Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 34
Bodil brosir ósjálf rátt með sjálf ri sér ... í myrkrinu og einsemdinni. Hún er komin til Vermalands. Um nóttina sefur hún djúpum svefni í rúmi í hótelherbergi í Kristinehamn, enda dauðþreytt og þegar hún ekur áfram á laugardagsmorgun, er hún hætt að brjóta heilann um hvort þessi ferð sé í raun og veru til einhvers gagns. Hún hefur farið eftir hugboði líkt og Ingalill er vön að gera, og hún hef ur auðvitað f ullan rétt til að fara sínu fram. Og út af fyrir sig kemur út á eitt, hvort hún traðkar um göturnar í Cambridge eða þýtur áfram eftir E-18 undir septemberbláum himni Vermalands. 1 Karlstad skín sólin hún er kannski í föstu starf i hjá landsfeðrunum og auglýsendum bæjarins, en fær hana þó ekki til að staldra við. Leiðin til norð- vesturs meðfram spegilsléttri tilkomumikilli Karl- elfi er mjög falleg. Bodil ekur fram hjá görðum með hvers kyns blómskrúði fram hjá gulum rauðum grænum og gulbrúnum birkitrjám, reisu- legum herragarði og því næst verður útsýnið skyndilega víðara og tilkomumeira, f suðurenda litils dalverpis þar sem Frykenvötnin eru. Bodil uppgötvar sér til undrunar, að hún man vel eftir lýsingu á Frykenvötnunum og að hún kann vissa kafla næstum utan bókar. En hugsar hún hér er ekki um að ræða hverja aðra staðarlýsingu heldur óvenjulegustu umdeildustu og kröftugustu skáldsögu í sænskum bókmenntum. — Nú verð ég að lýsa langa vatninu, frjósamri sléttunni og bláum fjöllunum, þar sem þetta var sviðið þar sem Gösta Berling og kavallerarnir á Eikarbæ lif ðu sinni glöðu tilveru. Vatnið nær langt i norður inn í dýrlegt umhverfi. Fólksvagn með skrásetningarnúmerinu S er á eftir henni, og þeir sem í honum eru virðast ekki vera heillaðir af þessu sögufræga umhverfi og flauta ákaft. Þjóta síðan áfram í rykskýi. En hún ekur hægt áfram að austanverðu við vatnið með hliðargluggann niðri og brúnt hárið flaksandi við eyrun. Hrífandi falleg gata liggur þvert í gegnum Bergslagsskóginn og við og við ekur hún út úr rökkri grenitrjánna og ekur alveg niðri við vatns- borðið. Kirkjan í Amtervik trónir upp á hæð yfir byggðinni á sléttunni langtfyrir neðan f rjósömu héraði með mörgum sveitabæjum, víðáttumiklum engjum og ökrum. AAikil vegarskilti gefa til kynna hverja beygjuá veginum ekki einu sinni ókunnugur Japani myndi komast hjá því að f inna áfangastað- inn. Marbakki. Marbakki! Hún dáist að byggingunni úr f jarlægð og tilkomu- miklu þaki hennar en hún f innur einnig til saknaðar að vatnið skuli vera horf ið úr augsýn og að húsið skuli standa eitt mitt á þurri sléttunni. Hugsanir hennar reika til stúlkunnar, sem fæddist hér fyrir meira en hundraðárum, og sem vegna ímyndaraf Is síns ávann sér mikla frægð. Þegar hún er búin að troða amasóninum inn á milli bílanna og áætunarvagnanna á bílastæðinu og gengur hægt í átt til hringlaga grasf latarinnar, sem var þakin haustlaufum, er henni Ijóst, að hún er ekki komin til Marbakka heimilis Selmu Lagerlöf, af áhuga fyrir ævintýrum og skáldskap eða f rægri listakonu, heldur í algerum einkaerindum. Sú hugarsýn, sem hún reynir örvæntingarfull að kalla f ram, er ekki mynd gamallar þreyttrar skáld- konu með viturleg skarpskyggn augu, heldur mynd af núlifandi gesti hennar og leiðsögumanni. Myndin af Ingulill. Dag einn í júlí lék hún sér sannanlega að fimm kettlingum í sólskininu hér á stéttinni. Dag einn í júlí sendi hún póstkort héðan til systur sinnar í Englandi. Tveir þýðingarlitlir, hversdagsatburðir sem ekki virtust hafa nokkurn sérstakan tilgang. Og síðar? Síðan þá hefur ekkert gerzt. Ekkert — burtséð f rá því, að hún hef ur ekki látið heyra frá sér síðan. Fyrstu viðbrögð hennar eru vonbrigði. Síðast þegar Bodil kom til Marbakka, var hún með Ragnari Karlman ferðaskrifstofustjóra. Það var snemma í maí áður en ávaxtatrén í garðinum blómstra og einnig áður en dyr herragarðsins eru opnaðar fyrir ferðamannastraumi sumarsins. Hún hafði gengið alein undir kastaníu- og eikartrjánum og um þöglar stof urnar. Endurminningin um þessa heimsókn einkenndist af ró og einmanaleika, já næstum friði, sem henni er nú Ijóst, að hún hefur þráð og af einni eða annarri ástæðu hefur bundið vonir við. En ef hún hefur farið alla leiðina frá Stokkhólmi til þess að skilja og leysa gátuna um Ingulill í þessari einsemd, hefur hún bæði sýnilega og heyranlega farið erindisleysu. Hún er búin að gleyma að ferðamannatíminn stendur enn sem hæst og laugardagur er vinsæl til ferðalaga einnig í september. Fjöldi skólanema sem fylla marga áætlunarbíla, hafa lagt undir sig allt hlaðið meðan þeir bíða eftir aðfáaðfara inn í húsið, þar sem skáldkonan bjó á sínum tíma. Allir, bæði drengir og stúlkur eru í gallabuxum og leður- jökkum, öll síðhærð og hræðilega hávær. Sum eru auk þess með gjallandi transistorviðtæki. Og svona var það í tíð Selmu Lagerlöf! Hóparnir, sem þá söf nuðust saman undir svölum hennar, voru að vísu hálfnakið fólk, en ekki í gallabuxum, og áreiðanlega söng það vermlenzkar vísur og ættjaðarsöngva fullum hálsi, og vafasamt er hvort það væri þægilegra áheyrnar en Lill-Babs og Bítlarnir. Mitt í öllum hávaðanum og ringulreiðinni byrjar fólk að tínast út úr húsinu í smáhópum og í hléinu milli tveggja sýningarferða birtist roskin gráhærð kona í dyrunum. Bodil horf ir á hana og spyr: — Frú Haraldsson? — Já, það er ég. — Við töluðum saman í vor. Ég hringdi af því að systir mín átti að koma hingað og starfa sem leiðsögumaður. Ég heiti Odén, Bodil Odén. — Systir Ingulill? Það var skemmtilegt. Verm- lenzki raddblærinn leynir sér ekki í vingjarnlegri röddinni. Hún var mjög elskuleg og falleg stúlka okkur þótti öllum vænt um hana. Heyrið þér frú Haraldsson, mig langar til að tala

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.