Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 3
Hr. Alvitur? Þú ert sagöur alvitur, og ég vona svo sannariega, aö svo sé. Þannig er nú mál meö vexti, aö eins og margar aörar konur, hef ég áhyggjur af lfnunum (þ.e. þeim litlu, sem eru). Ég stig á vigtina á hverju kvöldi og alltaf sé ég sömu hvim- leiöu, úreltu töluna, viö höfum ekki hátt um hver hún er, uss. Meö mikiili sjálfs- afneitun, aö þvi er mér finnst, tekst mér aö halda mér aö tölunni, en ekki meira en þaö. Og fari ég I búö til aö máta peysu, þrengja þeir Iskyggilega aö heröunum, séu þaö svo buxur tekur ekki betra viö þvi þá stoppar allt á afturendanum, þvl hann er nokkuö fyrirferöarmikill, lærin ganga iangt út I loftiö meö slnum óhagganlegu iærakúlum, og til aö kónóna allt situr framan á mér vambarkeppur, sem svo sannarlega tranar sér fram. Þannig er nú þaö, ekki veröur vlst á allt kosiö. En ég biö þig nú, Alvitur minn, aö reyna meö þinu ótakmarkaöa valdi aö koma þvl á framfæri, aö eitthvaö veröi birt fyrir þaö fólk, sem þarf aö losna viö nokkur aukaklló i staöinn fyrir allar óskiljanlegu mataruppskriftirnar I eld- húskróknum. Fyrirfram þökk. KIló '76. Svar: Við munum hafa tilmæli þín í huga viö efnisval I næstu blöö, en mundu, aö þaö er aöeins eitt ráö til aö leggja af, nefnilega — aö boröa minna og hreyfa sig meira. Alvitur Háttvirti Alvitur. Ég ætla aö spyrja þig fáeinna spurninga. 1. Hvernig er hægt aö ná bólum úr andliti og enni? 2. Hver er happalitur fisksins? 3. Hvaö á maöur aö gera, ef maöur er meö hárlos og fiösu? 4. Hvaö merkir nafniö Steinunn? 5. Ef ég er 142 sm á hæö, hvaö á ég þá aö vera þung>- Hvaö helduröu, aö ég sé gömul, og hvaö lestu úr skriftinni? Steinunn 1. Bezta ráöiö er aö hreinsa vel húöina meö mjög mildri sápu eða hreinsimjólk og bursta hana með vel hreinum nursta til aö örva blóörásina. Burstinn má ekki vera of harður. 2. Blár og purpuralitur. 3. Flösusjampó dugar oftast viö flösu, en vegna hárlossins skaltu fara til læknis, ef þaö veröur langvarandi. 4. Steinn og Unnur (alda). Hefur tiökazt hér frá landsnámsöld. 5. 40-42 kg. Þú ert um það bil tólf ára, ákveöin og jafnlynd, þægileg i umgengni og ástrik. Alvitur. Kæri Alvitur Ég ermeönokkrar spurningar handa þér. 1. Hver er happalitur þeirra er fæddir eru I meyjarmerkinu? 2. Hvernig fara stelpa og strákur sman sem bæöi eru i steingeitinni? 3. Eru dökkhæröar stúlkur eftirsóttari en Ijóshæröar stúlkur? 4. Finnst þér bændur ekki miklir lág- launamenn? 5. Hvaö merkir nafniö Ingibjörg. Þakka gott blaö. Ingibj örg Svar: 1. Brúnt, grátt og rústrautt. 2. Vel 3. Þaö er álitamál 4. Jú flestir 5. Björg merkir hjálp. Ingi- merking óviss. Mikið hefur safnazt fyrir af bréfum i dálk Alviturs og verður ekki unnt að svara þeim öllum, a.m.k. ekki á næstúnni. Valið verður úr bréfunum og reynt að svara þeim, sem eru skemmtileg og óvenjuleg, þá ekki sizt spurn- ingum, sem fróðleikur er fyrir lesendur að fá svarað. Alvitur. Meðal efnis í þessu blaði: Hann sýnir okkur mannlegri Strindberg bls. 4 Éiríkur Sigurðsson: Kristján frá Djúpalæk 7 Timinn fyrir 40árum................— 9 Lisa i Undralandi —barnasaga.......— 12 Skúlptúr i blómapottum — föndurhorn .. — 15 A leiðtil Mandana — úr nýjum bókum... — 16 Vikingarnir—myndasaga..............— 20 Dalapylsa — salat-sósur............—22 Heillastjarnan ....................— 30 Rauðu kettirnir—framhaldssaga.......— 32 Tværeinshanda mæðgunum — prjón ... — 36 ennfremur Alvitur, krossgáta, Börnin teikna, skrýtlur o.fl. Forsíðumyndin er af leikkonunum Helgu Bachmann og Eddu Þórarinsdóttur. Myndin er tekin á æfingu á Nótt ástmeyjanna. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.