Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 29
Á leið til Mandana fenglegir ásýndum. Höfuðiö var rakað nema rönd af hári eftir endilöngum hvirfli og þessi mön endaði i fléttu að aftan. 1 hárinu báru þeir fjaðrir og puntsvins- brodda. Æðsti höfðinginn hafði langan streng með gullarnarfjöörum hangandi I hári sinu. Þeir féllust á að reykja friöar- pipu en þegar Lewis ætlaði að hefja ræðu sina kom i ljós aö enginn manna hans hafði nægjanlegt vald á máli Súanna til að koma boöskap hans til skila. Hann varð þvi að stytta mál sitt en fékk höfðingjum hefðbundnar gjafir. Svo lét hann ferja þá og nokkra striösmenn þeirra út i stóra bátinn þar sem þeir fengu að fjá fallbyss- una og annan búnaö. Lewis lét gefa Svarta-Visundi viski neö- an I glasi sem höföingjanum féll hið bezta og bað um meira drafandi röddu. Er Lewis sýndi honum tóma flöskuna greip hann hana og saug af áfergju til að ná i sið- ustu dropana. Óeirinn, sem lika hafði fengið hressingu, þóttist orðinn kófdrukk- inn og neitaði að fara i land þegar leiðangursmenn bjuggust til að fylgja gestum sinum til strandar. Hann kvaðst ekki hafa fengið nægar gjafir og færi hvergi. Svo bætti hann viö að feröamönn- unum yrði ekki leyft aö fara lengra. Þetta var alvarleg hótun. Franski kaupmaöur- inn á Sedruseyju haföi sagt Lewis og Clark aö Óeirinn væri sá sem þvingaði ár- tolla af kaupmönnum. Clark kom höfðingjunum i annan eintrjáninginn og stefndi með þá til lands. óeirinn þráaöist enn við og mótmælti ákaft. Nú fór skapofsinn undir rauöu hári Clarks að segja tilsin. Hann segir svo frá I dagbók sinni: „Asakanir hans voru svo persónulegs eölis aö ég fann mig til neyddan að Bregða Sverði.” Jafnframt gaf hann merki til Lewis á stóra bátnum og hann lét beina fallbyssunni að ár- bakkanum og skipaði mönnum sinum að miða rifflum sinum á höfðingjana. Indlánarnir brugðust við þessu með þvi aö taka upp boga sina og reyna að ná taki á kaðlinum i eintrjáningnum. Þetta var taugastrið. Hóparnir tveir stóðu hvor andspænis öörum. Ef Lewis eða Clark hefðu glúpnaö andartak hefði öllu verið lokið. Þó svo að þeir hefðu ekki veriö strá- felldir á staönum heföu þeir neyðzt til aö gjalda Indiánunum tolla, sem án efa hefðu höggviö slikt skarð i vistir þeirra, að þeir hefðu tæpast komizt til Mandan- Indiánanna, hvað þá til Kyrrahafsstrand- ar. En þar sem Indiánarnir fengu engin fyrirmæli frá höföingjum sinum lögðu þeir ekki örvar á bogastrengina og höfðingjarnir gengu á land. Er Óeirinn gekk burt kallaöi hann, að þeir hefðu nóg af striösmönnum og mundu smám saman drepa alla leiöangursmenn. Clark kallaöi á móti með hjálp eins af mönnum sinum sem kunni svolitið i Súamáli, að hann gæti kallað á hinn Hvita-Föður sér til hjálpar og slikt væri vald hans að hann gæti látiö útrýma gervallri Tetonaþjóðinni I einu vetfangi. Þessu örlagarika andartaki fylgdi held- ur spaugilegt tilvik. Er Clark og menn hans reru út að stóra bátnum kom sendi- maður syndandifrá Svarta-Visundi. Hann baöst þess kurteislega, aö konur þeirra og börn fengju aö sjá furöur stóra bátsins daginn eftir. Loft var samt enn lævi blandiö og flestir leiðangursmenn vöktu þessa nótt af ótta við skyndiárás sem þó var ekki gerð. Daginn eftir hélt Lewis i land með vopn- uðu fylgdarliði. Þeir höfðu unniö fyrstu umferð og hugöust nú styrkja stöðu sina. Það var fullljóst að Súarnir voru orönir skelkaðir svo aö Lewis féllst á tilboð Svarta-VIsundar um nýja ráðstefnu. Cla rk kom i land og þeir fyrirliöarnir voru bornir með viðhöfn á stórum, útflúruðum visundsfeldi inn i griöarstórt tjald sem rúmaði sjötiu manns. Allir tóku sér sæti i hring. A miðju gólfi var breitt úr spænsk- um fána hjá stjörnu- og bekkjafánanum bandariska, sem Lewis og Clark höfðu gefið daginn áður. Hjá fánunum var friðarpipa úr rauðum leir skorðuð á kvisl- um á endum stuttra trjágreina og var svanadúnn breiddur á jörðina þar i kring. Aö lokinni langri ræðu eins öldungs Sú- anna, þar sem hann beiddist miskunnar af komumönnum, kveikti Svarti-VIsundur i pipunni meö viöhöfn og beindi pipu- kóngnum i höfuðáttirnar fjórar áður en hann reykti af pipunni, fékk hana svo Framhald á bls 37 Þegar á öidina leiö leitaöi alda innflytjenda ' inn I vestursvæöin bandarfsku. Flestir komu I von um skjótfenginn auö, aörir vildu aöeins iifa betra iifi en til þessa. Þeir sem mest höföu úthaldiö uröu eftir og lögöu grunn aö nýju þjóðfélagi.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.