Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 14
dyrnar, og Lisa gekk þess vegna aftur að gler- borðinu. Hún var hálft I hvoru að vona, að hún fyndi annan lykil eða ef til vill einhverja töfrastafi, sem gætu hjálpað henni. (Það hafði skeð svo margt undarlegt siðustu stundirnar að Lisa var farin að halda að i raun og veru væri ekkert ómögulegt). Að þessu sinni fann hún flösku á borðinu. (,,Hún var hér áreiðanlega ekki áðan”, sagði hún). Á flöskustútnum var miði og á honum stóð með skrautlegum stórum stöf- um: „DREKKTU MIG”. „Það er hægur vandinn að segja „drekktu mig”. „En Lisa var skynsöm telpa og ætlaði ekki að láta ginna sig út i neina vitleysu. „Ég ætla nú fyrst að athuga hvort ekki stendur „eitur” á flöskunni”, sagði hún. Hún hafði lesið margar sögur um börn, sem höfðu skaðbrennzt eða lent í villidýraklóm, eða þá annað ennþá verra, aðeins vegna þess, að þau vildu ekki muna aðvaranir foreldra sinna. Hún hafði t.d. heyrt að maður brenndi sig, ef haldið er of lengi á rauðglóandi eldskörungi, og að venju- lega blæði mikið, ef maður sker sig mjög djúpt á hnif. Og sizt af öllu hafði hún gleymt þvi að það gæti valdið óþægindum, að drekka úr flösku, sem merkt er „eitur”. En það stóð nú ekki „eitur” á flöskunni og Lisa litia áræddi þess vegna að súpa á. Bragðið var alveg fyrirtak, einskonar sambland af kirsuberjum, ananas, snjóbúðing, steiktum kalkúnshana, rjóma-súkkulaði og laufabrauði. Lisa var ekki lengi að tæma flöskuna. „En hvað mér líður skritilega: ég er vist öll að minnka”, sagði Lisa. Og það var satt. Hún var nú aðeins tiu þumlunga stór og hún ljóm- aði af gleði, þegar hún hugsaði til þess, að nú gæti hún komizt i gegnum dyrnar út i yndislega garðinn. Hún beið samt kyrr i nokkrar minút- 14 ur, til þess að vita, hvort hún minnkaði ennþá meira. Tilhugsunin gerði henni dálitið órótt innanbrjósts, „þvi að þessu gæti vel lokið panmg, aö ég brynni alveg út eins og t.d. kerti”, hugsaði hún. „Hvernig skyldi ég verða þá?” Hún reyndi að gera sér i hugarlund, hvernig kertaljósið litur út, eftir að slokknað hefir á kertinu, þvi að hún mundi ekki eftir, að hún hefði nokkurn tima séð slikt. Engin frekari breyting varð á Lísu, og hún ákvað að fara strax út i garðinn. En þegar hún var komin að dyrunum, mundi hún eftir þvi, að hún hafði gleymt litla gull-lyklinum. Hún gekk að borðinu til þess að sækja lykilinn en gat ekki með nokkru móti náð honum. Hún sá hann nú greinilega i gegn um glerið og reyndi eins og hún gat að klifra upp einn borðfótinn, en borð- fóturinn var f jarska háll, og þegar Lisa var bú- in að reyna lengi árangurslaust, þá settist hún niður veslingurinn og fór að gráta. „Hættu þessu voli, stelpa”, sagði hún við sjálfa sig, byrstum rómi. „Komdu þér strax á stað!” Hún gaf sér oft sjálfri heilræðin (þótt hún raunar héldi þau sjaldan) og stundum skammaði hún sjálfa sig svo rækilega að augun fylltust tárum. Einu sinni reyndi hún að gefa sér utanundir, vegna þess, að hún hafði gabbað sig i kroketleik sem hún var i við sjálfa sig. Sannleikurinn var sá, að hú hafði ákaflega gaman af að þykjast vera tvær manneskjur. „En það þýðir nú annars litið núna, að látast vera tvær manneskjur, þar sem ég er tæplega ein sómasamleg manneskja lengur”, hugsaði aumingja Lisa. Brátt kom hún auga á litla gleröskju sem lá undir borðinu. Hún opnaði öskjuna og sá, að i henni var ofurlitil kaka. Á kökunni stóð letrað „BORÐAÐU MIG”, og stafirnir voru úr rúsin- um. „Það er víst bezt að borða hana”, sagði Lisa. „Ef ég stækka við það þá get ég náð lyklinum og ef ég minnka, þá get ég smogið undir hurðina. Mér stendur á sama hvort heldur verður þvi að út í garðinn verð ég að komast.” Hún borðaði dálitinn bita og sagði áhyggju- full: „Hvort stækka ég nú eða minnka?” Hún studdi hendinni á höfuðið til þess að finna i hvora áttina það færi. En henni tii mikillar undrunar hélzt hún óbreytt. Reyndar er þetta nú það sem venjulegast er, þegar kaka er borðuð en Lisu fannst þetta leiðinlegt og ómerkilegt, þvi að hún var orðin svo vön óvenjulegum og óvæntum atburðum. Hún hélt þess vegna áfram með kökuna og hafði von bráðar borðað hana upp til agna.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.