Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Þessi kampselur var búinn að lóna töluverðan tíma með fjöruborðinu þegar hann ákvað að renna sér upp á eina flotbryggjuna við Djúpa- vogshöfn, að sögn Andrésar Skúlasonar ljós- myndara. Kampselir eru sjaldséðir hér við land, en heimkynni þeirra eru á rekísnum vítt og breitt um norðurheimskautin. Hann er ein- fari og flækist víða og lifir mest á skeldýrum og kröbbum. Kampselir eru í eðli sínu bæði gæfir og forvitnir og var selurinn á myndinni þar engin undantekning, þar sem hann lá í ró- legheitum á bryggjunni rétt eins og hann væri staddur á rekís langt norður í höfum, víðs fjarri mannabyggðum. Dvaldi hann daglangt á Djúpavogi en aldrei er að vita nema að hann komi í heimsókn aftur. Ljósmynd/Andrés Sjaldséðir gest- ir á Djúpavogi STJÓRN Kers hf. hefur ákveðið að selja allt hlutafé félagsins í Olíufélaginu ehf. Ákvörð- unin tengist breyttum áherslum á fjárfest- ingastefnu Kers sem miða að því að auka vægi fjárfestinga erlendis. Íslandsbanki mun sjá um söluna fyrir Ker. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Kers, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki segja hvaða verð stjórnin væntir að fá fyrir félag- ið, en velta félagsins á síðasta ári var um 24 milljarðar króna. Ólafur segir að engin til- boð hafi borist í félagið en að hann viti af nokkrum áhugasömum fjárfestum. | 13 Ker ákveður að selja Olíufélagið ÚTGERÐARMAÐUR frá Hjaltlandi hefur tekið sér bólfestu í Grindavík hálft árið til að geta stundað böð í Bláa lóninu. Hann er svo illa haldinn af psoriasis að hann fær ekki sofið, nema leita sér líknar í Lóninu. Eftir ýmsar meðferðir bæði á sjúkrahúsum í Skotlandi og ferða til Dauðahafsins í Ísrael var það norskur sjómaður sem benti Alexander John Polson á Bláa lónið. Vegna vandræða við að fá gist- ingu þegar honum hentaði var besta lausnin að kaupa sér hús í Grindavík. Alexander hefur nú fengið vinnu í Krosshúsum í Grindavík við uppsetn- ingu á loðnu- og síldarnótum og lætur vel af dvöl sinni í Grindavík. | B1 Leitar sér lækninga í Lóninu ÞRÁTT fyrir mikla loðnuleit að und- anförnu finnst loðnan ekki. Ekki hef- ur tekizt að mæla ungloðnu fyrir Norðurlandi í þrjú ár og síðustu sjö ár hafa mælingar á veiðistofninum að hausti mistekizt. Enginn kvóti fyrir yfirstandandi vertíð hefur því verið gefinn út. Minni loðnugengd fyrir Norðurlandi hefur svo leitt til þess að síðustu árin hefur meðal- þyngd þorsksins minnkað verulega. „Það eru a.m.k. tvær mögulegar skýringar á þessu,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar. „Annars vegar að stofninn sé mjög lítill, að nýlið- unin sé svona lítil og stofninn sé kominn í lægð. Það gerðist í kringum 1980 og 1990. Hins vegar getur þetta verið vegna ástands sjávar og strauma, að aðstæður séu óhagstæð- ari og stofninn komi ekki upp að landinu í sama mæli og hann hefur gert. Ástæðan fyrir því að við getum ekki enn sagt til um hvor skýringin er sú rétta, er að þrátt fyrir að við höfum fundið lítið af ungloðnu árið 2003, kom alveg þokkaleg vertíð árið eftir. Það er því ekki útilokað að hún birtist allt í einu, eins og hún hefur gert áður.