Morgunblaðið - 11.01.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 11.01.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 25 ÍSLENDINGAR hafa löngumlagt leið sína til Kaup-mannahafnar, enda margtsem dregur okkur til þessarar gömlu höfuðborgar Íslands. Ég held þó að það sama hafi gilt um mig og aðra Íslendinga sem þangað ferðast að við höfum fæst komið í Jónshús. Það er kennt við Jón Sigurðsson for- seta sem þar bjó í nær þrjá áratugi (1852–1879) ásamt konu sinni, Ingi- björgu Einarsdóttur. Heimili þeirra hjóna var félagsmiðstöð og athvarf Íslendinga í Höfn meðan þeirra hjóna naut við. Ég verð að gera þá játningu að í þetta sögufræga hús hafði ég ekki komið fyrr en ég tók við embætti forseta Alþingis, en Jónshús er í eigu Alþingis. Það kom mér þægilega á óvart hversu Jóns- hús er áhugaverður staður og mig langar í þessari grein að segja í stuttu máli frá starfsemi hússins. Starfsemin í Jónshúsi Jónshús, sem er þriggja hæða hús við Øster Voldgade 12, byggt 1849, hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1967 þegar Carl Sæmundsen stór- kaupmaður gaf það í minningu Jóns og Ingibjargar. Árið 1970 hófst svo rekstur í húsinu. Nú ber þriggja manna hússtjórn ábyrgð á rekstri þess í umboði Alþingis. Þar er nú minningarsafn um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu og bókasafn auk þess sem húsið er miðstöð félagstarfs Ís- lendinga í Kaupmannahöfn. Þá hef- ur sendiráðspresturinn aðstöðu í húsinu auk þess sem fræðimaður, sem dvelst hverju sinni í fræði- mannsíbúð Alþingis við Skt. Pauls- gade, hefur til afnota vinnustofu þar. Í Jónshúsi er einnig íbúð um- sjónarmanns hússins, en hann ann- ast daglegan rekstur hússins í um- boði hússtjórnar. Sýning um Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttuna Fyrir þá Íslendinga sem koma til Kaupmannahafnar til að skoða sig um eru sýningarherbergin á 3. hæð- inni áhugaverðasti hluti hússins, en á þeirri hæð var áður íbúð þeirra hjóna Jóns og Ingibjargar. Sýningin fjallar um uppvöxt, ævi og lífsstarf Jóns Sigurðssonar og helstu áfanga í sjálfsstæðisbaráttu Íslendinga að honum gengnum, heimastjórn 1904, fullveldi 1918, stofnun lýðveldis 1944 og þau miklu samskipti sem Íslend- ingar og Danir hafa átt síðan. Þá er saga hússins rakin. Loks er í einu herbergjanna sérstök sýning til- einkuð Ingibjörgu Einarsdóttur. Þessi sýning er opin almenningi á miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 6 til kl. 8 að kvöldi og á sunnu- dögum kl. 2 til 5 síð- degis. Jafnframt er hægt í samráði við umsjónarmann að skoða sýninguna á öðrum tíma. Félagsstarfið Félagsstarfsemin í Jónshúsi er mjög fjöl- breytileg. Húsið er miðstöð fyrir starf- semi þeirra fjölmörgu Íslendinga sem bú- settir eru í Kaup- mannahöfn og ná- grenni og má segja að það gegni að vissu marki ekki ósvip- uðu hlutverki nú og á dögum Jóns og Ingibjargar. Í Jónshúsi er skrifstofa og vinnu- aðstaða fyrir Íslendingafélagið og Félag íslenskra stúdenta sem hafa staðið fyrir opinni dagskrá í húsinu frá upphafi. Fjöldi annarra félaga og samtaka hefur einnig fasta starf- semi í húsinu og nýtir sér þá aðstöðu sem þar er boðið upp á til funda og samkomuhalds af ýmsum toga. Í þeim fjölbreytta hópi eru Konu- kvöld (en þau samtök hafa starfað frá því að rekstur hússins hófst), Ís- lenskuskóli (fyrir börn á skólaaldri), Bókmenntaklúbburinn THOR, Ís- lenski söfnuðurinn, Kirkjuskólinn, Kór íslenska safnaðarins, Barnakór- inn, Kvennakór Kaupmannahafnar og Staka sem er blandaður kór. Loks má nefna