Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 14.10.1976, Blaðsíða 16
Þeir fóru vestur Meriwether Lewis og William Clark. Lewis og Clark og feröin yfir Noröur- Ameriku nefnist bók eftir Bretann David Holloway bókmenntaritstjdra stórblaös- ins Daily Telegraph. Þetta er þriöja bókin I safni rita um fræga landkönnuöi og afrek þeirra, sem Bókaútgáfan örn og örlygur gefur út i islenzkri þýöingu. Ritstjóri bókaflokksins er einn þekkt- asti landkönnuöur Breta á okkar dögum, sir Vivian Fuchs, sem veitti leiösögn visindaleiöangri á vegum brezka sam- veldisinsyfir þvert meginland Antarktíku á árunuml955-1958. Sá leiöangur, sem hér er sagt frá, er ekki jafnfrægur og hnattsigling Magellans eöa pólferöir Amundsens og Scotts, sem sagt er frá i fyrstu tveim bók- um flokksins um landkönnuöi. Þó jafnast fáar landkönnunarferðir á viö feröalag þeirra Lewis og Clarks um sögulegt mikilvægi — og auk þess er saga leiö- angurs þeirra meö skemmtilegri feröa- sögum. Aformað er aö gefa út margar bækur í flokknum og meðal annars er ætlunin, aö f jallaö veröi um Leif Eiriksson og siglingu hans til Vinlands og einnig Neill Arm- strong og tunglferö þeirra Bandarikja- manna. Þessar tvær bækur eru þó ósamd- ar enn. Ný bók um Afrikuferð Living- stones er meðal þeirra verka, sem næstar eru á dagskrá i bókaflokkunum.. örnólfur Thorlacius hefur umsjón meö islenzkri úgáfu ritsafnsins og hefur hann jafnframt þýtt þessa bók, en Arni Böðvarsson haföi hönd i bagga meö frá- gangi hennar. — Þessi leiðangur er ákaflega merki- legur fyrir sögu Bandarikjanna og ber vott um framsýni forystumanna þeirra á þessum tima, 1804. Það fer vel á þvi, að hún kemur út hér á Islandi á 200 ára af- mæli Bandarikjanna, þótt þaö sé raunar tilviljun. Thomas Jefferson forseti haföi látiö kaupa óhemjuviöáttu lands, sem þá nefndist Louisiana, vestur af Missisippi- fljóti. Þetta var i fyrsta sinn, sem Banda- rikjamenn seildust inn i landiö til vesturs. Mikil valdaspenna var rikjandi á megin- landi Bandarikjanna. Frakkar höföu orðiö fyrir óhöppum og afráöib aö selja landiö, sem þeir höfðu nýlega unnið af Spánverjum. Bretar voru i Kanada og leituðu suöur á bóginn i verzlunarerind- um. Spánverjar voru fyrir sunnan. Þetta veit Jefferson og leggur mikla áherzlu á aö ná tökum á meginlandinu og komast i tengsl við Kyrrahafsströndina. Raunar haföi verið ákveöiö meö leynd I þinginu aö gera út þennan leiðangur áöur en gengiö haföi verið frá kaupsamningun- um við Frakka. Tilgangurinn meö leiðangrinum var aö gera tilkall til þessa lands gagnvart þeim þjóöum, sem þarna voru, þ.á.m. Indián- um, ennfremur aö kanna landið og lýsa þvi og i þriöja lagi ætlaöi Jefferson sér aö finna siglingaleiö þvert yfir landið, sem reyndist vera fráleit hugmynd. Ætlunin

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.