Réttur


Réttur - 01.10.1987, Page 45

Réttur - 01.10.1987, Page 45
væntanlega verið sammála — þá er því meiri ástæða til að halda henni við. Gléb talaði lágt, með þungum áherslum og við- stöðulaust. Hann var í essinu sínu. Aftur á móti voru ósköp að sjá kandídatinn, hann var greinilega miður sín, horfði ým- ist á konu sína, Gléb eða karlana... Karl- arnir reyndu að forðast augnatillit hans. — Það er svosem hægðarleikur að koma okkur á óvart: þeysa í hlaðið í leigubíl og draga fiinnt ferðatöskur uppúr farangurshólfinu... En þú gleymir því, að upplýsingastreymið nær til allra jafnt nú- orðið. Ég á við að undrunin gæti orðið gagnkvæm. Það er líka til í dæminu. Það er svosem hægt að gera sér vonir um að hér hafi enginn litið kandídata augum, en við höfum séð þá, kandídata, prófessora og ofursta. Og við eigum um þá skemmti- legar minningar, því oftast er þetta fólk afskaplega blátt áfram. Ég vil því ráð- leggja þér, félagi kandídat, að koma oftar niður á jörðina. Svei mér þá, það er heilmikið vit í því. Og ekki er áhættan mikil, fallið er ekki svo hátt. — Tunnan valt og úr henni allt, má nú segja, sagði kandídatinn. Hvað er eigin- lega að þér? Ertu nýsloppinn út, eða hvað? Gléb flýtti sér að grípa frammí fyrir honum: Ég veit ekki, ég skil ekki svona talsmáta, ég hef aldrei setið inni. Held- urðu að ég sé einn af ykkur? Þeir skilja það ekki þessir, sagði Gléb og benti á karlana, þeir hafa heldur ekki setið inni. En konan þín, hún horfir á þig stórum augum... Og dóttir þín heyrir þetta kannski líka. Hún heyrir þetta og fer að velta tunnum í Moskvu svo einhver heyr- ir. Þetta hrognamál getur því leitt þig í ógöngur, félagi kandídat. Það er ekki sama hvaða aðferðum er beitt, um það get ég fullvissað þig. Og varla hefurðu sagt prófessornum þínum að velta tunn- um þegar þú varst að taka þetta kandí- datspróf þitt, var það nokkuð? — Gléb stóð á fætur. — Og þú hefur heldur ekki sagt honum að éta það sem úti frýs. Eða hvað? Maður verður nefnilega að sýna prófessorum virðingu, þeir hafa örlög manns í hendi sér. En við hérna höfum engin örlög í okkar höndum og það má segja okkur að éta það sem úti frýs. Er það ekki? Það vill bara þannig til, að þú hefur rangt fyrir þér. Við hérna erum líka dálitlir bógar. Og við lesum blöðin, og það kemur fyrir að við flettum bókum, og við horfum meira að segja á sjónvarpið. Og erum satt að segja ekkert yfir okkur hrifnir af dagskránni. Veistu hversvegna? Vegna þess að hún er líka gegnsýrð af þessari sjálfsánægju. Þið ættuð að tileinka ykkur meiri hógværð. — Uæmigerður lýðskrumari og róg- beri! sagði kandídatinn hneykslaður við konu sína. Þetta er einmitt málfarið, takt- arnir og stælarnir... — Rangt til getið. Ég hef aldrei á ævi minni skrifað nafnlaus bréf eða rógborið nokkurn mann. Gléb leit á karlana, þeir vissu að hann sagði satt. — Nei, félagi kandídat, þetta er ekki rétt. Ef þú vilt skal ég segja þér í hverju mín séreinkenni eru fólgin. — Jæja? — Ég hef gaman af að gefa mönnum selbita á nefbroddinn, til þess að þeir teygi sig ekki upp fyrir sjávarmál! Þið ætt- uð að vera hógværari, kæru félagar, hóg- værari... Valja gat ekki stillt sig um að spyrja: En að hvaða leyti höfum við ekki verið hógvær? Hvar kom það eiginlega fram? — Það skuluð þið íhuga í einrúmi, þegar við erum farnir. Hugsið málið, og þá mun renna upp fyrir ykkur ljós. Það er 221

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.