Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 7
Eiríkur Sigurðsson: Kristján frá Djúpalæk Islenzka þjóöin hefur veriö ljóöelsk. Um aldamótin voru lærö og sungin kvæöi góö- skáldanna okkar. Og margir höföu af þeim bæöi menntun og ánægju. Enn eru lesin og sungin kvæöi hér á landi. Aö visu skipa þau minna rúm en áö- ur i huga almennings, enda fleira til dægrastyttingar. Eitt af þeim skáldum, sem yrkja nú samtimamönnum sinum til ánægju er Kristján frá Djúpalæk. Hann hefur sent frá sér 11 ljóöabækur, auk óbundins máls. Siöasta ljóöabók hans ,,Sólin og ég” kom út á fyrra ári. Kristján frá Djúpalæk átti sextugsaf- mæli i sumar. Þaö leiöir hugann aö liönu dagsverki hans. Þegar Kristján varö fimmtugur sendi hann frá sér safn úr ljóöum sinum og kall- aöi bókina „1 vingaröinum”. 1 formála bókarinnar farast honum svo orö: „Þegar ég nú komst aö þvi, aö áriö 1966 yrði ég án undanbragða, fimmtugur, þá þótti mér hlýöa aö athuga hversu mér hefði tekist yrkingin i vingaröi Drottins.” 1 bók þessari má fá gott yfirlit yfir kvæöi höfundarins. Er þar aö vonum margt ágætra kvæöa. 1 þessu greinarkorni veröur lauslega minnzt þessa skálds og hvaö hann hefur gefið þjóö sinni. Kristján er fæddur á Djúpalæk á Langanesströndum 16. júli 1916. Foreldr- ar hans voru Einar Eiriksson og Gunn- þórunn Jónasdóttir. Hann ólst upp i stór- um systkinahópi við venjulega sveita- vinnu og fremur kröpp kjör. En snemma geröi hann sér ljóst, aö þaö var aöeins eitt, sem hann þráöi: Aö veröa skáld. Leikvangur hans i bernsku var fjaran, þar sem öldurnar báru mörg barnagull á land. 1 kvæöinu Fjaran segir hann: „Blandaöist löngum bernskunnar glaöi rómur, flæöarmáls þins og fuglanna strengjasveit. En gieöin er burtu, gamli bærinn minn tómur. Hvort gengur þar nokkur rekann I sprekaleit?” Hver veit nema söngur úthafsöldunnar á Djúpalæk eigi alltaf einhvern streng i hörpu skáldsins? Siöan hefur ljóöiö veriö skáldinu tryggur förunautur. An ljóösins mundi Kristjáni þykja lifiö dapurlegt. Menntunar leitaöi Kristján sér i Eiöa- skóla of fann þar lifsförunaut sinn. Þar var þá skólastjóri séra Jakob Kristinsson. Batt Kristján viö hann innilega vináttu og hygg ég aö þetta göfugmenni hafi sáð mörgum góöum fræjum i sál hins unga sveins. Þá var hann einn vetur I Menntaskólan- um á Akureyri, en ekki voru efni fyrir hendi til meiri skólagöngu. Hann fékk aö reyna fátækt kreppuáranna. En hann er sjálfmenntaður i beztu merkingu þess orös. Hann kvæntist ungur Unni Friö- bjarnardóttur frá Staöartungu i Hörgár- dalogeiga þau einn son Kristján aö nafni. Kristján var bóndi i Staðartungu 1938-1943 og verkamaöur á Akureyri 1943-1949. Þá voru þau hjón búsett i Hveragerði 1950- 1961. A þeim árum stundaöi hann kennslu i Þorlákshöfn. Arið 1962 fluttust þau hjón aftur til Akureyrar og gerðist Kristján þá ritstjóri „Verkamannsins” um árabil. Siöan hefur hann stundaö hér ritstörf ýmiskonar. Fyrsta ljóöabók Kristjáns kom út áriö 1943 og hét „Frá nyrztu ströndum”. Fyrsta kvæöiö i bókinni bar sama nafn. Þar i er þetta: „Tvær ósáttar nornir örlög mér hafa spunnið og eöli mitt slungið fjarskyldum þáttum 1 tveim. Frá nyrztu ströndum landsins er Ilf mitt runnib og ljóö minnar bernsku flest eru helguö þeim.” Eftir basl og erfiöleika kreppuáranna varð Kristján róttækur i skoöunum og þótti margir gallar vera á núverandi þjóöfélagi. Þá orti hann mikiö um þjóðfé- lagsmál og eitt sinn ágætt kvæöi er hann nefndi „Söngur verkamanna”. Hann lauk þvi kvæði meö þessari vlsu: „Viö erum starfsins stolta liö og stétt vor efld i raun. Viö krefjumst vinnu, krefjumst brauös, viö krefjumst réttra skipta auös, aö hijóti hver sin iaun. Aö vinna aöeins sjálfum sér er sök viö lifsins boöorö hvert. Hitt veröur mest um vert: aö saman jafnt i sókn og vörn og sigri stöndum vér.” Kristján frá Djúpalæk 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.