AA-samtökin og Al- Anon sem einnig hafa starfað lengi í húsinu. Sem dæmi um það fjölþætta fé- lagslíf sem fer fram í Jónshúsi má nefna að þar er reglulega spiluð fé- lagsvist, sýndar kvikmyndir (m.a. verið frumsýndar stuttmyndir) og myndlistasýningar eru í húsinu. Þá eru árvissir atburðir eins og þorra- blót fyrir eldri borgara og jólamark- aður þar sem seldar eru ýmsar jóla- vörur. Einnig má nefna tímabundna viðburði eins og veglega ljós- myndasýningu sem Þjóðminjasafnið setti upp sumarið 2005 fyrir Alþingi um heimsókn Friðriks VIII Danakonungs til Íslands árið 1907 Bókasafnið í Jónshúsi er rekið af Íslendingafélaginu í Kaupmanna- höfn og er þar að finna u.þ.b. 6.000 bækur. Það er opið til útlána á miðviku- dögum og fimmtudög- um frá kl. 6 til 8 að kvöldi og annan laug- ardag í mánuði kl. 11 til kl. 12.30. Alla sunnudaga er á boðstólum kaffi og meðlæti milli kl. 2 og 7 síðdegis og hafa fé- lagar í kvennakórnum, kór íslenska safnaðar- ins, Stöku og stjórn- armenn í Íslendinga- félaginu o.fl. haft umsjón með kaffisöl- unni. Þar liggja jafnframt frammi íslensk blöð og hægt er að hlusta á íslenskt útvarp á staðnum. Sendiráðsprestur Eins og áður er rakið hefur sendi- ráðspresturinn íslenski í Kaup- mannahöfn aðstöðu í Jónshúsi, en hann hefur jafnframt skrifstofuað- stöðu í sendiráði Íslands við Strand- gade 89. Sendiráðspresturinn þjón- ar íslenska söfnuðinum í Kaupmannahöfn og Íslendingum annars staðar í Danmörku eftir því sem við verður komið og hann er jafnframt fulltrúi Tryggingastofn- unar ríkisins í Kaupmannahöfn. Í Jónshúsi getur fólk fengið viðtöl við sendiráðsprestinn og hann vígir hjón og skírir börn í því herbergi sem áður var skrifstofa Jóns Sig- urðssonar. Þá er hann með í húsinu vikulegan fermingarundirbúning frá því í september og fram að hvíta- sunnu. Guðsþjónustur íslenska safnaðar- ins eru að jafnaði haldnar síðasta sunnudag hvers mánaðar í Skt. Pauls kirkju í Kaupmannahöfn, sem er skammt frá Jónshúsi. Og eftir guðþjónustu er kirkjukaffi í Jóns- húsi. Kirkjuskóli starfar yfir vetr- artímann og hefur aðstöðu í Jóns- húsi og kirkjukór íslenska safnaðar- ins í Kaupmannahöfn æfir að jafnaði öll miðvikudagskvöld í húsinu. Líf í Jónshúsi Starfsemin í Jónshúsi er blómleg og hún hefur styrkst með þeim end- urbótum og breytingum sem gerðar hafa verið á húsnæðinu á seinustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni hússins var fjöldi þeirra sem kom í húsið á síðasta ári um 10.000 manns og sótti með því samkomur og aðra viðburði, skoðaði sýninguna, kom í sunnudagskaffi eða notaði húsið til félagsstarfs. Húsið þjónar þannig vel því hlut- verki að vera miðstöð félagsstarfs Íslendinga á Kaupmannahafn- arsvæðinu. Það er líka vert að vekja athygli á því að íslenski skólinn sem starfar í húsinu hefur aldrei verið fjölmennari en í vetur og er nú kennt í tveimur deildum. Þá hefur kirkjuskólinn aldrei verið betur sóttur en þennan vetur. Fyrir þá Íslendinga sem heim- sækja Kaupmannahöfn er Jónshús jafnframt áhugaverður staður því sýningin um líf og starf Jóns og Ingibjargar er nokkuð sem hvergi er hægt að sjá annars staðar. Ég vil þess vegna eindregið hvetja alla þá sem eiga leið um Kaupmannahöfn og sem enn hafa ekki komið í Jóns- hús að bregða sér þangað og skoða sýninguna. Leiðin er tiltölulega auð- rötuð. Þegar gengið er frá Strikinu er best að fara í gegnum Rósen- borgargarðinn og þá er stutt í Jóns- hús. Það væri líka hyggilegt að líta áður á vefinn um Jónshús. Þar er hægt að finna ýmsan fróðleik um húsið og dagskrá viðburða. Jónshús í Kaupmannahöfn Eftir Sólveigu Pétursdóttur ’Húsið þjónar þannigvel því hlutverki að vera miðstöð fé- lagsstarfs Íslendinga á Kaupmannahafn- arsvæðinu.