Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 10. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • idborg midborg.is Með blaðinu í dag fylgir fasteignablað MiðborgarNÝ TT ! Draugur tekur við af köttunum Óperudraugurinn orðinn vinsælasti söngleikur allra tíma | Menning Úr verinu | Ógna hlýindi loðnustofninum?  Meindýr af skólpdýra- ætt Íþróttir | Handknattleiksmenn leika þrjá landsleiki í Noregi  Wigan lagði Arsenal að velli  Gylfi framlengdi samninginn við Leeds Úr verinu og Íþróttir í dag Varsjá. AFP. | Illa hefur gengið að manna störf í hinni sögufrægu skipasmíðastöð í Gdansk eftir að Pólverjar gengu í Evrópusambandið því að faglærðir verka- menn hafa unnvörpum flust búferlum til Vestur- Evrópu í leit að betur launuðum störfum. Forsvars- menn skipasmíðastöðvarinnar biðla nú til verka- manna í nágrannaríkinu Úkraínu en þeir vonast til að hægt verði að manna störfin þannig. „Við höfum nýverið fengið svo margar pantanir að okkur skortir tilfinnanlega faglært verkafólk. Okkur skortir um 800 verkamenn og yrðum himinlifandi ef hægt yrði að fá á bilinu 100 til 150 verkamenn hingað frá Úkraínu,“ sagði Bogdan Oleszek, forstjóri slipps- ins í Gdansk, en þar urðu verkalýðssamtökin Sam- staða til eftir verkfall skipasmíðamanna árið 1980 sem Lech Walesa veitti forystu, en Walesa varð síðar forseti Póllands eftir hrun kommúnismans í A- Evrópu. Sem kunnugt er hafa fjölmargir pólskir iðnaðar- og verkamenn flust hingað til lands á undanförnum ár- um og fundið sér vinnu í fiskvinnslu á Vestfjörðum og við Kárahnjúka, svo dæmi séu tekin. Bogdan Oleszek sagði að frá því að Pólland gekk í ESB fyrir tveimur árum hefði rúmur tugur verkamanna sagt upp störf- um í hverjum mánuði í því skyni að freista gæfunnar erlendis „þar sem launin eru margfalt hærri en hér“. Vantar verkafólk í Gdansk ÞAÐ snjóaði linnulaust í Hlíðarfjalli við Ak- ureyri og í Böggvisstaðafjalli ofan Dalvíkur í gær þrátt fyrir heiðan himin. Það var gervi- snjór úr svonefndum snjóbyssum sem féll á skíðasvæðunum tveimur við Eyjafjörð. Slíkt hlýtur að mega kalla skothríð, og þar sem hún er af manna völdum var ákveðið strax í gær að áfram yrði látið snjóa í nótt. Eftir hálfleið- inlegt veður að mati skíðaáhugamanna síðustu daga kólnaði nægilega í fyrradag til þess að hægt væri að gangsetja snjóframleiðslutækin og nú er verið að safna snjó í sarpinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjóaði linnulust þrátt fyrir heiðan himin FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) fékk með úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur 28. nóvember sl., upplýsingar og ljósrit af öllum gögnum í vörslu Landsbanka Ís- lands er vörðuðu hreyfingar á bankareikningum lögmannsstofu í Reykjavík yfir átta mánaða tímabil. Samkvæmt úrskurði héraðs- dóms, sem kveðinn var upp að kröfu FME, var bankanum gert skylt að láta af hendi umbeðnar upplýsingar af reikningnum að fjárhæð 5 millj- ónir kr. eða hærra á tímabilinu frá 1. apríl sl. til 28. nóvember. Skv. heimildum Morgunblaðsins fór Fjármálaeftirlitið fram á að fá þessar upplýsingar í tengslum við rannsókn FME á stofnfjárviðskipt- um í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem áttu sér stað sl. sumar. Einn af eig- endum lögmannsstofunnar var á meðal nýrra eigenda sem keyptu 15 stofnfjárhluti í SPH í sumar. