Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 39 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimin hefst í dag kl. 9, allir með. Þorrablót 20. janúar kl. 18. Hlaðborð, söngur, gleði og dans. Verð kr. 3000, skráning er hafin í síma 411 2700, allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30– 11.30. Spil kl. 13.30. Keila kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spiladagur, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venjulega. Skráning á postulíns- námskeið stendur yfir. Þorrablótið verður 3. febrúar. Notendaráðs- fundur kl. 10–17. jan. Síminn hjá okkur er 588 9533. Handa- vinnustofa Dalbrautar 21–27 er op- in alla virka daga milli kl. 8 og 16. FEBÁ, Álftanesi | Ferð á Þjóð- minjasafnið kl. 13–16, sjá nánar í dagskrá Grétu. Akstur annast Auð- ur og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin frá kl.10 til 11.30. Félagsvist spiluð í dag kl. 13 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Söngvaka kl. 14.30, undirleik ann- ast Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fundur hjá ITC-deildinni Melkorku miðvikudag kl. 20 að Stangarhyl 4. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.30 boccía, kl. 10 handavinna, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 15.15 söngur, kl. 17 bobb. Skráning á þorrablótið 21. jan. stendur nú yfir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Munið kynningarfund félagsstarfs- ins fimmtudaginn 12. janúar kl. 14 í Kirkjuhvoli og skráningu í nám- skeið. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Bútasaumshópur í Kirkjuhvoli kl. 13. Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11 í Kirkjuhvoli. Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Spilað bridge í Garðabergi eftir hádegi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 8.45 sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Umsj. Brynjólfur Björns- son. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. almenn handavinna. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá hádegi spilsalur opinn. Kl. 14.30 kóræfing. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband. Kl. 13 leikfimi og kl. 14, sagan. Kaffi- veitingar kl. 15. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, postulínsmálun, kaffi, spjall, dag- blöðin. Fótaaðgerð. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa hjá Sigrúnu kl. 9–16, mósaik, ullarþæfing og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Samverustund kl. 10.30, lest- ur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrt- ing 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Tölvunámskeið kl. 13 á laugardag. Skráning í framsagn- arhóp stendur yfir. Skráning í ljóða- og hagyrðingahóp. Söngur alla fimmtudaga kl. 13.30. Leiðbeinandi Hjördís Geirs. Allir alltaf hjart- anlega velkomnir! Síminn hjá okkur er 568 3132. Bókmenntaklúbbur kl. 20 18. jan. Korpúlfar Grafarvogi | Pútt á Korpúlfsstöðum á fimmtud., kl. 10. Maður lifandi | Hláturjógaæfingar Hláturkætiklúbbsins eru á mið- vikudögum í heilsumiðstöðinni Maður lifandi, Borgartúni 24, kl. 17.30–18. Allir velkomnir. Aðgangs- eyrir 300 kr. Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, smíði, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Skaftfellingabúð | Félagsvist verð- ur haldin í kvöld í Skaftfellingabúð að Laugavegi 178 kl. 20.15. Kaffi- veitingar í hléi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd- mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafn- istulaug). Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tré- skurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, handmennt almenn kl. 9.30– 16.30, morgunstund kl. 10, bókband kl. 10, verslunarferð í Bónus kl. 12.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Allir foreldrar vel- komnir með börn sín. Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund í há- deginu frá kl. 12–12.30. Súpa og brauðmeti á eftir í safnaðarheim- ilinu gegn vægu gjaldi. Áskirkja | Hreyfing og bæn í safn- aðarheimili II milli kl. 11 og 12 í dag. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12. Opið hús eldri borgara er frá kl. 13–16, farið verð- ur á Þjóðminjasafn Íslands þar sem sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist verður skoðuð sér- staklega. Kaffi á Kaffitár í lok heimsóknar. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugleiðing, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16. TTT 10–12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkj- unnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bústaðakirkju. Samverur okkar eru á miðvikudögum frá kl. 13. Við spil- um, föndrum og erum með handa- vinnu. Um klukkan 15 er kaffi og þá kemur alltaf einhver gestur með fróðleik eða skemmtiefni. Gestur okkar í dag er Kristján Már Unn- arsson, fréttamaður. Nánari uppl www.kirkja.is Digraneskirkja | Alfa kl. 20. Alfa námskeiðið kynnt. www.digra- neskirkja.is Garðatorg | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10 til 12.30. Fyrirlestur mánaðarlega, auglýstir sérstaklega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Helgistund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörð- ur Bragason. Allir velkomnir. K.F.U.M. fyrir drengi 9–12 ára, í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. Hallgrímskirkja | Morgunmessa alla miðvikudagsmorgna kl. 8 ár- degis. Íhugun, altarisganga. Einfald- ur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Kyrrðarstund í há- degi þar sem við íhugum Guðs orð og notum bænabandið. Boðið upp á léttan hádegisverð á eftir. Allir velkomnir. