Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 22
 el d i |WM \ íúskrókur" Dalapylsa fljótlegur matur Mörgum finnst erfitt að skapa tilbreytni i hversdagsmatnum. Matseðill flestra fjölskyldna er nokkurn veginn sá sami viku eftir viku, ár eftir ár, og það getur orðið svolitið þreytandi. Á undanförnum árum hafa komið á markað hér á landi margar tegundir af pylsum, sem eru nýstárlegar fyrir okkur. Ein þeirra er dalapylsan, sem fæst i mörgum matvöruverzl- unum, og fylgja hér uppskriftir af ýmsum réttum með henni i. Dalapylsa er handhægur hversdagsmatur, og ef aðaluppistaða máltiðarinnar að öðru leyti er grænmeti, verður hún ekki of feit, en okkur íslendingum veitir flestum ekki af að stilla feit- metisnotkun i hóf. t mesta lagi 35% af þeiinhitaeiningum, sem við leggjum okkur til munns eiga að vera feitmeti. Dalapylsa er góð steikt, og þá er sjálfsagt að setja enga feiti á pönnuna, en það kemur ekki að sök, ef hitinn er vægur. Pylsupottur torgsalans 400 gr dalapylsa 1 poki af gulrótum 1 lftið blómkálshöfuð 1 paprika e.t.v. 1 selleristilkur 1 laukur eða 1 púrra um 3 dl. grænmetissoð, t.d. af teningi 1 matskeið smjör Þvoið grænmetið og skerið I bita. Látið meyrna í smjörinu i 5 minútur, en brúniö ekki. Bætið súputeningi og vatni við og sjóðiö undir loki i um 15 min. Bætið pylsu- bitum I og látið sjóöa nokkrar minútur til viðbótar. Dalapylsa með broccolikáli 300-400 gr dalapylsa 2 pakkar broccoli (fæst djúpfryst) 4-6 sneiöar magur ostur vatn eða grænmetissoð Sjóðið broccoliið, eins og sagt er til um á pakkanum,eða i grænmetissoöi i um 8 minútur. Helliö burt nokkru af soðinu, leggið pylsusneiðar yfir káliö, siðan ostinn og látið hann bráðna viö vægan hita og hafið lok * nönnunni. 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.