Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 38
Á leið til AAandana áfram, framhjá húsi fransks kaupmanns og nokkrum eyðiþorpum Indiána, i leit að næsta stórstofni Indiána, sem þeir hugðust hitta, Arikörum. Hinn 8. október komu þeir til búða þessa fólks á stórri eyju úti i fljótinu þar sem það ræktaði tó- bak, mais og baunir. Lewis og Clark vissu ekki hvernig móttökurnar yrðu svo að Clark skipaði tvöfaldan vörð viö búðir sem þeir reistu á ströndinni, auk þess sem hann skildi eftir vopnaða menn i stóra bátnum meðan Lewis fór með túlkum inn I þorpið. Fundur var ákveðinn næsta dag, en af honum varö ekki sakir illviöris. Bátarnir hentustum á öldunum og raunar var ekki auðfært neinni fleytu á fljótinu nema „nautabátum” Indiánanna, kring- lóttum koppum úr einni visundshúð sem strengd var á trégrind. A þessum bátum skoppuðu indjánakonurnar á öldutoppun- um, jafnvel i miklu ölduróti. Leiðangurs- menn áttu eftir að sjá mun meira af þess- um bátum siðar i mánuðinum er þeir omu til þorpa mandan-manna. Franskir velunnarmenn höföu þetta Arlkara-þorp að viðskiptamið- stöö og allmagir þeirra voru nú þar stadd- r. Þetta greiddi úr öllum tungumála- var.dkvæöum. Nú urðu Ieiðangursmenn I^ iyrsta sinn þess varir aö þeir höfðu „leynivopn”, sem þeir áttu slðar oft eftir að beita f viðskiptum við Indlána. Það var negrinn York, þræll Clarks. Indiánum þótti afar mikið til Yorks koma. Þeir trúöu i fyrstu alls ekki ööru en hann væri málaður svartur. Þó tók út yfir þegar hann tók ofan og sýndi þeim hrokkið hár sitt, þá fengust þeir til aö trúa að hörunds- litur hans væri honum lika eölilegur. York þessi var sérstæöur persónuleiki og á allan hátt fuilgildur þátttakandi I leiðangrinum — nema hann fékk ekkert kaup — og setti nú á svið sjónarspil fyrir Aríkarana. Hann sagöi þeim, að hann væri kominn af villidýrum og hefði hús- bóndi hans tamið hann. Auk þess sannaði hann þeim meö rýti miklu og geiflum, hve sterkur hann var. Höfðingjum úr nálægum þorpum var boðið til umræðnanna sem stóðu með miklum vinskap I tvo daga. Gestirnir gáfu Indiánunum stálkvörn til að mala I korn og þágu i staðinn grænmeti að gjöf. Eitt var það sem greindi Arikara frá öðrum Indiánum sem þeir hittu, en það var að þeir neituðu aðþiggja viski. Kváðust þeir raunar undrandi á aö Hviti-Faöir væri að halda að þeim drykk sem breytti þeim I fáráölinga. Hér sáu Lewis og Clark aö þeir höföu góða Indlána, kurteisa og vinsamlega. Þegar þeir voru spurðir hvort þeir vildu senda sendimenn til Washington kváðust þeir glaðir vildu gera það, ef þeir bara þyrðu fyrir Súunum. Þetta ástand rákustkönnuöirnir oft á með Indiánum: Súar kúguðu Arikara, Stór- magar óðu yfir Mandana og svo fram- vegis. Annað var og sem jók á vinsældir Arlk- ara meöal leiðangursmanna, en þaö var greiðasemi kvenfólksins. Henni er bezt lýst i settlegri opinberri skýrslu um leiðangurinn sem gerð er eftir dagbókum þeirra Lewis og Clarks: Konur þessar eru fegurri en konur Sú- anna, en hvorar tveggja eru hneigðar til ástleitni og mönnum vorum veittist engan veginn erfitt aö verða sér úti um félaga yfir nóttina fyrir milligöngu túlka. Oftast voru fundir þessir i meinum og varð að sjálfsögðu aö halda þeim leyndum fyrir eiginmönnum og ættmennum. Meðal rikara (Arlkara) eru velsæmisreglur raunar með öllu þveröfugar þvi sem vér annars eigum að venjast: þeim þykir hin mesta svtvirða og vansæmd af eiginkona eða systir lætur ókunnum manni bllöu slna fala án samþykkis eiginmanns eða bróður. Þetta á einkum við af þvl aö I mörgum tilvikum vottar eiginmaður eða bróðir framandi aöila kurteisi eða þakk- læti með þvl að fá honum téða konu og telur sér sæmd aö þvl hann sinni henni. Súarnir buöust til aö ljá oss konur slnar en vér afþökkuðum meöan vér dvöldumst hjá þeim og þá fylgdu þeir oss eftir og buðu oss kvenfólk i tvo daga. Rlkarar voru oss jafn þjónustuliprir og vér stóðumst jafn einarðlega freistingar þeirra: en svo mjög fýsti þá aö gera oss til hagræðis að þeir sendu oss um borð í bát- inn um kvöldið tvær afar fagrar kven- persónur og lögðu hart að oss að þekkjast kurteisi þeirra. Sá svarti maður York varð þessarar greiðvikni mjög aðnjót- andi. Fjarri fór þvl aö litaraft hans kallaði fram nokkra fordóma með Indlánum, þvert á móti geröi þaö hann enn eftirsókn- arveröari i augum þeirra og þeim var mjög I mun að varðveita sln á meðal ein- hverja endurminning um heimsókn þessa undursamlega gests. Sem dæmi um að- hlynning þá sem hann naut má greina frá þviaðrikarieinn bauö honum ihús sittog fékk honum þar eiginkonu sina og dró sig siðan i hlé út fyrir dyrnar. Einn af félög- um Yorks, sem var að leita hans, kom að dyrunum en hinn riddaralegi eiginmaður vildi enga truflun llða fyrr en liðinn væri tilhlýðilegur timi. Innanlands Ég er tíu ára og mig langar aö skrifast á viö stelpu eða strák á aldrinum 9-11 ára. Æskilegt, að mynd fylgi fyrsta bréfi.ef mögulegter. Ahugamál mörg. Berglind S. Ingjaldsdóttir Stóra Kambi Breiðubík Snæf. Ég óska eftir aö skrifast á við stelpur á aldrinuni9-ll ára. Svara öllum bréf- um. Kristln Einarsdóttir Sætúni 1 Suðureyri Okkur langar að komast I bréfasam- band við stráka á aldrinum 13-15 ára. Erum sjálfar á 14. ári. Mörg áhuga- mái. Helena Kristjánsdóttir Hálsvegi 5 Þórshöfn Langanesi Þórunn Björg Árnórsdóttir Hálsvegi 1 Þórshöfn Langanesi Ég óska eftir aö skrifast á viö stelpur á aldrinum 9 til 11 ára. Svara öllum bréfum. Svanhildur Halldórsdóttir Sætúni 9 Suðureyri Mig langar að komast I bréfasamband viö steipur á aldrinum 7-9 ára. Er sjálf 8 ára. Eyrún Jónasdóttir Kálfholti Ásahreppi Rang. Égóska eftir pennavinum, strákum og stelpum á aldrinum 13-15 ára. Er að veröa 14 ára. Ahugamál mörg. Margrét Bragadóttir Hofi Álftafiröi S.-Múl.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.