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í seinustu viku tilkynnti FME embætti ríkislögreglustjóra að grunur léki á að lög um fjármála- fyrirtæki hefðu verið brotin við kaup á stofnfjárhlutum í SPH sl. sumar og hefur lögreglan hafið rannsókn á málinu. Beinist grunur- inn m.a. að því að virkur eignarhlut- ur hafi orðið til í sparisjóðnum og upplýsingum verið leynt fyrir FME ásamt því að gefnar hafi verið rang- ar upplýsingar. Á fundi stofnfjár- eigenda í júlí var spurt hvort við- komandi hefðu keypt hlutina í eigin nafni eða væru einvörðungu milli- göngumenn fyrir aðra. Málið rætt á stjórnarfundi í Lögmannafélaginu í dag Til stuðnings kröfu FME fyrir héraðsdómi um aðgang að upplýs- ingum á bankareikningi lögmanns- stofunnar, var m.a. vísað til 2. máls- greinar 107. greinar laga um fjármálafyrirtæki en þar segir að FME geti krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstak- lingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eign- arhlut í fjármálafyrirtækjum í því skyni að meta hvort þeir falli undir tilkynningarskyldu og hvort þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut. Úrskurður héraðsdóms hefur vakið athygli meðal lögmanna. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins líta lögmenn það mjög alvarlegum aug- um, að bankaleynd hafi verið aflétt af bankareikningum lögmanna með dómsúrskurði, sem þeir telja vega gegn trúnaðarskyldum lögmanna gagnvart skjólstæðingum sínum. Hefur umrædd lögmannsstofa sent erindi til stjórnar Lögmanna- félags Íslands vegna úrskurðar hér- aðsdóms og verður erindið tekið fyrir á stjórnarfundi í félaginu í dag. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem mál af þessum toga kemur til kasta Lögmannafélagsins. Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Fjármálaeftirlitinu aðgang að gögnum í vörslu Landsbanka Íslands vegna rannsóknar á stofnfjárviðskiptum í SPH Gert skylt að afhenda upp- lýsingar af bankareikningi Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SAMTÖK múslíma í Danmörku hyggjast fara í mál við Piu Kjærsgaard, leiðtoga Danska þjóðarflokksins, vegna þeirra um- mæla hennar að fulltrú- ar samtakanna hafi gerst sekir um landráð. Kjærsgaard sakaði múslímaleiðtogana um að hafa staðið fyrir „rógsherferð“ gegn Danmörku í arabalönd- unum í kjölfar þess að dagblaðið Jyllands-Post- en birti teikningar af Múhameð spámanni; en í íslam eru myndir af spá- manninum bannaðar. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, var spurður um ummæli Kjærsgaard í gær. Hann kvaðst ekki vilja gerast dómari í hennar sök en gagnrýndi þó leiðtoga múslíma í Danmörku. „Ég er furðu lostinn yfir því að þessir menn, sem við höf- um veitt búseturétt í Danmörku, þar sem þeir búa sjálfviljugir, skuli nú fara um arabalöndin og kynda undir óvild gegn Dan- mörku og Dönum,“ sagði Fogh Rasmussen. Ráðherrann vildi ekki taka sér orðið landráð í munn í þessu samhengi en sagði að „rangfærslur“ um Danmörku hefðu verið fluttar í fjölmiðlum Egyptalands, Sýrlands og Líbanons eftir ferðalag múslímaleiðtog- anna um Mið-Austurlönd í desember. Múslíma- leiðtogar gagnrýndir Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Anders Fogh Rasmussen Teheran. AP. | Utanríkisráðherrar Bret- lands, Frakklands og Þýskalands áforma að hittast á morgun, fimmtudag, til að ræða viðbrögð Evrópusambandsins við þeirri ákvörðun Írana að hefja aftur kjarnorku- rannsóknir sínar. Líklegra þykir nú en áður að máli Írana verði vísað til Öryggisráðs SÞ, sem gæti leitt til þess að viðskiptaþvinganir yrðu samþykktar gegn Íransstjórn. Spenna í samskiptum Írans og umheims- ins þykir hafa magnast til muna með þeirri ákvörðun Írana að rjúfa innsiglin á tækjum í kjarnorkustöð sinni í Natanz í gær. Íranar segja að kjarnorka yrði aldrei framleidd nema í friðsamlegum tilgangi, þ.e. til raf- orkunotkunar en vestræn ríki saka þá hins vegar um að ásælast kjarnorkuvopn. Fundað um málefni Írans ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.