Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 32
Framhaldssagan: Maria Lang straumlnn þegar hann er mestur. Ég vissi að vísu að höfundur Níls Holgeirssonar og Gösta Berlings saga var frægur, en ég hafði ekki hugmynd um hve geysifræg hún er, þóttég sé sjálf ur Vermlendingur. Og samt eru tuttugu og fimm ár síðan „frænkan" dó. — Kaffið er til. Og þú verður að afsaka að mér falla ekki orð þín — en ég verð að segja það að ég myndi ekki kalla Selmu Lagerlöf frænku. í mírium huga er f rænka tákn einhvers kjánalegs, venjulegs, borgaralegs og venjubundins, en hún var áreiðan- lega ekkert af þessu... — Nei, venjulegar frænkur fá víst ekki yfir tvö þúsund ferðamenn traðkandi inn á heimili sitt á einum sunnudegi. Lengst burtu í afkima Svíþjóðar! Þetta var nánast óhugnanlegt. Fólk streymdi út úr bílum og stórum, troðfullum áætlunarvögnum, fólk frá Malmö og Hagersten og Osló og Berlín og Ar- vika. Ein f jölskyidan var komin alla leið frá Tokíó bara til að sjá Marbacka. Maðurinn var reyndar út- gefandi, sem hafði hagnazt á bókum hennar, en samt. Úti á hlaði voru langar biðraðir, og fólki var hleypt inn smátt og smátt — fimm hópum í einu, f jörutíu í hverjum. og þegar Ingalill f lutti fyrirlest- ur um málverkin í stóra salnum, messaði annar um handmálaða postulínið í borðstof unni. Það var heitt úti og hræðileg lykt í húsinu, leiðsögumennirnir þuldu í sífellu frá kl. tíu á morgnana þangað til seintá kvöldin, og Jónas, hann bölvaði, tók myndir, svitnaði og átti viðtöl við fólk.... — Veslings Jónas! Veslings Ingalill! — Takk, fyrir að þú hafðir mig með! En þú skalt ekki eyða meiri samúð á Ingu litlu, því hún var spræk eins og fiskur — og eins friskleg og ef hún færi í bað með ilmsápu fyrir hverjjí atrennu. Stund- um þegar Ijósmyndarinn hvíldi sig og reykti úti í góða veðrinu, var hún honum til félagsskapar, ef hún átti hvíldarstund, og ég get fullvissað þig um, að hún leið sannarlega ekki skort.... — Minnistu þess að hún segði nokkuð, sem gæti útskýrt hvers vegna... hvers vegna hún er horfin á þennan óskiljanlega hátt? Var hún ástfangin? Jónas umlar: — Ég hélt nú að það væri ólæknandi sjúkdómur hjá hennar likum. — Já, en það hefur verið barnasjúkdómur til þessa, sem aldrei hefur valdið hitasótt. Það hefur mest verið leikur og grín. Mér datt i hug, að hún hefði e.t.v. hitt einhvern annan en þessa venjulegu órómantísku náunga... Jónas klórar sér í stuttklipptu hárinu og segir hugsandi: — Einhvers staðar i bakgrunni var ungur maður... Ijóshærður náungi sem var á kreiki í kringum hana báða dagana. Nei, hún sagði ekki orð og hann heldur ekki — „en augun töluðu sínu máli". A.m.k. hans. — En, Jónas þarna er þó spor! Ljós húð hennar roðnar af ákafa, og hann vill ekki vera neikvæður.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.