Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 28
Þeir fóru vestur hópur Tankton-Súa i biiöum. Hinn 27. ágúst var Pryor liöþjálfi svo sendur viB þriöja mann aö bjóBa Indiánunum til fundar. Janktonar voru mun friösamari þjóö en frændur þeirraTetonarnir og tóku liöþjálfanum meö kostum og kynjum og buöust til aö bera hann til þorps sfns á visundsfeldi — en slikt var mesta sæmd sem þeir veittu nokkrum gesti. Hann af- þakkaöi sómann á þeirri forsendu aö hann væri ekki nema undirforingi aö tign. Hann þekktist hins vegar aö gjöf heilan hund steiktan yfir eldi. Hann kann aB hafa setzt aB þeirri máltiö meB nokkrum efasemd- um, en þær hurfu honum brátt, og hann lét þess getiö aö kjötiö heföi veriö ágæta vel matreitt. AkveBiB var aö efna til mikils viöræöufundar tveimur dögum siöar. Svo hélt Pryor til sinna manna og fylgdu hon- um fimm höföingjar og sjötiu hermenn. Þetta var fyrsta stóra Indiánaþorpiö, sem leiöangursmenn höföu fyrir hitt, gert af keilulaga tjöldum úr stöngum, sem á boru breidd visundaskinn máluö hvít og rauð. 1 hverju tjaldi bjuggu tíu til fimm- tán manns. Eldur logaöi i miöju tjaldi og leitaöi reykurinn upp um gat á þakinu. bessi eldur var einungis til hitunar, þvi matur var eldaður I skýli hjá ibúöartjald- inu. Lewis og Clark leizt vel á þessa menn, þeir höföu yfir sér „ákveöinn svip virðuleika og festu”. Klæddir voru þeir i kufl og legghlifar úr visundshúö utan yfir lendaklæöi og mjög glysgjarnir. Sumir gengu meö hálsbönd meö þriggja þum- lunga löngum bjarnarklóm, og allir voru þeir faröaöir og meö puntsvinsbrodda og fjaörir i hári. Flestir voru vopnaðir boga og örvum, en fáeinir áttu fornar fugla- byssur. Gestirnir veittu athygli ungum mönnum, sem blönduöust ekki fjöldanum. Þetta voru „hundakapparnir”, sérstakar hersveitir sem bandaríska riddaraliöiö átti eftir aö kynnast óþyrmilega I Indi- ánastriöunum sextiu árum siöar. Þeir voru eiöi bundnir aö hopaaldrei. Lewis og Clark greina frá þvi fullir aödáunar hversu tuttugu og tveir þessara manna hafi nýlega tekið þátt i orrustu gegn Kráku-Indiánum og hafi átján falliö, en hina fjóra hafi vinir og samherjar þurft aö draga af vigvellinum. En landkönnuöirnir láta þess lfka getiö, aö þrákelkni þeirra og einstrengingsháttur leiöi þá stundum i gönur. Þeim var sagt frá flokki þessara garpa, er fariö heföu yfir isi lagt vatn er isinn brast og einn féll i vök. Hinir héldu áfram og drukknuöu fremur en brjóta odd af oflæti sinu og snúa viö eöa sveigja kringum ótrygga svæöiö. Lewis og Clark völdu til ráöstefnunnar opið rjóöur undir stóru tré og drógu upp fánann er æösti höföingi janktona, Skjálfhentur, gekk til mótsins meö undir- höföingjum sinum sem hétu Hvita-Trana, Poní-sleginn og Hálfur-Maöur. (Gera má ráö fyrir aö hinn siðastnefndi hafi ekki hlotið nafn sitt vegna skorts á hreysti eöa karlmannsnáttúru heldur hafi hann sjálf- ur tekiö sér þetta nafn af hógværö, hann hafi meö öörum oröum ekki gert kröfu til að vera talinn mikill kappi.) Fyrsti fundurinn fór vel fram. Aö lok- inni heföbundinni inngangsathöfn þar sem friöarpipa var reykt hélt Lewis sfna venjulegu ræöu um aö Bandarikin tækju nú aö sér aö vernda Indiána og lét svo af hendi gjafir sinar — stóra oröu, sprotum settan jakka iiöþjálfa i stórskotaliöinu og þristrendan baröahatt meö rauöri fjööur handa yfirhöfðingjanum og minni oröur handa hinum óæöri. Höfðingjarnir héldu fund innbyrðis og tilkynntu siöan aö þeir mundu svara daginn eftir. Þaö sem eftir var dagsins fór þvi i gleöskap. Indiánarn- ir sýndu bogfimi sina. Lewis lætur þess getiö, aö hann hafi séö aöra Indiána hæfa mun betur af boga og lét sér fátt um finn- ast, en veitti þó sigurvegaranum verö- laun. Svo hófst dansinn, margra stunda fábreytilegur dans viö undirleik frá trumbum og hringlum úr visundahúöum meö skröltandi steinum inni