar um fram- kvæmdaleyfi fyrir Norðlingaölduveitu Ótímabært að ræða hvort dómstólaleið verði farin ÍSLENDINGAR sendu í fyrsta skipti lið á Ólympíuleikana í efna- fræði, en þeir voru haldnir í borginni Groningen í Hollandi 4.–14. júlí sl. Fjórir keppendur tóku þátt fyrir Ís- lands hönd; Erlendur Jónsson úr MK, Lydía Ósk Ómarsdóttir, MR, Helga Dís Flosadóttir, MR og Húni Sighvatsson úr MH. Með þeim í för voru Skarphéðinn Óskarsson, efnafræðikennari í MR, og Már Björgvinsson, aðjúnkt við efnafræðiskor Háskóla Íslands. Auk þess ferðaðist með hópnum Aðalheið- ur Flosadóttir, systir Helgu Dísar. Hún passaði son systur sinnar, Gabríel Ísar, á meðan á keppninni stóð. Töluverða athygli vakti að keppandi skyldi eiga barn og var fjallað um það í fjölmiðlum í Hollandi, enda einsdæmi. 57 lönd tóku þátt Þátttökulönd voru 57 talsins, að sögn Húna Sighvatssonar. 130 nem- endur tóku þátt í forkeppninni hérna heima, sem er álíka og í Svíþjóð og meira en í Sviss. Hann segir að ár- angur íslensku keppendanna hafi verið viðunandi, en stefnan sé að bæta hann að ári. Húni og Helga Dís eiga þess kost, en Erlendur og Lydía verða orðin of gömul að ári. Húni segir að keppnin hafi verið afar strembin og í engu samræmi við kennsluefni í efnafræði í framhalds- skólum hérna heima. „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum, t.a.m. Indverj- um og Kínverjum, í raungreina- kennslu. Ég talaði við Indverja, sem lenti í þriðja sæti, og hann sagðist hafa lært efnafræði frá 6 ára aldri,“ segir hann. Kínverjar höfðu yfirburði í keppninni; lentu í 1., 2., 5. og 6. sæti. Indverji varð sem fyrr segir í þriðja sæti og Hollendingur lenti í því fjórða. Um leið og hópurinn kom til Gron- ingen var lærimeisturum og nemend- um stíað í sundur. Nemendur gistu á sama hóteli, en voru sviptir farsímum og aðgangi að annarri samskipta- tækni. Skemmtu sér vel saman Húni segir að uppúr standi hversu hópurinn hafi náð vel saman, og keppendur reyndar almennt. Að keppninni lokinni hafi þeir eytt nokkrum dögum í að fara yfir þraut- irnar og kynnst vel. „Það var mjög gaman að kynnast fólki frá svona mörgum stöðum,“ segir hann. Kepp- endur frá nokkrum þjóðum blönduðu þó ekki geði við hin liðin, meðal ann- arra Kínverjar og liðsmenn nokkurra arabaríkja. Aðspurður hvort hann hyggist leggja efnafræðina fyrir sig segir Húni að ævintýrið hafi að vissu leyti kveikt með honum áhuga á greininni. „En þetta var svolítið yfirþyrmandi. Áður en við lögðum af stað þurftum við að læra sem nemur eins árs náms- efni í efnafræði í háskólanum á tveim- ur vikum. Í það fóru níu klukkustund- ir á dag,“ segir hann. Húni vill koma á framfæri þökkum til kennaranna, eða „lærimeistaranna“ (e. „mentors“) eins og leiðbeinendur voru kallaðir ytra; Más og Skarphéðins, fyrir óeig- ingjarnt starf, en þeir hlutu enga greiðslu fyrir framtakið. Íslensku þátttakendurnir á Ólympíuleikunum í efnafræði, f.v.: Erlendur Jónsson, MK, Lydía Ósk Ómarsdóttir, MR, Helga Dís Flosadóttir, MR, með son sinn Gabríel Ísar í fanginu, Aðalheiður Flosadóttir systir hennar, sem passaði Gabríel meðan á keppninni stóð, og Húni Sighvatsson, MH. Nokkra athygli vakti að Helga Dís, fyrst þátttakenda, ætti barn. Þessi grein um Helgu Dís birtist í hollensku dagblaði. Ólympíuleikarnir í efnafræði Íslend- ingar með í fyrsta skipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.