Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 13
virða fyrir sér veggina og tók nú eftir þvi, að á þeim voru bæði hillur og bókaskápar. Hér og þar voru lika landakort og skemmtilegar dýra- myndir. Um leið og hún fór fram hjá einni hill- unni, náði hún í krukku. Á henni stóð ,,GLÓ- ALDINMAUK”, en hún reyndist þvi miður vera tóm. Lisa þorði ekki að sleppa krukkunni, þvi að hún hélt, að hún gæti meitt einhvern fyrir neðan sig. En loksins tókst henni að koma krukkunni aftur upp á eina hilluna. ,,Nú er ég orðin svo vön að hrapa að ekkert gerir til, þó að ég velti einhvern tima niður stigann heima”, hugsaði Lisa. ,,Ég myndi meira að segja ekki gráta, þótt ég dytti ofan af þaki”. Niður, niður, niður! Ætlaði þetta aldrei að taka enda? ,,Hvað skyldi ég hafa hrapað marga kilómetra?” sagðihún hátt. ,,Ég hlýt að vera einhver staðar inni i miðri jörðinni. Ætli ég fari alveg gegnum jörðina og komi út hinum megin? Það verður skritið að sjá fólkið þar: það gengur vist á höfðinu. Ég verð að spyrja hvað landið heiti sem ég kem til. Ég ætla að segja: „Afsakið, frú, er þetta Nýja-Sjáland eða Ástralia?” En þá halda menn að ég sé einhver dauðans bjáni. Það er vist bezt að spyrja ekki, enda sé ég kannske nafnið skrifað einhvers- staðar”. Niður, niður, niður. Lísa gat ekkert aðhafst og fór þvi aftur að spjalla við sjálfa sig. „Dina saknar min vist i kvöld. (Dina var kötturinn). Ég vona, að mjólkurskálin hennar gleymist ekki um kaffileytið. Góða Dina min! Ég vildi, að þú værir með mér núna. Ég býst nú reyndar varla við að það séu mýs i loftinu hérna, en þú gætir kannske náð i leðurblöku. Éta kettir annars leðurblökur?” — Nú var Lísa orðin syfjuð og fór að endurtaka þetta í sifellu: „Éta kettir leðurblökur? — éta kettir leðurbiökur?” En stundum sagði hún: „Éta leðurbiökur ketti? — éta leðurblökur ketti?” Hún gat hvorugri spurningunni svarað og það stóð þvi á sama hvernig þær hljóðuðu. Nú féll á hana mók. Hana fór að dreyma, að hún væri á gangi með Dinu og segði við hana: „Segðu mér nú satt, Dina min, hefirðu nokkurn tima étið leður blöku”. — Búmp, búmp, búmp! Lisa litla féll allt i einu til jarðar og lenti i hrúgu af þurrum laufblöðum. Hún stóð strax á fætur, þvi að hún hafði ekk- ert meitt sig. Fyrir framan hana voru önnur löng göng og þar sá hún hvitu kaninuna á hraðri ferð. Lisa mátti engan tima missa. Hún flýtti sér eins og hún gat á eftir kaninunni. Hún hafði rétt að segja náð henni, þegar kaninan beygði fyrir horn og hvarf. Það siðasta, sem til hennar heyrðist, var það, að hún var að fárast yfir þvi, hvað framorðið væri. Lisa litla sá nú, að hún var stödd i lágri for- stofu, sem var uppljómuð með ótal lömpum. Það voru f jölda margar dyr á forstofunni, en þær voru allar læstar. Lisa gekk fram og aftur um gólfið og reyndi að opna dyrnar: hún var nú orðin döpur i bragði og vissi ekki, hvort hún myndi nokkurn tima komast út aftur. Allt i einu sá hún litið, þrifætt glerborð og á þvi lá ofurlitill lykill úr skiru gulli. Lisa vonaði að lykillinn myndi ganga að einhverri hurðinni, en hún varð fyrir vonbrigðum, því að skráar- götin reyndust vera of stór eða of litil. Þegar Lisa hafði reynt lykilinn i öllum skránum kom hún auga á veggtjald, sem hún hafði ekki tekið eftir fyrr. Bak við það voru litlar dyr, aðeins 15 þumlungar að stærð. Henni til mikillar gleði gekk gull-lykillinn að þessum dyrum. Hún opnaði dyrnar og sá þá að bak við þær var litill gangur, ekki mikið stærri en rottu- hola. Lisa lagðist á hnén og horfði i gegnum ganginn. Þegar honum lauk tók við dásam- legur blómagarður. Hún hafði aldrei á ævi sinni séð svona fallegan garð. En hvað hana langaði til að komast út úr forstofunni og ganga um i garðinum á milli rósabeða og svalandi gos- brunna. En hún gat ekki einu sinni komið höfð- inu i gegnum dyrnar. „Ogþó að ég gæti það, þá gagnaði það litið ef axlirnar yrðu eftir i forstof- unni”, hugsaði aumingja Lisa með sjálfri sér. Það var tilgangslaust að hima þarna við litlu

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.