Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 29 MINNINGAR ✝ Magnús Krist-inn Randrup fæddist í Hafnar- firði 24. september 1926. Hann lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 6. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Emil Randrup málarameistari, f. í Danmörku 16. maí 1888, d. í nóvember 1970 og Ögn Guð- mundsdóttir, f. á Seljanesi í Stranda- sýslu 7. september 1892, d. 6. nóv- ember 1989. Magnús átti þrjár al- systur, Huldu Randrup, sem er látin, Emmu Walker, sem búsett er í Bandaríkjunum og Ágústu Randrup, sem býr í Keflavík. Einnig átti hann þrjú hálfsystkin sem öll eru látin. Á nýársdag 1948 kvæntist Magnús Auði Guðmundsdóttur, f. 10.10. 1928, d. 5.8. 1998. Þau eign- uðust fimm börn, þau eru: Guð- mundur, f. 11.6. 1946, Halldóra, f. 17.7. 1948, Gunnar Kári, f. 19.7. 1954, Magnús Jak- ob, f. 19.9. 1955, og Halla, f. 10.2. 1959. Barnabörn Magnús- ar og Auðar eru orðin 14, en tvö eru látin. Barnabarna- börn eru 8. Magnús lauk sveinsprófi frá Iðn- skólanum í Hafnar- firði í málaraiðn 1948 og fékk meist- arabréf 1968. Hann starfaði við iðn sína í Hafnarfirði og Reykjavík þangað til hann fór á eftirlaun. Samhliða málarastarf- inu lék hann í danshljómsveitum víðs vegar um landið. Á tímabili var hann með eigin hljómsveit. Magnús lék á harmoniku, saxófón og horn. Hann var einn af stofn- endum Lúðrasveitar Hafnarfjarð- ar og lék lengi með henni eða þar til hann flutti til Reykjavíkur 1962. Magnús verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Pabbi var sonur hjónanna Agnar Guðmundsdóttur verkakonu og Emils Randrup málara. Hann var frekar fáorður um æsku sína, minntist samt alltaf með hlýhug ömmu sinnar Jakobínu Magnúsdóttur og þeirra stunda er hann lá á gæruskinni úti í horni í herberginu hennar og hlustaði á sögur sem hún sagði honum. Hann þótti undrabarn í tónlist og sagði frá því að amma hans gaf honum alltaf matskeið af malti er hann spilaði nýtt lag fyrir hana. Honum bauðst að fara utan til tónlistarnáms, 11 ára gömlum, en slíkt kom ekki til greina. Það þurfti að fara að vinna til að draga björg í bú. 15 ára gamall var hann kominn í læri í málaraiðn og farinn að spila á böllum aðeins 13 ára. Hann var barn síns tíma, hjá hon- um var aðalatriðið að eiga fyrir salti í grautinn og skulda engum neitt. Sú stefna leiddi til þess að hann vann tvöfalda vinnu lengstan hluta ævinnar. Það var ekki alltaf auðvelt að lynda við pabba, til þess var hann of skarpur og einstrengings- legur og jarðbundinn. Stundum fannst manni að hann væri einfald- lega hræddur við að skipta um skoðun. Þess vegna virkaði hann stundum gamaldags úr hófi. Ég man eftir því til dæmis að mágur minn Marías reifst við hann er hann var lærlingur hjá pabba, um mikilvægi þess að hafa öndunar- grímur er verið væri að vinna við eiturefni. Gamla manninum fannst grímur eiga best við kerlingar sem væru of ljótar til að flauta á eftir. Nokkrum árum seinna var hon- um sagt að eiturefnin í málningunni væru sennileg ástæða þess að hann fengi svimaköst og skipti svo ört skapi. Eftir það talaði hann alltaf eins og hann hefði fundið upp öndunar- grímurnar og umhverfisvernd yfir höfuð. Þegar við bjuggum í Hafnarfirði á Stekkjarbrautinni, þá hélt ég að aðaláhugamál föður míns væru teygjur sem voru nauðsynlegar til að halda saxófóninum saman með. Það var þó ekki því lestur bóka áttu hug hans allan ef hann var ekki að vinna. Þar réð Kiljan ríkjum og hefur oft flökrað að manni hversu líkir þeir voru Bjartur í Sumarhúsum og Magnús Randrup. Ólafur Kárason átti líka sinn part í honum og segir það sitt um margbreytni skapgerð- ar hans. Þórbergur Þórðarson og aðrir ís- lenskir meistarar pennans áttu greiðan aðgang að safni Magnúsar og hjarta. Hann elskaði háðið ef tónninn var góður. Að sjálfsögðu var umgengni við þessa snillinga íslenskrar orðkyngi til þess að sögur Magnúsar voru af- skaplega skemmtilegar og hikaði hann ekki við að hagræða sannleik- anum á altari sögunnar. Kvað svo sterkt að því, að eitt barnabarnanna spurði móður sína einu sinni, hvort þetta væri sannleikur eða „afasann- leikur“. Ég sé hann í minningunni, ekki hávaxinn en með kímin augu og allt- af eins og hann þyrfti að raka sig. Alltaf að fara eitthvert að vinna, hlaupandi að heiman með nikkuna í annarri hendi og teygjusaxófóninn í hinni, Camel í munnvikinu og bindi sem hefði gefið Dalí heilablæðingu. Fyrir pabba var músík ekki list. Hún var brauð á borðið og saltið í grautinn, leiðin til sjálfstæðis. Þess vegna þurfti maður að fara varlega heima ef mann langaði til að hlusta á tónlist. Heima átti maður nefni- lega að vera í fríi. Samt var það tón- listin sem auðgaði líf hans hvað mest og nú síðast er hann fluttist á Grund. Fjölskyldan bjó fyrst í Hafnar- firði og flutti svo til Reykjavíkur