i. Næsta dag hófst mótiö aftur meö viö- höfn á friöarpipureykingum. Svo reis Skjálfhentur höföingi upp og tók til máls. Franskur maöur, sem meö Súunum bjó, túlkaöi ræöu hans. Höföinginn kvaö Eng- lendinga og Spánverja hafa gefiö sér orö- ur, ,,en ekkert til aö festa þær i, þar sem þér hafiö gefiö mér bæöi oröur og fatnaö. En vér erum samt fátækir og sú er ósk min, bræöur, aö þér gefiö oss einnig eitt- hvaö handa konum vorum”. AB loknum ræðum annarra höföingja tók einn af köppum þeirra til máls og sagöi, aö þaö sem þeir raunverulega vildu væri „mjólk hins Mikla-Föður” (viski) en kjarninn i ræöum þeirra flestra var aö þeir væru fá- tækir og þyrftu kaupmenn, sem færöu þeim varning og byssur. Ef þaö fengist væru þeir fúsir aö friömælast viö grann- þjóðirnar og senda sendimenn til Washington til marks um góöan ásetning. Lewis og Clark iétu af hendi frekari gjafir til aö staöfesta samning þess efnis aö sendimenn Súa sæktu heim Washington aö ári. Þetta var enginn stórsigur, en þeir þurftu tæpast aö búast viö meiru. 1 þaö minnsta skildu þeirsvo viöjanktona, aö báöir aöilar voru sáttir. Daginn eftir héldu þeir áfram ferðinni og sóttist greiö- lega upp ána i viku eöa svo. Þarna var mjög mikiö um vlsunda — þeir gátu sér til að I einni hjöröinni væru fimm hundruö skepnur. Unglingurinn George Shannon sannaöi þeim nú I fyrsta sinn hve léttilega hann gat villzt. Hestarnir tveir, sem veiöimennirnir notuöu, reikuöu frá hópn- um um nótt og hann var sendur eftir þeim. Hann fann hrossin, en geröi ráö fyr- ir aö leiöangrinum heföi sótzt betur förin upp fljótiö en raun var á og lenti þvl á undan hópnum. Hann fór á undan þeim I meir en viku áöur en hann áttaöi sig á villu sinni og sneri viö. A sextánda degi frá þvi hann varö viöskila viö félaga sfna fann hann þá aftur. Hann haföi oröiö aö skilja eftir annan hestinn, sem oröinn var örmagna, og sjálfur var hann nær dauöa en lifi af hungri. A fjóröa degi var hann oröinn kúlnalaus en tókst þó aö skjóta kaninu með höröu spreki i byssukúlu staö. Annars nærðist hann á berjum. Hann var svo örvæntandi oröinn, aö hann var i þann veg aö drepa hinn hestinn sér til matar þegar hann kom auga á hópinn á leiö upp ána til hans. Nú bar ekkert til tiöinda i nokkrar vik- ur. Þeir sigldu krókinn mikla á Missouri, þar sem fljótiö rennur svo til i hring, framhjá Sedruseyju þar sem franskur kaupmaöur haföi bækistöö. Hinn 24. september fengu þeir fyrsta ávæning þess aö þeir væru komnir i land Teton-Súa. Coulter var á veiöum uppi á bakkanum. Meöan hann læddist aö veiðidýri var stol- iö hesti hans, hinum eina sem leiðangur- inn áttieftir. Aöalhópurinn hitti fimm Súa viö ána. Lewis lét manna fallbyssuna og baö menn sina vopnast og setti út akkeri nokkuö frá landi. Túlkurinn hrópaöi til Indlánanna aö þeir færu meö friöi, en væru óhræddir viö Tetona og vildu fá hross sitt aftur. Þeir ætluöu aö færa höföingja Tetona hestinn aö gjöf, en mundu ekki tala viö hann fyrr en skilað heföi veriö þýfinu. Súarnir fimm kváöust ekkertvita um hestinn, en sögöust mundu koma honum til skila ef þeir fyndu hann. Lewis og Clark voru ekki meö öllu sáttir viö þetta og sendu einn Indiánann aö segja höföingja sinum aö þeir vildu ræöa viö hann. Hinum Indiánunum var leyft aö sofa á bakkanum og gætti þeirra þriöjungur leiöangursmanna, sem jafn- framthaföi vakandi auga meö litlu bátun- um tveimur sem voru þar á bakkanum. Hinir sváfu i stóra bátnum meö byssur sinar sér viö hliö. Með morgninum fór allur hópurinn I land og var skipaö liöi aö hermannasiö, allir vopnaöir byssum. Faninn var dreg- inn að húni er æösti höföinginn, Svarti- Vlsundur, kom aö og meö honum Óeirinn, sem stóð honum næstur aö tign, og einir fimmtiu striösmenn. Ekki höföu þeir stolna hestinn meöferöis. Þeir voru stór-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.