Morgunblaðið - 11.01.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 11.01.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNNIÐ var við niðurrif gömlu Lýsisverksmiðjunnar við Granda- veg þegar ljósmyndara Morg- unblaðsins bar að garði í gær. Lýsi hf. var stofnað á þessum stað árið 1938 og starfaði þar allt þangað til fyrir tæpu ári síðan þegar starfsemin fluttist í nýtt og stærra húsnæði. Að niðurrifi loknu er gert ráð fyrir því að hefja byggingu á heimili fyrir aldraða. Morgunblaðið/Kristinn Gamla Lýsishúsið rifið BYRJAÐ er að birta fréttamynd- skeið frá Reuters fréttaþjónust- unni á Fréttavef Morgunblaðsins. Verða þau bæði birt með ein- stökum fréttum á vefnum og einn- ig á sérstakri síðu, sem hægt er að nálgast á forsíðu mbl.is. Einfalt er að skoða mynd- skeiðin. Aðeins þarf að smella á hnapp þar sem stendur spila. Textinn, sem lesinn er af frétta- þulum Reuters á meðan mynd- skeiðið er spilað, er óþýddur. Hægt er að sjá nýjasta mynd- skeiðið í hægri dálki á forsíðu mbl.is. Ef smellt er á myndina opnast það á nýrri síðu og þar er einnig hægt að horfa á önnur myndskeið, sem borist hafa frá Reuters síðasta sólarhringinn á undan. Fréttamyndskeið frá Reuters birt á mbl.is UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ skorti lagagrundvöll til að mæla fyrir um almennar breytingar á starfsemi hundabús, að því er fram kemur í áliti umboðsmanns Al- þingis frá 30. desember síðastliðn- um. Rekstraraðili hundaræktunar kvartaði við umboðsmann vegna úrskurðar umhverfisráðuneytisins. Þar var ákvörðun Umhverfisstofn- unar (UST) um kröfur um úrbæt- ur í starfsemi hundaræktarinnar staðfest með tilteknum breyting- um. Athugun umboðsmanns beindist að því hvort kröfurnar hefðu verið settar fram í samræmi við þágild- andi lög (15/1994) og reglugerð (499/1997), en leyfi aðstandenda hundabúsins til dýrahalds var veitt í samræmi við þau. Umboðsmaður benti t.d. á að í reglugerðinni hefðu ekki verið nein fyrirmæli um lágmarksstærð- ir búra eða leyfilegan fjölda dýra í hverju búri að teknu tilliti til stærðar þeirra, eins og fram kom í kröfum UST um úrbætur og úr- skurði ráðuneytisins. Einnig benti hann á að engar breytingar hafi orðið á efnisreglum laganna eða reglugerðarinnar varðandi kröfur um aðbúnað dýra frá því leyfið var gefið út og þar til atvik málsins áttu sér stað. Kröfur um breyt- ingar skorti lagagrundvöll STJÓRNARANDSTAÐAN ætlar ekki að tilnefna fulltrúa í fjölmiðla- nefnd menntamálaráðherra en nefndinni er ætlað það hlutverk að semja frumvarp til laga um fjöl- miðla. Formenn þingflokka stjórn- arandstöðuflokkanna greindu menntamálaráðherra frá þessari af- stöðu sinni í bréfi til ráðherra í gær en þar segjast þeir hins vegar vera tilbúnir að tilnefna fulltrúa í nýja nefnd sem skipuð verði til að fjalla heildstætt um fjölmiðlamarkaðinn, þ.á m. um Ríkisútvarpið. Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undrast af- stöðu stjórnarandstöðunnar. Mikil vinna hefur farið fram og tillögur liggja fyrir Þingflokksformenn stjórnarand- stöðunnar segja m.a. í bréfi sínu til ráðherra að þeir sjái ekki á þessu stigi ástæðu til að skipa fulltrúa í enn eina nefndina til að fjalla um hinn almenna fjölmiðlamarkað án tengsla við Ríkisútvarpið. „Við erum þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að ná sátt um sam- ræmda heildarsýn fyrir íslenska fjölmiðla sem taki bæði til Rík- isútvarpsins og einkarekinna fjöl- miðla,“ segir m.a. í bréfinu. „Afstaða okkar byggist á þeim rökum að á því sviði [einkarekinna fjölmiðla] hefur mikil vinna farið fram, fyrir liggja tillögur og við teljum að það sé fyrst og fremst tæknilegt úrlausnarefni að semja frumvarp til laga á grundvelli þeirra tillagna. Við treystum vel þeim lögfræðingum, sem nefndir eru í bréfi menntamálaráðherra, til að vinna það verk. Við leggjum því til að þeim verði falið að semja frumvarp á grundvelli tillagna fjöl- miðlanefndar sem verði kynnt og rætt í þingflokkunum áður en það er lagt fram á Alþingi. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjölmiðla- nefndinni sem vann fyrrnefndar til- lögur eru svo að sjálfsögðu hvenær sem er tilbúnir til að hitta lögfræð- ingana og fara yfir einstök mál með þeim ef þeir svo kjósa,“ segir enn- fremur í bréfi þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar. Allir flokkar komi að smíði frumvarpsins Menntamálaráðherra segist ítreka einlægan vilja sinn til þess að reyna að vinna úr þeirri sátt sem náðist á grundvelli fjölmiðla- skýrslunnar sl. vor. Á þeirri for- sendu hafi stjórnarandstaðan verið beðin um að tilnefna fulltrúa í nefndina. Páll Hreinsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, verður formaður nefndarinnar, en Páll Þórhallsson lögfræðingur verður varaformaður, samkvæmt tillögu ráðherra. „Ég tel mikilvægt að allir flokkar komi að frumvarpssmíðinni og skorist ekki undan þeirri ábyrgð.“ Hún segir að það sé ákveðinn mis- skilningur hjá stjórnarandstöðunni að segja að það sé einungis tækni- legt úrlausnarefni að semja frum- varpið. Úrlausnarefnið sé mikil- vægt, þegar um svo stóran lagabálk sé að ræða. Hún segir ennfremur að lög- mennirnir, sem skipaðir hafi verið í nefndina, muni þrátt fyrir þetta hefja störf, og reyna að vera í sam- starfi við stjórnarandstöðuna. Það sé þó undarlegt að stjórnarandstað- an vilji ekki taka formlega ábyrgð. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar Ætla ekki að til- nefna fulltrúa í fjölmiðlanefnd Vilja heildstæða umfjöllun um einkarekna fjölmiðla og RÚV GUÐMUNDUR Magnússon, sem situr í aðalstjórn Öryrkjabandalags- ins, segir uppsögn Arnþórs Helga- sonar úr starfi framkvæmdastjóra bandalagsins í gær hafa komið sér á óvart. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem þurfi virkilega að skoða,“ segir Guðmundur sem kveðst leiður yfir því að til uppsagnarinnar hafi komið. „Ég hefði kosið að þetta hefði fengið lengri aðdraganda og meiri umræðu.“ Guðmundur kveðst ekki hafa rætt uppsögnina við aðra stjórnarmenn, en segist gera ráð fyrir að rætt verði um mál Arnþórs og aðrar þær skipulagsbreytingar sem framkvæmdastjórn ÖBÍ hyggst gera, á fundi aðalstjórnar bandalags- ins sem boðaður hefur verið á morg- un. Veit ekki um ágreining innan aðalstjórnar Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, segir mál Arnþórs áreiðanlega verða tekið fyrir á stjórnarfundinum á morgun. „Fundurinn var hins veg- ar ekki boðaður út af þessu. Hann er löngu ákveðinn, en þetta er hefð- bundinn aðalstjórnarfundur,“ segir Sigursteinn sem býst við að málið verði rætt undir liðnum önnur mál. Sér sé ekki kunnugt um ágreining vegna þess innan aðalstjórnarinnar, en þar sitja fulltrúar þeirra 30 félaga sem eiga aðild að ÖBÍ. Fram- kvæmdastjórn bandalagsins tók þá ákvörðun að segja Arnþóri upp störfum á fundi sínum á fimmtudag, en honum var tilkynnt um hana í gær. Sigursteinn segir að mjög stór mál verði til umræðu á fundi aðalstjórnar á morgun, en þar verði líka rætt um þær skipulagsbreytingar sem liggi til grundvallar uppsagnar Arnþórs. Hann segir að senn verði ráðinn nýr maður í starf framkvæmda- stjóra. „Það verður gengið frá þeirri ráðningu fyrir helgi,“ segir Sigur- steinn. Ráðlagt að leita aðstoðar lögfræðings Arnþór Helgason, fyrrum fram- kvæmdastjóri ÖBÍ, segir lögfræðing bandalagsins hafa ráðlagt sér, þegar til uppsagnar kom, að ráðfæra sig við lögfræðing vegna gerðar starfsloka- samnings. Kveðst hann hafa gert það. Hann vilji ekkert segja um upp- sögnina að öðru leyti því en hann sé ákaflega dapur yfir þessu máli. Uppsögn framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins Starfslok rædd á fundi stjórnarinnar á morgun Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.