í upphafi sjöunda áratugarins. Þá voru börnin orðin 5; þrír strákar og tvær stelpur. Enginn eins og öll með sérstaka lífssögu framundan. Magnús hélt áfram að mála og spila en mamma ákvað að gera eitt- hvað fyrir sjálfa sig og fór að læra leiklist. Þar hófst skemmtilegt tímabil í sögu fjölskyldunnar þar sem nú þurftu allir að taka til hend- inni á heimilinu. Árin liðu og ég held að pabbi hefði getað slakað að- eins á hvað spilamennsku og málun varðar. Því var þó ekki að heilsa. Hann vann dag og nótt. Mamma vann einnig og uppvaskið var orðið að föstum lið. Nokkrum árum seinna greindist pabbi með of háan blóðþrýsting. Við því voru teknar pillur og áfram var haldið að mála og spila. Á Holtsgötunni var fjárfest í plötuspilara að pabba óspurðum, sá var tengdur við útvarp og mamma keypti nokkrar jazzplötur. Þetta var magnað. Við börnin fullorðnuðumst og fluttum að heiman. Saxófónninn var löngu seldur og nikkan var eingöngu tekin fram til að spila fyrir barnabörnin sem kunnu vel að meta það. Þegar mamma dó fóru í hönd erf- iðir tímar hjá pabba. Þó hann segði það ekki upphátt vissum við að frá- fall mömmu var honum þungur missir. Hann sagðist alltaf hafa reiknað með að fara á undan henni. Hann sneri ekki aftur til vinnu eftir fráfall hennar og um tíma héldum við að hann væri að fara sömu leið. Haustið 2004 flutti hann svo á elli- heimilið Grund og þar leið honum vel. Sérstaklega varð honum tíð- rætt um alúðlegt viðmót starfs- fólksins. Heilsan skánaði og líf hans varð allt skemmtilegra. Hann rölti um með harmonikkuna framan á göngugrindinni og settist þar sem stól var að finna og spilaði fyrir vistfólkið. Honum leið vel og er andlátið kom þá var það alveg eins og hann vildi hafa það, snöggt og tilgerðarlaust. Gunnar Kári Magnússon. MAGNÚS KRISTINN RANDRUP JÓRUNN RÓBERTSDÓTTIR lést á sjúkrahúsi mánudaginn 26. desember. Útförin fór fram í Lyngby, Danmörku, föstudaginn 6. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Björnsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS S. MAGNÚSSON, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 8. janúar. Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir, Geir Magnússon, Kristín Björnsdóttir, Helgi Magnússon, Guðlaug Guðjónsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Jóhannes Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN (DANÍELSDÓTTIR) REID, fædd í Hlíðarhúsum, Nýlendugötu, Reykjavík, Öldugötu 37, Hafnarfirði, (áður Northampton, Englandi), lést á hjúkrunarheimili Sólvangs í Hafnarfirði að morgni föstudags 6. janúar. Útför auglýst síðar. Ronald H. Reid, Daniel Friðrik Reid, Arthur Wilfred Reid, Rosalind Jóhanna Reid, Tryggvi Tryggvason, Eva (Gunnarsdóttir) Woodcock, J. Scott Woodcock, Justin Scott Woodcock, Darryl James Woodcock, Kári Gunnarsson, Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Styrmir Máni Kárason. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, AÐALBJÖRN JÓNSSON, Vesturbraut 36, Keflavík, áður til heimilis á Hólavöllum, Garði, andaðist á heimili sínu mánudaginn 9. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristný Rósinkarsdóttir, Ester Aðalbjörnsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Jón Aðalbjörnsson, Aldís Árnadóttir, Haraldur Aðalbjörnsson, Sigrún Harðardóttir, Jakobína Aðalbjörnsdóttir, Björgvin Skarphéðinsson, Rósinkar Aðalbjörnsson, Ólöf Guðrún Albertsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HINRIK HELGI KONRÁÐSSON, Moss, Noregi, áður til heimilis í Brautarholti 13, Ólafsvík, lést á heimili sínu mánudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá kapellunni í Jelöy, Moss, þriðjudaginn 17. janúar kl. 12.00 Else Konradsson, Sæmundur I. Hinriksson, Auður J. Árnadóttir, Konráð Hinriksson, Inga G. Bragadóttir, Lisbeth Rui, Rune Rui, barnabörn og barnabarnabörn. Þú átt að vernda og verja þótt virðist það ekki fært allt sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. (Guðmundur Ingi Kristjánsson.) Kæra vinkona, takk fyrir sam- MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR ✝ Margrét Stef-anía Hallgríms- dóttir fæddist á Siglufirði 31. des- ember 1945. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Siglufjarð- ar 21. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Siglufjarðar- kirkju 30. desem- ber. fylgdina og góðan vin- skap, kveðja, Jósefína Sigurgeirsdóttir. Kæra vinkona, ég vona að þér líði betur núna, síðustu vikur hafa verið þér erfiðar. Elsku Magga, ég þakka þér fyrir okkar ánægjulegu samveru- stundir gegnum árin, bæði heima og í árleg- um ferðum okkar til útlanda. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kæra vinkona, hvíldu í friði. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Fanney Hafliða. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.