Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 33
— Tja, ef til vill erum við komin á sporið. Verst er að ég hef ekki hugmynd um hver hann var eða hvað hann hét, eða hvers vegna hann var á flakki þarna í nágrenninu... — Myndirðu þekkja hann aftur, ef þú sæir hann? — Örugglega. En þótt mér þyki leitt að valda þér vonbrigðum, verð ég að minna þig á söguna um heystakkinn og nálina. Það er sennilega enn erfiðara að finna ákveðna manneskju meðal allra f járans ferðamannanna, sem koma til Marbakka. Verst er, að ég f lýg til Helsinki síðdegis á morgun, og get því ekki verið þér til hjálpar næstu vikuna. Ög mér fellur ekki að bregðast þér á þennan hátt. Ættirðu ekki að hafa samband við lögregluna? En Bodil hefur þegar að hálfu ómeðvitað tekið aðra ákvörðun. Og þegar Jónas fer til Finnlands og er því ekki til staðar til að hindra að hún fram- kvæmi hana, gerir hún það þegar næsta dag. Eftir svefnlausa nótt og snöggbúinn hádegisverð með Jónasi á veitingahúsi, fer hún heim í búðina, sem enn er — skelf ilega — auð og pantar þrjú sím- töl. Eitt til Uddeholm, en þar svarar henni stofu- stúlka og segir á mállýzku, að ferðaskrifstofustjór- inn sé í burtu og frú Karlsson haf i einnig farið frá. Þar er því ekki miklar fréttir að hafa í augnablik- inu. Næsta samtal verður óþægilegra, en kemur þó að litið meira gagni. Dansglaði herrann, sem Ingalill heiðraði með fylgd sinni í stúdentaveizlunum um vorið og sumarið, er mjög sár og leynir því ekki hvað honum finnst um stúlku, sem ekki hefur svo mikið sem sent honum frímerki, síðan um miðjan júli, og sem ekki hefur einu sinni svarað hátíðlega boði hans um að koma á dansleik næsta laugardag, sem haldinn er í tilefni 21 árs af mælis hans. — Það hvarflar að mér að vitna i Tegnér, segir hann dapurlega og óvænt, og við tilhugsunina með öll þau kaldhæðnu orð, sem sá háæruverðugi biskup sagði um ótryggð konunnar, álítur Bodil, að hún verði — kúrteislega —að játa að hann hafi rétt fyrir sér. Að lokum nær hún sambandi við beztu vinkonu Ingulill og í Ijós kemur, að hún er jafn óttaslegin og kvíðin og Bodil sjálf. — Veizt þú ekki heldur, hvar hún er? En það er þó furðulegt... Nei, hún hefur ekki skrifað mér í allt sumar, en ég veitti því litla athýgli — því ég var á ferðalagi í Suður-Frakklandi og það var vont að ná í mig. En við höfðum ákveðið að vera saman og inn- rita okkur í háskólann annan september, og ég hef hringt og hringt til hennar á hverjum einasta degi, og þegar ég fékk ekkert svar, var ég að verða viti minu f jær. Þú getur ekki gert þér í hugarlund hvað ég hef ímyndað mér... alls kyns ófarir — minnis- leysi, bifreiðarslys, sjúkrahúsveru og allt hugsan- legt... — Svo þú heldur ekki, að hún haf i getað horf ið af frjálsum vilja — aðeins í nokkrar vikur? — Af frjálsum vilja? Áttu við... með karlmanni? — Já, álíturðu það — óhugsandi? — Nei, Karin hugsar svo það brakar í símalínun- um. Ingalill er jú skelfilega fljótá sér. Og hún hefur i raun og veru aldrei áður verið virkilega ástfangin. En hvers vegna hef ði hún átt að hverf a með honum á svo dularf ullan hátt....ef ...já, ef hún hef ur ekki... fallið fyrir einhverjum giftum manni? Eftir að Bodil styrkist þannig æ meir i fyrirætlun sinni, sóar hún ekki lengur tímanum. Hún setur niður í ferðatösku og lætur snyrtidótið í handtösku, klæðir sig í þunnu ullardraktina sína og regnf rakka, skrifar á miða til frú Larsson, sækir amasóninn og lætur setja það mikið bensín á bílinn, að það nægir til langrar ferðar. Það er föstudagur átjándi september og him- yf ir Stokkhólmi er þakinn blásvörtum skýjum. Hún er svo djúpt niðursokkin í hugsanir sínar meðan hún ekur, að hún er í hættu í umferðinni það er ekki f yrr en hún hefur verið hættulega nálægt því að aka aftan á stóran vörubíl, sem hún hægir á sér, að hún vaknar og verður Ijóst, hvað eiginlega er um að vera, og hvar hún er stödd. Ekolsund á vinstri hönd. Föllleit sólin skín við og við, en megnar ekki meira en að gera skýin enn dökkblárri. Græn lauftrén meðfram Malaren eru i fallegum haustlitum, og minna hana á að hún hef ur misst af megninu af sumrinu í Svíþjóð. Ingalill kaus annað. Annað — og betra? — Nei, takk, hafði hún sagt, London er ekkert fyrir mig.. og ekki heldur Rhodos... eða Mallorka. Fyrst þú ertsvo elskuleg og segir, að ég megi velja. Ég vil miklu f rekar vera í Vermaf^yidi. Elsku Bodil — hugsaðu þér, ef það væri mögulegt! Ég hef eigin- lega aldrei fyrirgefið pabba, að hann skyldi fara frá Vermalandi. — En það var löngu áður en þú fæddist. — Einmittþess vegna! Hann rændi mig átthögun- um, já það er einmitt það, sem hann gerði, og það er náttúrulega þess vegna, sem ég geng um og ber ákaft ást í brjósti til þeirra... Það var af völdum þessarar ástar, að hún hafði mánuðum saman raulað eitt og sama lagið, þangað til jafnvel átthagavinurinn Jónas var búinn að fá ofnæmi fyrir því og bað hana í guðanna bænum að skipta um plötu. „Ó Vermaland, þú fagra þú dýrlega land..." Loks hafði Bodil talað við Ragnar og Ursulu Karl- man, sem strax höfðu boðið stúlkunni til Uddeholm og auk þess útvegað henni eftirsótt sumarleyfis- starf sem leiðsögumaður á Marbakka. Himinglöð fór Ursula af stað til síns fyrirheitna lands, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafði hún gert alvöru úr því, sem í kvæðinu sagði, að vera um kyrrt á Vermalandi. Hvíti amasónbíllinn leggur einn kílómetrann af öðrum að baki sér. I Vesturási kemst hún á hrað- braut, en það tekur óratima að komast í gegnum Arboga og örebro. Það dimmir sífellt, en himinn er orðinn heðskír og loftið er svalt og hressandi. Þegar Bodil er búin að aka næstum þrjú hundruð kílómetra, kemur hún sér til mikillar ánægju auga á skilti sem segir, að hún sé komin að bæjarmörkum Kristinehamn, en skiltið virðist aðeins vera þarna upp á grín, því hún sér enga byggð, aðeins greni- skóg og f urutré svo langt sem augað eygir. Skyndi- lega kemur hún auga á skilti mitt i skóginum sem sýnir, að reglur siðmenningarinnar eru einnig hafðar í heiðri hér, þvi þarna eru merkt bilastæði. 73

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.