Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 4
— Ég vil, aö viö litum á Strindberg meö undrandi brosi. Aö viö þekkjum sjálf okk- ur I honum og skiljum hvers vegna leikrit hans eru eins og þau eru, sagöi Per Olov Enquist um fyrsta leikrit sitt, Nótt_ ástmeyjanna (Tribadernas natt), áður en þaö var frumsýnt viöa á Noröurlöndum í fyrra, en nú i október veröur leikritiö flutt hér á litla sviöi Þjóöleikhússins (i Þjóð- leikhúskjallaranum). Leikritiö hefur veriö þýtt á mörg tungumál og veröur sýnt viöa um lönd i vetur. lhugum flestra, sem þekkja til Strind- bergs, er hann sérvitringur, sem hefur ó- hugnanlega fyrirlitningu á konum. Per Olov Enquist sýnir okkur mannlegri og sennilega sannar. Strindberg, en viö höf- um áöur þekkt. Skyndilega fer manni aö þykja vænt um karlinn. Ef til vill var hann ekki eins mikiö hross og viö höfum haldið. Per Olov Enquist vekur meö okkur alveg nýja tilfinningu gagnvart skáldinu — bliöu. Nótt ástmeyjanna (Tribadernas natt — tribad merkir kynvillt kona) fjallar um Strindberg , eiginkonu hans Siri von Esspj- en og leikkonuna Marie David meö aug- um Strindbergs. 1 leikriti Per Olovs veröa þær óhugnanlega lifandi. Konur meö klofna skapgerö og mikla sjálfsvitund. Frjálsar konur, áöur en þaö hugtak var þekkt. Marie var oröin áfengissjúklingur áöur en hún náðitvítugsaldri, en var þó sú sterkari þeirra. Allt er enn mögulegt, seg- ir hún viö Siri. Þess vegna hatar Strind- berg hana, en hefur þó samúö meö henni gegn vilja sinum. — Þér taliö ekki bara. Þér hafiö gert eitthvaö viö lifyöar.segir hann viö Marie. P.O. Enquist lætur leikrit sitt gerást I Dagmar leikhúsinu i Kaupmannahöfn. Loks á aö frumsýna nýjan stuttan einþátt- ung eftir Strindberg. Sá sterkari, og Siri von E ssen a að leika aöalhlutverkið. Þetta leikrit skáldsins kolféll raunar og var aö- eins sýnt einu sinni. — Per Olov lætur Strindberg sjálfan lýsa þeim sterkari þannig i Nótt ástmeyj- anna: Atakanleg lýsing á uppgjöri tveggja kvenna. Þær elska báöar sama mann. Þær deila um hann. Hann er ekki viðstaddur, en stjórnar þó ávallt atburöa- rásinni, eins og oft á sér staö. önnur kon- an veröur hlutskarpari og snýr aftur til mannsins. Þannig vill Strindberg, aö málum sé háttaö. 1 raun er þaö þó þveröfugt. Siri og Marie keppa ekki um hann. Þær þarfnást hans ekki. Þær eru fullfærar um aö lifa sinu eigin lifi án hans. Strindberg er hræddur. Hann skrifar Þann sterkari I vörn. Árangurslaust stingur hann Siri og Marie meö nálum sinum i þeirri von, aö allt veröi viö þaö sama. Siri yfirgefur hann. sýnir okkur mannlegri Strindberg riti Enquists komúmst við aldrei aö þvi, hvort i raun og veru var um ástarsam- band aö ræöa milli Siri og Marie, eöa hvort þaö var Strindberg, sem kom orö- róminum á i hræöslu sinni. — Þaö skiptir heldur ekki meginmáli, segirEnquist, Strindberg dáði sjálfstæöar konur, jafnframt þvi sem hann óttaöist þær. Hann baktalaði þær. Hann gat hvorki lifað meö þeim né verið án þeirra. Hann var hræddur um, aö þær kipptu undan honum fótunum. Enn i dag eru til karl- menn, sem bera sams konar hræöslu I brjósti gagnvart sjálfstæöum konum. — Þú hefur alltaf, eins og aörir karl- menn, veriö gripinn fjarstæðukenndum ótta, þegar þú hittir sjálfstæöa konu. Þá hringir verkjaraklukka I vasa þinum. Þú verðurdauðhræddur og æpir: Hún er kyn- villt, segir Siri i leikritinu. — Það er ekki hin frjálsa kona, sem ég óttast, en þessar frjálsu konur eiga aö vinna, þykja vænt um mig, en ekki brúka munn og þykja litiö koma til karlmennsku minnar, svarar Strindberg. Enquist 'var gestaprófessor viö banda- riska háskóla og hélt fyrirlestra um Strindberg, þegar hann fékk hugmyndina aöleiknum. Hann vildi gjarnan foröast aö fjalla um þaö, sem honum fannst aftur- haldssamt i verkum Strindbergs, einkum varöandi hjónabandiö og konur. Kannski vildi hann ekki spilla minningu landa sins. En stúdentarnir spuröu prófessorinn, hvað hann væri eiginlega aö fara? Þeir tengdu verk Strindbergs frá því um 1880-1890 þvi-samfélagi, sem þeir liföu I. Þeir sáu þaö, sem Enquist sá ekki, aö Strindberg heföi eins getaö veriö aö skrifa um áttunda áratug tuttugustu aldar i Bandarikjunum. — Skoöun Strindbergs á konum var vissulega óhugnanleg, en hún lýsti einmitt ástandinu i bandarisku þjóöfélagi 1973. örvæntingarfullar húsmæöurnar þar voru býsna likarkvenhetjum Strindbergs. Og ekki siöur tilvera millistéttafólks og fjölskylduveldiö. Enquist fór aö horfa i kringum sig. Hann sá nýju herskáu kvenréttinda- hreyfinguna, sem sló í gegn um þetta Tribad merkir kynvillt kona, en i leik Per Olov Enquist er þekktur fyrir skáldsögur sínar Legionar- erne og Sekúndan, en i þeirri siðarnefndu f jallar hann um örlög íþróttamanns. Leikrit hans Nótt ástmeyjanna, sem senn verður sýnt i Þjóðleikhúsinu, sýnir okkur ásthatur Strindbergs á kon- unni í nýju Ijósi. 4 Per OIov Enquist

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.