Morgunblaðið - 11.01.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.01.2006, Qupperneq 16
Selvogur | Oft er fallegt að sjá yfir ströndina í Selvogi, ofan af Stakkavíkurfjalli. Félagar í gönguhópnum Ferlir hittu á óskastundina þar, skammt vest- an Nátthagaskarðs, þegar þeir voru á ferð síðastliðinn laug- ardag. Þeir gengu upp á fjallið og fylgdust með stórbrotnu brimi á ströndinni, án þess að fá á sig él sem voru allt í kring. Þaðan sést einnig yfir Hlíð- arvatn og Strandarkirkja sést í fjarska. Nokkrir hellar eru þarna uppi í fjallinu, meðal ann- ars „Annar í aðventu“ sem fannst á öðrum degi aðventu fyrir fjórtán árum. Morgunblaðið/ÓSÁ Horft yfir ströndina Útivist Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn. Taltímar. Einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Frönskunámskeið hefjast 16. janúar Innritun 2. til 13. janúar Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: alliance@simnet.is Upplýsingar í síma 552 3870✆ FÍFULIND 13-15 - KÓP. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 17-20 Glæsileg 4ra herb. endaíb., 111 fm, á 3. hæð (301) með sérinng. af svölum, á þessum góða stað í Kópavogi. Eldhús með sérsmíðuð- um innr. úr hlyni. Þvottahús. Björt stofa með suðursvölum. 3 svefn- herbergi með skápum. Fallegt baðherb. með vönduðum flísum. Flísar á andd. og þvottah., parket á öðru. Hús nýl. málað að utan. Stutt í þjónustu. Laus fljótlega. Þetta er íb. sem vert er að skoða. Verð 24,4 millj. Birna býður ykkur velkomin. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Skíðamaður Ólafsfjarðar | Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur útnefnt skíðagöngukon- una Elsu Guðrúnu Jónsdóttur sem skíða- mann ársins 2005. Elsa er 19 ára. Hún varð á árinu fjórfaldur Íslands- meistari í skíðagöngu og í 2. sæti í boðgöngu á árinu. Elsa tók þátt í fjölda móta erlendis og náði ágætum árangri á sterkum mótum í Nor- egi og Svíþjóð, segir í til- kynningu frá félaginu, en hún býr í Geilo í Noregi þar sem hún stundar nám við skíðamenntaskóla. Íslandsmeistaratitlar Elsu er orðnir 21 í skíðagöngu þrátt fyrir ungan aldur. Þá hef- ur hún orðið 13 sinnum unglingameistari og 14 sinnum vann hún Andrésar Andar- leikana á Akureyri. Nafn staðfest | Félagsmálaráðuneytið hefur að tillögu hreppsnefndar sameinaðs sveitarfélags, Bólstaðarhlíðarhrepps, Sveinsstaðahrepps, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps, staðfest stjórn- sýsluheiti fyrir hið nýja sveitarfélag. Nafnið er Húnavatnshreppur. Við kosningar til sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags í Austur-Húnavatnssýslu sem varð til um áramót var kosið um nafn. Þar hlaut Húnavatnshreppur afgerandi stuðning og nú hefur formlega verið gengið frá því heiti. lagið góða byrjun á söfnuninni. Hann segir mikinn samhug ríkja meðal Hvergerðinga og hann viti að þeirra hugur verði mikill. Þá segist hann verða var við stuðn- ing frá fólki sem eigi þarna leið um allt árið enda Hjálparsveitin oft greitt götu vegfarenda um Hellisheiðina og Stofnaður hefur ver-ið styrktarsjóðurHjálparsveitar skáta í Hveragerði en Hjálparsveitin varð fyrir umtalsverðu tjóni í bruna á gamlársdag. Að sjóðn- um stendur hópur fólks í Hveragerði og er áform- að að sérstakt söfnunar- átak standi yfir fram á næsta vor. Söfnunin byggist fyrst og fremst á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja en einnig er áformað að standa fyrir tónleikum og fleiri at- burðum til styrktar söfn- uninni. KB banki hefur riðið á vaðið og lagt styrkt- arsjóðnum lið með 250.000 krónum. Sig- urður Blöndal, einn af forsvarsmönnum átaks- ins, segir í fréttatilkynn- ingu frá hópnum fram- Þrengslin í vondum vetr- arveðrum. Myndin var tekin þegar fulltrúar KB banka afhentu styrk sinn, f.v. Friðrik S. Halldórsson og Ingibjörg Guðjóns- dóttir frá KB banka, Lár- us Guðmundsson, formað- ur Hjálparsveitar skáta og Sigurður Blöndal og Herdís Þórðardóttir, frá styrktarsjóðnum. Safnað fyrir Hjálparsveit skáta Einar Kolbeinsson íBólstaðarhlíðhlustaði á Útvarp- ið. Á Rás 2 heyrði hann eftirfarandi greiningu á mannfjöldanum: Tölfræðingar telja þá, sem tölta lífsins vegi, og Íslendingar falla frá, fimm á hverjum degi. Samt er engin sorg í lund, því svo er bættur skaðinn, að aðra hverja klukkustund, kemur nýr í staðinn. Ýmsum tekst að auðga bú, aðrir falla í valinn. Nú eru hundruð þjóðin þrjú, í þúsundunum talin. Á fundi í Skagafirði var kvartað undan því að Skagfirðingum hefði fækkað. