Réttur


Réttur - 01.10.1987, Qupperneq 46

Réttur - 01.10.1987, Qupperneq 46
nefnilega hægt að endurtaka orðið „hunang“ hundrað sinnum án þess að fá sætt bragð í munninn. Og þarf ekki kandí- datspróf til að skilja það, eða hvað? Það er hægt að skrifa margar lærðar greinar og nefna alþýðuna í annarri hverri setn- ingu, en þekkingin eykst ekki við það. Og ekki verðið þið alþýðunni nákomnari fyr- ir vikið. Þið skuluð því hafa augun hjá ykkur þegar þið farið á fund við þessa al- þýðu. Búið ykkur betur undir það næst. Annars er hætt við að þið gerið ykkur að viðundrum. Verið þið sæl. Ég vona að þið eigið ánægjulegt sumarfrí meðal alþýð- unnar. Gléb brosti sigri hrósandi og gekk út. Þannig var hann vanur að ganga út. Hann heyrði ekki það sem karlarmr sögðu skömmu síðar, þegar þeir héldu hver til síns heima: — Sá lét hann heyra það! Hann er al- veg eldklár, hundurinn! Hvaðan hefur hann alla þessa vitneskju um tunglið? — Hann spældi hann... Hvar grefur hann þetta upp? Og karlarnir hristu höfuðin undrandi. — Hann er eldklár, hundurinn. Sá lét hann aldeilis hafa það, þennan Konstan- tín ívanovits! Og þessi Valja, hún fékk nú ekki einu sinni að opna munninn. — Hvað átti hún svosem að segja? Það var ekkert að segja. Hann hefði svosem getað sagt eitthvað, hann Kostja... En hann komst bara ekki upp með það. Það var engu líkara en karlarnir fyndu til samúðar. En Gléb var þeim stöðugt undrunarefni einsog fyrri daginn. Þeir dáðust meira að segja að honum. En þeim þótti ekki vænt um hann, ónei. Gléb var grimmur, og enginn hefur nokkurn- tíma clskað grimmd, hvergi nokkursstaðar. Daginn eftir kæmi Gléb til vinnu sinnar og þá mundi hann glotta til karlanna og spyrja: — Jæja, hvað fannst ykkur um kandí- datinn? — Þú spældir hann, mundu þeir svara. — Það var ekkert, mundi Gléb þá segja, lítillátur. Hann hafði gott af því. Hann hefur þá eitthvað til að hugsa um í sumarfríinu. Þetta fólk er alltof merkilegt með sig. (Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi) 222

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.