“ Þýðir ekki að fara á taugum Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súl- unni EA, hefur verið á öllum loðnu- vertíðum frá árinu 1970. Hann man eftir svipuðu ástandi og nú er og seg- ir að áður fyrr hafi það komið fyrir að loðnan hafi ekki byrjað að veiðast fyrr en eftir miðjan febrúar. „Ég trúi því ekki að stofninn sé hruninn. Það er engin ástæða til að ætla að svo sé. Það væri þá eitthvert umhverfisslys. Við verðum bara að vona að hún birtist allt í einu og helzt sem fyrst. Það er mjög slæmt að geta ekki fylgzt með því hvar loðnan heldur sig nú orðið. Ég held að það væri góð hugmynd að skjóta rafeindasendum í nokkra hnúfubaka og fylgjast svo með ferðum þeirra. Þeir halda sig þar sem loðnan er. Þannig væri hægt að fylgjast betur með henni,“ segir Bjarni. Hann segir að það þýði ekkert að fara á taugum, þótt mikið sé í húfi, vinna fyrir mörg hundruð manns og milljarðatekjur. Samspil loðnu og þorsks „Við erum að vinna að gerð reikni- líkans sem á að sýna betur en áður samspil loðnu og þorsks. Nú velta menn því fyrir sér hvort það sé rétt nýtingarstefna að veiða loðnustofn- inn svona langt niður, skilja aðeins um 400.000 tonn eftir til hrygningar. Þessi nýtingarstefna hefur verið keyrð í ríflega 20 ár. Hún hefur reynzt að því er virðist vel hvað loðnuna varðar. Nú er það spurning- in hvort þetta sé skynsamlegt hvað varðar þorskinn og annan botnfisk og þennan gífurlega orkuflutning loðnunnar inn í vistkerfið. Þetta vilj- um við reyna að rannsaka betur,“ segir Jóhann Sigurjónsson. Loðna finnst ekki og þorskur horast Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is  Ógna hlýindi | B2 MAÐUR á sextugsaldri fannst látinn á heimili sínu á Ísafirði í gær og hafði hann stytt sér aldur. DV birti frétt og mynd af manninum á forsíðu í gær- morgun og fjallaði fréttin um meint nauðgunarmál gegn ungum piltum. Vinur mannsins fór heim til hans laust eftir hádegi þegar hann svaraði ekki símhringingum. Þegar hann svaraði ekki dyrabjöllu var lögreglan kölluð til og fann hún manninn látinn. Fjallað var um málið í fréttatíma NFS í gærkvöldi og kom meðal ann- ars þetta orðrétt fram: „Bróðir mannsins sagði í samtali við fréttastofuna [NFS] að fjölskyld- an væri sundurtætt af sorg vegna þessa harmleiks. Hann sagðist hafa hringt á ritstjórn DV í dag til að til- kynna þeim andlát bróður síns, og fundist rétt að gera það, þar sem hann teldi að fréttaflutningur DV hefði nánast rekið bróður sinn í dauðann. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, sagðist ekki vera beinn málsaðili að málinu og því vildi hann ekki tjá sig um það, þegar fréttastofa hafði sam- band við hann.“ Sýslumaðurinn á Ísafirði og lög- reglan á staðnum vildu ekkert tjá sig um málið í gærkvöldi. Stjórn BÍ fjallar um málið Á vef Blaðamannafélags Íslands, press.is, er fjallað um þetta mál í gær- kvöldi. Þar er haft eftir Örnu Schram, formanni Blaðamannafélags Íslands, að þessi sorglegi atburður muni kalla á ítarlega skoðun á starfsháttum og siðareglum í íslenskri blaðamennsku. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir þetta hörmulega mál og kanna hvort eða hvaða þátt fjölmiðlar áttu í því hvernig fór. Þetta mun verða rætt í stjórn félagsins,“ segir Arna Schram á press.is. „Fjölskyldan er sundurtætt af sorg“ Maður á Ísafirði sem DV birti frétt um á forsíðu blaðsins stytti sér aldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.