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum orti af því tilefni: Öllu hérna aftur fer eigi margt til varna í Skagafirði enginn er eftir til að barna. Greining á mannfjölda pebl@mbl.is Kópasker | Hús Rækjuvinnslunnar á Kópaskeri sem verið hefur í eign Byggða- stofnunar um skeið, eða síðan Gefla hf. varð gjaldþrota, var selt um áramótin. Kaupandinn er Gunnólfur hf. á Bakka- firði og að sögn framkvæmdastjóra þess, Kristins Péturssonar, reikna þeir með því að frysta grálúðu í húsinu síðar á árinu. Þeir verða með einn bát í viðskiptum sem mun veiða fyrir vinnsluna, segir á vef sveit- arfélagsins, dettifoss.is. Þar er þess einnig getið að ekki er vitað hvað verður um Öx- arnúp ehf. sem hefur verið með fiskmót- töku, aðgerð og fleira í húsinu. Gunnólfur kaupir á Kópaskeri Borgarfjörður | Sameiningarnefnd fjög- urra sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðheiðar og nágrenni hefur samþykkt eindregin mótmæli gegn því að lykilemb- ætti lögreglumála á Vesturlandi verði á Akranesi og krefst þess að dómsmálaráð- herra endurskoði ákvörðun sína. Í ályktun sameiningarnefndarinnar sem skipuð er fulltrúum Borgarbyggðar, Borg- arfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kol- beinsstaðahrepps, er vakin athygli á því að nefnd á vegum ráðuneytisins lagði fram til- lögu í október 2005 um að lykilembættið yrði staðsett í Borgarnesi og að í kynningu á tillögunni voru sett fram skýr rök fyrir henni. Í greinargerð nefndarinnar hafi komið fram að hún byggði tillögur sínar á faglegum vinnubrögðum og góðu samráði við samtök sýslumanna og lögreglumanna. „Það skýtur því skökku við þegar dóms- málaráðherra gerir það nú að tillögu sinni, eftir samráð við sveitarstjórnarmenn, að embættið verði á Akranesi. Það er ljóst að einhver önnur rök, sem nefndinni hefur yf- irsést, ráða ákvörðun ráðherra.“ Ráðherra endurskoði ákvörðun ♦♦♦ HÉÐAN OG ÞAÐAN Risagullfiskur | Fyrsti afli Húsvíkinga kom á land á nýársdag og var ekki um hefðbundna hafnarlöndun að ræða að því er fram kemur á vef Skarps. Þar segir að Gaukur Hjartarson hafi fundið á fyrsta degi ársins heljarmikinn og sílspikaðan gullfisk í efri tjörninni við Orkustöðina og reyndist fiskurinn vera 34 sentimetrar á lengd og 850 grömm að þyngd. Að sögn Hreins Hjartarsonar hjá Orkuveitunni, var 5–7 fiskum af þessari tegund sleppt í tjörnina í október fyrir rúmu ári. Og þeir virðast hafa plumað sig svona líka vel og vaxið og dafnað ógurlega í volgri tjörninni. „Þeir eiga eiginlega ekki að verða svona stórir en skilyrðin virðast bara vera svona góð á þessum stað,“ segir Hreinn við Skarp. Fiskarnir eru ekki fóðr- aðir heldur lifa eingöngu á því sem náttúr- an færir þeim. Og spurning hvort þarna er ekki að líta dagsins ljós enn einn stór- iðjukosturinn í Þingeyjarþingi, skraut- fiskaeldi.       Nýr framkvæmdastjóri | Magnús Ólafs Hansson hefur verið skipaður fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Bol- ungarvíkur til eins árs, í stað Ólafs Krist- jánssonar. Tveir bæjarfulltrúar í Bol- ungarvík létu bóka undrun sína á því að staðan skyldi ekki hafa verið auglýst op- inberlega, en það voru þær Soffía Vagns- dóttir, Samfylkingu, og Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, Sjálfstæðisflokki, að því er fram kemur á fréttavef Bæjarins besta. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.