‘ Sólveig Pétursdóttir Höfundur er forseti Alþingis. TENGLAR ............................................. www.jonshus.dk. Á undanförnum árum hafaþingmenn Samfylking-arinnar hvað eftir annaðvakið athygli Alþingis á því hversu hátt matvælaverð er hér á landi borið saman við önnur lönd Evrópu og flutt tillögur um hvernig takast megi á við þennan mun. Þingmennirnir hafa margspurt ráð- herra fjármála-, landbúnaðar og viðskipta hvernig þeir hyggist beita sér í málinu en það hefur orðið fátt um svör. Engar hugmyndir – engin úrræði. Nú hefur forsætisráðherra ákveðið að setja nefnd í málið til að kanna það – eina ferðina enn. Stærsti orsakaþátturinn Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingar í suðvest- urkjördæmi, hefur verið í far- arbroddi í þessum málum og það var fyrir hennar frumkvæði að Al- þingi samþykkti í desember 2002 að fela ríkisstjórninni að kanna mat- vælaverð á Íslandi í samanburði við helstu nágrannalönd. Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands var falið að vinna verkið. Skýrsla stofn- unarinnar kom út rétt fyrir þinglok vorið 2004 og náði því aldrei inn í umræðu á Alþingi. Skýrsla Hagfræðistofnunar var ítarleg og vel unnin og þar kom glöggt fram sá mikli munur sem er á matvælaverði á Íslandi og í Nor- egi annars vegar og í Evrópusam- bandinu hins vegar. Þá varpar skýrslan skýru ljósi á hvað það er sem veldur þessum mikla mun. Ný- leg könnun norrænu samkeppn- iseftirlitanna stað- festir allt sem fram kom í skýrslu Hag- fræðistofnunar, bæði hvað varðar verðmun- inn og helstu orsaka- þætti. Niðurstaðan er allt- af sú sama: Stærsti einstaki orsakaþátt- urinn er það fyr- irkomulag sem er á op- inberum stuðningi við landbúnað á Íslandi. Stuðningur við fram- leiðendur í landbúnaði er alls metinn á rúma 15 milljarða á ári og tæpan helming hans, eða 6,4 milljarða, borga lands- menn í matarverði. Ef verulega væri dregið úr innflutningshömlum á matvælum myndi matarreikn- ingur landsmanna lækka umtals- vert. Skattar og samkeppni Aðrir orsakaþættir í háu mat- arverði eru skattar en virð- isaukaskattur á flestum matvörum á Íslandi er nokkru hærri en að meðaltali í samanburðarlöndunum. Hefur Samfylkingin í þrígang lagt til á Alþingi að virðisaukaskattur verði lækkaður úr 14% í 7%. Flutningskostnaður til landsins vegur nokkuð í matarverðinu sem og smæð markaðarins. Í því sam- bandi er líka vert að hafa í huga að matarverð í þéttbýli og strjálbýli á Íslandi er alls ekki það sama ein- mitt vegna flutningskostnaðarins. Hefur Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi, verið manna ötulastur að benda á þetta á Al- þingi. Samþjöppun á mat- vörumarkaði, hvort heldur sem er meðal birgja eða í smá- söluverslun, er einn þáttur sem þarf að fylgjast vel með sem og sveiflum í gengi krónunnar. Þær skila sér í hækkuðu mat- arverði þegar gengið lækkar en ekki er víst að verðið sé jafn fljótt að lækka aft- ur þegar gengið styrkist eins og nú hefur verið raunin um nokkurn tíma. Samfylkingin hefur ítrekað lagt áherslu á að styrkja samkeppn- iseftirlit með markaðsráðandi fyr- irtækjum en fengið litlar und- irtektir hjá stjórnarliðum. Síðast en ekki síst kom svo fram í skýrslu Hagfræðistofnunar að staða Íslands og Noregs utan Evr- ópusambandsins er áhrifavaldur sem ekki er hægt að horfa framhjá. Tími aðgerða runninn upp