Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 19
Á leið til Mandana grjóti. Við lá að þeir misstu bátinn alveg, en 2 menn syntu með taug út i hann og hann náðist. En þarna glötuðust tveir dagar i viðgerðir. Og viku siðar brotn- aði siglutréð á stóra bátnum aftur. En fleira varð til tiðinda en átök þeirra við ána. Um þessar mundir reyndi mjög á agann i hópnum. Floyd liðþjálfi, sem stjórnaði varðsveit bar á einn af vörðun- um, John Collins, að vera drukkinn á verði og hafa hleypt Hugh Hall I viskibirgðir leiðangursins svo hann varð einnig drukkinn. Collins var sekur fund- inn og dæmdur til að þola hundrað svipu- högg en Hall, sem gekkst við sök sinni slapp með fimmtiu. Ef fararstjórarnir hefðu ekki beitt ströngum viðurlögum á þessu stigi er óvist þeir hefðu nokkru sinni getað treyst þessum harðjaxlaflokki til algerðrar hlýðni siðar, þegar meira lá við. Það er athyglisvert, að þegar búið var að tyfta hópinn til að raunveruleg könnunarstörf hófust þá voru „réttar- höld” af þessu tagi liðin saga. NU voru þeir komnir þar hjá sem Kansasfljót rennur saman viö Missouri, en þar er nú Kansasborg. Þeir stefndu nú upp i átt að Platte-fljóti með Kansasgresj- umar miklu á vinstri hönd. A þessum slóðum (rétt þar hjá sem nú heitir Aitchison) héldu þeir þjóðhátiðardaginn, 4. juii, hátiðlegan i fyrsta sinn i feröinni. (Ari siöar áttu þeir eftir að minnast sama dags með þvi að ljúka við siðasta viskitár- ið i ferðinni, og að ári liðnu eftir það voru þeir skiptir i tvo hópa og umkringdir ófriðvænlegum Indiánum, og höfðu hvorki tima né tilefni til hátiðahalda.) Þeir voru bjartsýnir i upphafi farar og hleyptu af fagnaðarskotum bæði um morguninn og um kvöldið. Hver maður fékk auka- skammt af viskii og þeir dönsuðu við fiðluleik fransks bátsmanns i umhverfi, sem Floyd liðþjálfi skrifar, að sé „ein hin Fegursta Gresja sem jeg hef nokkursstaðar séð Opnast og var fagur- lega sett Hæðum og dölum sem blöstu við okkur.” A þessum- átiðardegi var það eitt til að slfyggja á ánægjuna, að eiturslanga beit Joseph Fields, en þeir „læknarnir” Lewis og Clark réöu bót á þvi með bakstri úr trjáberki og saltpétri sem trúlega hefur dregið eitrið út — i það minnsta virðist honum hafa batnað fljótlega. Þetta var þó ekki eina áfalliö sem þeir urðu fyrir um þessar mundir. Annar maður var illa haldinn af sólstungu. Hann var læknaöur nieð allsherjarlyfinu, skammti af salt- Pétri, auk blóðtöku, sem Lewis sá um. Nokkrum dögum siðar stöðvaðist leiðang- urinn þó aftur þvi að fimm menn liðu af þungum höfuðverk. Hinn 14. júli munaði minnstu að ferða- lagið hlyti bráöan endL Þeir réru bátun- um upp lygna ána, þegar fyrirvaralaust skall á ofsastormur með eldingum og þrumum og setti skip þeirra i háska. Stóri báturinn hafði brotnað i spón við klappir ef flestir skipverjar hefðu ekki stokkið fyrir borð og haldið bátnum frá. En öld- umar gengu yfir borðstokkinn áveðurs, og leit út fyrir að ágjöfin mundi að lokum sökkva bátnum, er óveðrinu létti að ein- um fjörutiu minútum liðnum jafn snögg- lega og það haföi skollið á og fljótið varð spegilslétt. Eintrjáningarnir tveir voru hálfri milu ofar á fljótinu þar sem aðstæð- ur voru betri aö mæta áföllum, og þá sak- aði ekki þótt þeir hristust að visu illa til. Þá um kvöldið sáu ferðalangarnir fyrsta elginn i ferðinni, en af þeim dýrum — sem eru hin stærstu af ætt hjarta — átti leiðangurinn siðar eftir að fá verulegan hluta kjötforða sins. Framhald á bls. 26 Sem betur fór kom aldrei til þess að nein hætta væri á að Lewis og Clark eða nokkrir manna þeirra misstu höfuöleður sin til indjána en þeir sáu viða vott uni þess háttar minjagripasöfnun indjánakappa þar sem indjána konur báru um mittiö höfuðleður þeirra sem menn þeirra höfðu fcllt i bardaga. Ofan til á myndinni má sjá ýmsar aðferðir indjána við að skarta með höfuöleðrum faliinna óvina. Neðst sést aðgerðin sjálf. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.