Réttur


Réttur - 01.10.1987, Page 35

Réttur - 01.10.1987, Page 35
1000, er nokkrir voldugir höfðingjar fluttu þann boðskap konungs að þjóðin skyldi kristni taka og hótuðu ella að sundra þjóðveldinu og skipta þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar, er berjast skyldu um hvor drottna skyldi. Noregs- konungur ætlaði sér þannig að sundra þjóðinni, ef hún ekki aðhylltist hans boð- skap og veikja hana þarmeð fyrir frekari ágengni hans og erindreka hans. Það er alveg sérstakt dæmi um pólitísk- an þroska jafnt íslendinga almennt sem ýmissa goða þeirra á þessu skeiði þjóð- veldisins það, sem nú gerist. Síðu-Hallur', einn af kristnu goðunum, fær það fram að hann fari á fund lögsögu- mannsins, hins heiðna Þorgeirs Ljósvetn- ingagoða, og semji við hann um að hann kveði upp úrskurð um þá trú, er íslend- ingar skuli aðhyllast í framtíðinni. Þorgeir Ljósvetningagoði2-3 tekur þetta erfíða hlutverk að sér: að bjarga einingu þjóðar og þjóðveldis og móta þá trú, er menn skyldu aöhyllast á íslandi — og reyna þarmeð að bjarga í senn sjálf- stæði þjóðarinnar og einingu hennar. Og úrskurður hans sýnir hve djúpt hann hef- ur hugsaö og livílík vandamál hann hefur leyst þann langa tíma, er hann lá undir feldi sínum. Og hvað fólst í þeim úrskurði um þjóð- arsátt, er Þorgeir Ljósvetningagoði kvað upp — og hver munu hafa verið rök hans: 1. íslendingar skulu allir skíröir og 1 Sjá frckar um Hall á Síðu í bók minni „Ættasam- félag og ríkisvald" bls. 143, bls. lóSogbls. 195. 2 Rétt er að taka eftir mismuninum á „landsmenn" og „höfðingjar" í tveim ólíkum frásögnum, sem vakin er eftirtekt á í „Ættasam- félaginu" bls. 176. 3 Sjá nánar um Þorgeir og Skafta í „Ættasamfé- laginu" bls. 177-181. kristnir kallast. — Þar með sló Þorgeir úr hendi Noregskonungs átylluna til þess að leggja ísland undir sig smátt og smátt. 2. „Blóta má, en þó á laun“. — Hinir heiðnu máttu tigna goð sín áfram en ekki opinberlega. Hof þeirra höfðu hvort sem var verið ætluð til einkaþjónustu. 3. Hrossakjötsát skyldi bannað. — Ari fróði segir það hafa verið afnumið nokkrum árum síðar að undirlagi Ólafs helga. — Manni finnst það mikið efamál að það hafi gerst svo fljótt. Bannið er byggt á því að hrossakjöt var etið við blót. — Nú vitum við að það helst alveg fram á 12. öld að kenna vissa daga vik- unnar við þá Oðinn, Tý og Þór og er þá líklegt að hrossakjötsát, sem fram fer á heimilunum, — og er oft handhægasti maturinn, — skuli aflagt svo fljótt, en hinna fornu goða minnst daglega í tali. Líklega hefur það tekið lengri tíma að framkvæma þau lög, þó sett væru. 4. Barnaútburður skal leyfður. — Þessi undanlátssemi við heiðna siði hefur líklega verið skammlíf, ef lífskjör héldust sæmileg. Þetta var raunverulega þeirra tíma fóstureyðing — með öllum þeim til- finningalegu vandamálum, er fylgdu, enda dæmi í íslendingasögunum um hvernig fyrirskipun um útburð var brotin. Þessi úrskurður hins heiðna goða og lögsögumanns, er nú sjálfur tók kristni og varpaði goðum sínum síðan í Goðafoss, var nú samþykktur af öllum aðilum. Þorgeiri og Halli á Síðu tókst að varð- veita einingu og sjálfstæði þjóðarinnar. Þessi þjóðarsátt, kveðin upp af einhverj- um vitrasta lögsögumanni íslands, er tal- andi tákn um þroska þjóðar vorrar og leiötoga hennar sem er alveg einstakur í sinni röð. Kristninni hefur afar sjaldan í sögu fyrstu 1000 áranna veriö komið á svo friðsamlega og skynsamlega sem á Islandi. 211

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.