Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 6
Erlingur Glslason leikur Strindberg f uppfærslu ÞjóOleikhússins á leikriti Per Olov Enquists. Bessi Bjarnason leikur minni háttar hlutverk, Edda Þórarinsdóttir Marie og Helga Bachmann eiginkonu Strindbergs, Siri von Essen. Myndin er tekin á æfingu. — Tímamyndir G.E. leyti, og samsvarar aö nokkru leyti kyn- hatri Strindbergs. Sá viöbrögö banda- riskra karla. Dálitiö faiska aödáun, sem i raun var blönduö ótta. Hræösluna, þegar gömlu vanabundnu hlutverkin eiga ekki lengur viö, en menn hafa samt ekki fengiö ný hlutverk til aö læra. — En ég? Hvaö veröur um mig? Verö ég gagnslaus? Vill mig enginn? Enquist heldur þvi fram, aö allir karlar beri i brjósti slikan ótta. Hann sjálfur lika? — Já, sannarlega. Enquist ræöur yfir tilfinninganæmi og gáfum. Hann er opinn og bliöur, stundum viröist hann feiminn. Um leiö hefur hann þó glöggt auga fyrir vandamálum og get- ur skilgreint þau i skyndi. 1 ýmsum nefnd- um, svo sem útvarpsráöi, fæst hann viö aö leysa vandamál. Hann er frábær blaöamaöur og skrifar á menningarsiöu Expressen. Hann vill helzt skrifa allar greinar sjálfur — lfka þegar haft er viötal viö hann. Hann hefur veriö sagöur barnslegur og rómantískur. Sumum finnst hann kaldhæöinn. Aö- finnslur ber sjaldan saman. Hann á tvö heimili, bæöi I Uppsölum. Annaö er timburhús meö útsýni yfir Malaren og hitt háskólabókasafniö, en þar er hann 1 marga klukkutima á dag. Þar las hann bréf Strindbergs, en á þeim 6 byggist leikritiö Nótt ástmeyjanna. Hann leit dagsins ljós i Hjoggböle, en kom til Uppsala til aö lesa efnafræöi, geröist áskrifandi aö iþróttablaöinu og fannst framtiöin blasa viö sér. 1 næsta herbergi bjó náungi, sem hét Lars Gustavsson og orti ljóö á ritvél og var á- skrifandi aö bókmenntatimaritinu BLM. Viku siöar var Enquist búinn aö fá sér rit- vél og farinn aö hamra á prent ljóö, sem sum hver voru svo furöuleg, aö hann skildi þau ekki sjálfur. Heldur skánaöi þaö, þegar hann sneri sér aö þvl aö skrifa óbundiö mál, þótt hægt færi. Fyrsta bók hans, Kristalls- augaö, vakti litla athygli, en Enquist er þrjózkari en djöfullinn” sjálfur og hélt áfram. „Magnetisörens femte vinter”olli þáttaskilum 1964, en sú bók hefur veriö þýdd á fjölda tungumála. Hann fékk m.a. bókmenntaverölaun Noröurlandaráös fyrir „Legionarerna”. Sekúndan fjallar um iþróttir, sem Per Olof ber mikiö skynbragö á, og hana á- litur hann sina beztu bók. Siöan sló hann þvi á frest aö gefa út næstu bók og sneri sér aö ööru. Auk þess aö semja Nótt ástmeyjanna hefur hann gefiö út smásagnasafniö „Berattelser frSn de inst'állda upprorens tid”, sem fjallar um fólk og brostnar hug- sjónir. Bækur Enquists hafa fariö batnandi. Honum finnst gaman aö skrifa og vill helzt leita einveru til aö fá næöi til skrifta. Siöast var hann meö skáldsögu I smföum. Kona hans og börn vita aöeins á hvaöa öld bókin gerist meöan hann er aö skrifa hana. Þau stelast aldrei i handritið, sem er öruggt þótt bak viö ólæstar dyr sé. — Þaö er kannski asnaleg hugmynd aö vera meö þessa launung, segir Enquist, bókin veröur ekki gefin út á laun. En ég er nú einu sinni svona. Valkyrjurnar taka Strindberg til bæna.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.