Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þá er Óperudraugurinn,Phantom of the Opera, orð-inn sá söngleikur sem lengst hefur gengið á þeirri merki- legu „götu“ Broadway í New York fyrr og síðar. Gæsalappirnar eru notaðar hér til að undristrika að Broadway í leikhúslífinu þar í borg táknar í rauninni ekki götuna sjálfa, sem teygir sig upp og niður eftir endilangri Manhattan-eyju og í gegn um leikhúshverfið sem stendur í kring um Times Square, heldur ákveðna stærð. Það að leik- hús sé „á Broadway“ táknar að leikhúsið hefur meira en 500 sæti; og sum þeirra standa við Broad- way, en önnur ekki. Þannig stend- ur Majestic Theatre, þar sem Óperudraugurinn hefur verið sýndur í næstum átján ár, við 44. stræti en ekki Broadway-götu sjálfa. En þetta er nú útúrdúr.    Alls hefur Óperudraugurinnverið sýndur 7.486 sinnum í Majestic-leikhúsinu á Broadway og slær hann þar með út Cats, sem áður hafði vinn- inginn með 7.485 sýningar. Óperu- draugurinn er ennfremur orð- inn það verkefni skemmtana- bransans sem halað hefur inn mestar tekjur; 3,2 milljarða dollara. Tekju- hæsta kvikmynd heimsins, Titanic, gaf til sam- anburðar af sér 1,2 milljarða doll- ara. Það merkilega er, að sami mað- urinn stendur að baki báðum þess- um vinsælu söngleikjum; hinn 57 ára gamli Andrew Lloyd Webber. Þó hefur Lloyd Webber sagt að hann kunni enga uppskrift að vel- gengni söngleikja. „Ef ég vissi það, myndi ég drífa mig og skrifa annan,“ hefur hann sagt. Og sannarlega hefur hann skrif- að aðra söngleiki – alls 14 talsins – suma sem hafa gengið verr. En hann á engu að síður líka heið- urinn af til dæmis Jesus Christ Superstar og Evitu, svo maðurinn veit nú um það bil hvað hann er að gera.    Óperudraugurinn segir frá bitr-um og brjáluðum manni sem býr í skúmaskotum og bakher- bergjum gamla óperuhússins í París. Hann herjar á starfsfólkið þar til að hefna harma sinna; af- myndunar í andliti sem hann varð fyrir í leikhúsinu og neyðir hann til að lifa lífinu „baksviðs“ í bók- staflegri merkingu og bera grímu. Ljósið í hinu ljóta lífi hans er ung söngkona í leikhúsinu, Christine, sem endurgeldur þó ekki ást hans, því til sögunnar kemur ungur og hetjulegur karlmaður, Raoul, sem leggur allt í sölurnar fyrir hana. Það er þessi létt-ruglaða ást- arþríhyrningssaga í tónlistarformi sem hefur heillað þær 80 milljónir sem séð hafa söngleikinn frá því að hann var frumsýndur í London fyrir 20 árum.    Andrew Lloyd Webber hefur ítilefni af tíðindunum af Broadway-velgengninni verð spurður mikið út í ástæður vin- sælda Óperudraugsins. „Ég veit það eiginlega ekki... Ég held að þetta sé nokkuð frumstæð saga, hún er mjög rómantísk,“ sagði hann í viðtali við BBC nýlega. „Ég held að flestir myndu vilja breyta einhverju í útliti sínu, og kannski finna þeir til samkenndar við óp- erudrauginn af þeirri ástæðu.“ Það má vera að þetta sé satt hjá Lloyd Webber; þetta með róm- antíkina og hvers vegna maður finnur til samúðar með hinum ógæfusama en illa „draug“. Engu að síður hefur undirrituð nýverið séð bíómyndina Phantom of the Opera – ekki nýjustu myndina sem var gerð eftir söngleiknum við miklar vinsældir – heldur svart- hvíta bíómynd frá miðri síðustu öld gerða eftir skáldverkinu sjálfu. Ég verð að viðurkenna að sú bíó- mynd var ekkert sérstaklega skemmtileg – að minnsta kosti hvorki eins skemmtileg og nýja söngleikjamyndin né uppfærslan sjálf í Majestic. Galdurinn er nefni- lega auðvitað í tónlistinni, þótt Lloyd Webber vilji ekki hreykja sér.    Þegar ég fór að sjá Óperudraug-inn í Majestic fyrir nokkrum árum (þar sem örlagarík ljósa- króna hangir yfir áhorfendum eins og fallöxi og fer loks á fleygiferð) kom mér engu að síður á óvart að mér fannst ég ekki þekkja nein lög eins og ég hafði haldið, enda þekkti ég verkið svosem ekkert fyrir. En allar götur síðan hafa þessi lög hljómað inn og út í hug- anum, stórkostlega grípandi og falleg, melódramatísk vissulega, en algjörlega skotheld. Ótrúlegt vald sem maðurinn hefur á laglín- um. Í þessu ljósi koma fréttirnar af vinsældum Óperudraugsins und- irritaðri lítið á óvart. En Lloyd Webber sagðist aldrei hafa átt von því að það yrði hans eigin söng- leikur sem myndi slá út fyrri met- hafann á Broadway, Cats. „Ég hélt aldrei að þetta myndi koma fyrir mig á starfsferlinum,“ sagði hann. „Ég hef enn ekki alveg áttað mig á þessu. Það eina sem ég hef áttað mig á er að þetta er met sem ég mun aldrei bæta.“ Og þó, hver veit? Óperudraugurinn tekur við af köttunum ’Alls hefur Óperu-draugurinn verið sýnd- ur 7.486 sinnum í Maj- estic-leikhúsinu á Broadway og slær hann þar með út Cats, sem áður hafði vinninginn með 7.485. Óperudraug- urinn hefur líka halað inn mestar tekjur.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Majestic-leikhúsið sýnir vinsælustu sýningu allra tíma á Broadway í New York; söngleikinn Óperudrauginn eftir Andrew Lloyd Webber. Reuters Aðstandendur Óperudraugsins fagna í lok 7.486. sýningarinnar. Hvers vegna finnur maður til samúðar með hinum ógæfusama en illa „draug“? Táknrænt: Leikkona í gervi persónu úr Cats afhendir „Óperudraugnum“ sjálfum niðurstöðurnar um vinsælustu sýninguna á Broadway. Sir Andrew Lloyd Webber

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.