Niðurstöður og skýringar liggja fyrir á því hvers vegna mat- vælaverð er umtalsvert hærra hér á landi en annars staðar. Tími kann- ana og úttekta er liðinn – tími að- gerða runninn upp. Forsætisráð- herra setti málið í nefnd. Sú leið er gjarnan notuð þegar á að svæfa eða þæfa mál t.d. fram yfir kosningar. Í hvert skipti sem erfið umræða kem- ur upp er hægt að vísa til þess að málinu sé svo blessunarlega vel fyr- ir komið í nefnd. Ríkisstjórnin hefur það á valdi sínu að grípa til margvíslegra að- gerða sem geta skilað okkur Íslend- ingum lægra matarverði. Mikilvæg- ast er án efa að taka upp beingreiðslur í stað tollverndar og framleiðslutengdra styrkja og losa bændur undan þeirri miklu mið- stýringu sem nú einkennir skipulag og framleiðslu í landbúnaði. Slíkar greiðslur myndu þegar til lengri tíma er litið auka hagræðingu og samkeppni í landbúnaði og fram- leiðendur myndu án efa kappkosta að búa til nýja markaði fyrir vörur sínar. Það er ekki eftir neinu að bíða í þessu efni og nú þegar þarf að vinna að breytingum í styrkjakerfi land- búnaðarins í samvinnu við fulltrúa bænda og neytenda. Þessum erfiðu ákvörðunum verður ekki lengur slegið á frest né þær svæfðar í nefnd. Samfylkingin mun hér eftir sem hingað til fylgja því fast eftir að á þessum málum verði tekið. Of hátt matvælaverð Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ’Tími kannana og út-tekta er liðinn – tími að- gerða runninn upp.‘ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. gið í Norðlingaskóla m skóla- samning Morgunblaðið/Ásdís ur borgarstjóra sem heimsótti skólann í haust. naðar- gaskóla, n hafa dir þeim ði að innu- im. að undir a þegar a, en það ð sent ra. „Við a sam- r um sáttir við kemur í nskóla- Þar sagði i skoðun eykjavík- ur og skólastjóri og kennarar Norðlingaskóla gætu með góðu móti rammað það skólastarf og þá skólastefnu sem fyrirhuguð væri í skólanum inn í núverandi kjara- samning. Hermann segir kennarana hins vegar telja að full þörf hafi verið á því að taka upp breytt skipulag á vinnutíma kennara og vísar til þess að Norðlingaskóli sé nýr skóli sem starfi út frá hug- myndum um skóla án aðgrein- ingar og einstaklingsmiðað nám. Tilraunin með breytt fyr- irkomulag hófst í haust og segir Hermann kennara skólans ánægða með reynsluna af því. „Það eru allir mjög sáttir við þetta. Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir hann. um við omulagið maður borgar, ólastjóra ka finu. iðleitni aholti mennta- tjóra við m vildi í kjara- eljum að að semja starf- Hann segir skipta miklu að kennarar skólans vilji vinna sam- kvæmt því samkomulagi sem þeir ásamt skólastjóra og fræðslu- yfirvöldum í Reykjavík hafa und- irritað um breytt launa- og vinnutímafyrirkomulag kennara. Samkomulagið er tilraun til eins árs. „Ég hef verið sannfærður um það að kennarar skólans vilji vinna samkvæmt þessu vinnufyr- irkomulagi.“ Hann segist vita af óánægju Félags grunnskólakenn- ara og vonast til að hægt verði að lenda þessu máli í friði. viðleitni jórans sdóttir ir verk- eykjavík agi um , kenn- firvöld í ð er kveð- nutíma- m er frá- kenn- „Ef sátt er um þetta verkefni milli starfsfólks skólans og rekstr- araðila, sem er borgin, þá tel ég það vera tilraunarinnar virði,“ segir ráðherra. „Fagfólk kemur að þessu verkefni og ef menn telja að það geti leitt til framþróunar í skólastarfi eiga menn að skoða það betur. Allt sem leiðir til aukins sveigjanleika í skólastarfi er af hinu góða.“ ið athyglisvert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.