Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 12
Barnasagan: r Lewis Carrol: Lísa r i Undralandi Kanínuholan 1. pauur Lisa litla haföi ekkert fyrir stafni og hún var orðin leið á að sitja á bekknum við hlið systur sinnar. öðru hvoru gaut hún augunum til bókarinnar, sem systir hennar var að lesa. 1 bókinni voru engar myndir. „Og hvað er gaman að bókum, sem engar myndir eru I”, hugsaði Lisa. Það var sólbjartur sumardagur og hitamoll- an gerði Lisu ákaflega lata. Hún var að hugsa um, hvort hún ætti að standa á fætur og búa til fiflafesti, en hún var svo löt, að hún nennti varla að tina fiflana. Skyndilega kom hún auga á hvita kanínu, sem hljóp fram hjá. Þetta var nú ekkert sérstaklega undarlegt og Lísa varð ekkert afskaplega hissa, þegar kaninan sagði: „Hamingjan góða! Hamingjan góða! Ég er að verða of seinn”. En nú tók kaninan úr upp úr vestisvasanum, leit á það og flýtti sér burtu. Og þá féll Lisu litlu allur ketill I eld. Hún spratt á fætur, höggdofa af undrun, þvi að hún hafði aldrei fyrr á æfi sinni séð kaninu i vesti og með vasaúr. Hún hljóp á eftir kaninunni yfir akurinn og sá hana skjótast inn i stóra kaninuholu. i sömu andrá var Lisa litla komin inn i hol- una á eftir kanínunni, án þess að hugsa hið minnsta um það, hvernig hún kæmist út aftur. Holan var fremst eins og litil göng, en snar- dýpkaði svo, og áður en Lisa gat áttað sig leið hún i loftinu niður i djúpan brunn. Brunnurinn var annaðhvort griðarlega djúpur eða þá að Lisa litla leið hægt áfram, þvi að hún hafði nógan tima til að lita i kringum sig. Fyrst reyndi hún að horfa niður i botninn, til þess að sjá hvað þar tæki við. En ekki var hægt að sjá þangað fyrir myrkri. Svo fór hún að 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.