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar í Hjallakirkju kl. 10–12. Tíu til tólf ára starf er kl. 16.30–17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Miðvikudaginn 11. jan. kl. 12 bæn. Föstudaginn 13. jan. kl. 10–18, fata- markaðurinn opnar aftur. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 12–13, allir velkomn- ir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudaginn 11. jan. kl. 20. „Ég vil segja frá“. Ragnar Snær Karlsson talar. Arna Ingólfs- dóttir hefur vitnisburð. Kaffi. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin. Kl. 14.10–15.30 Kirkju- prakkarar halda fyrsta fund á nýju ári. (1.–4. bekkur) Kl. 16.15 T.T.T. (5.–7. bekkur). Kl. 20 Kvenfélög Langholts-, Ás- og Laugarnessafn- aðar koma saman í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur er sr. Sigurður Árni Þórðarson. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Veggjald innheimt með álagi Spölur ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, innheimtir veggjald með 3.000 króna álagi hjá þeim sem aka um áskriftarhlið við gjaldskýlið norðan fjarðar án þess að hafa gildan viðskiptasamning við Spöl. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins 9. desember 2005 og gildir frá og með 1. janúar 2006. Nokkur brögð eru að því að ökumenn fari um gjaldhliðið á merktum akreinum áskrifenda án þess að hafa veglykil í bílum sínum og tilheyrandi samning um ferðir. Sömuleiðis eru brögð að því að veglyklar séu lausir í bílum og menn flytji þá jafnvel með sér milli bíla. Slíkt er brot á samningi enda skuldbinda áskrifendur sig þar til að festa veglykilinn innan á framrúðu tiltekins ökutækis. Með breytingum á eftirlitskerfi ganganna var gert mögulegt að skrá upplýsingar um bíla sem hér um ræðir og á grundvelli þeirra upplýsinga verður nú innheimt veggjald með álagi hjá forráðamönnum viðkomandi bíla. Rétt er svo að vekja athygli á að ökumenn án samnings við Spöl aka gegn rauðu ljósi í gjaldhliðinu. Þessi ljós hafa stöðu venjulegra umferðarljósa samkvæmt reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995, sbr. breytingu á þeirri reglugerð nr. 458/2001. Þeir sem brjóta af sér á þennan hátt geta því búist við að fá fjársekt og refsipunkta í ökuferliskrá sína, auk veggjalds með innheimtuálagi. Á heimasíðu Spalar, spolur.is, er meðal annars að finna gjaldskrá Hvalfjarðarganga og upplýsingar um hvar unnt er að skrá sig fyrir ferðum um göngin og um réttindi og skyldur áskrifenda. Meðal annars ber seljanda bifreiðar með veglykil að taka lykilinn úr bílnum við eigendaskiptin eða tilkynna Speli um nýjan eiganda bíls/veglykils. Nýr eigandi verður síðan að gera áskriftarsamning við Spöl. HANDVERK og hönnun, Menning- arráð Austurlands, með stuðningi Þróunarfélags Austurlands og Markaðsstofu Austurlands munu á fimmtudaginn kl. 16.10 opna sýn- inguna „Auður Austurlands“ í hús- næði Jöklasýningarinnar á Höfn í Hornafirði. Á sýningunni verða fjölbreyttir munir unnir úr hráefni sem tengist Austurlandi þ.e. hreindýraskinni, hreindýrshorni og beini, lerki og líp- aríti. Sýndir verða munir frá tuttugu og sex aðilum. Sýnendur eru: Álfa- steinn, Ásta Sigfúsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Dýrfinna Torfa- dóttir, Fjölnir Björn Hlynsson, George Hollanders, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Sigurðs- son, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Hólmfríður Ófeigsdóttir, Jórunn Dóra Sig- urjónsdóttir, Kristbjörg Guðmunds- dóttir, Lára Gunnarsdóttir, List- iðjan Eik, Ólavía Sigmarsdóttir, Páll Kristjánsson, Philippe Ricart, Reyn- ir Sveinsson, Rita Freyja Bach, Signý Ormarsdóttir, Sigurður Már Helgason, Úlfar Sveinbjörnsson, Þórey S. Jónsdóttir, Þórhallur Árna- son og Þórólfur Antonsson. Opið verður föstudag, laugardag og sunnudag kl. 14.00 til 17.00. Að- eins verður opið þessa einu helgi. Sýningin var áður sett upp í tengslum við Daga myrkurs á Egils- stöðum í nóvember sl. Gert er ráð fyrir að sýningin verði sett upp á fleiri stöðum á landinu á næstu mán- uðum. Aðgangur er ókeypis. Auður Austurlands á Höfn Nálhús eftir Ritu Freyju Bach. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ stendur fyrir námskeiði fyrir al- menning í tengslum við sýningu leikhússins á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Baltasars Kor- máks. Pétur Gautur verður vígslusýning Kassans, sem er nýtt leiksvið í Þjóðleikhúsinu. Námskeiðið hefst 7. febrúar. Pétur Gautur er eitt af meistaraverkum Henriks Ib- sens, ljóðleikur sem aflaði skáldinu heimsfrægðar. Verkið kom fyrst út á bók árið 1867 en tæpum áratug síðar var það frumflutt og það hefur reglulega verið sett upp í frægum uppsetningum í helstu leikhúsum heims síðan þá. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að opna þátt- takendum heim leikhússins og veita þeim innsýn í að- ferðir þess. Þátttakendum er boðið í heimsókn á æf- ingu á Pétri Gaut og þeir kynnast innviðum Þjóðleikhússins og starfinu í húsinu. Fjallað verður um leikritið Pétur Gaut og þátttakendur fá til lestrar nýja þýðingu Karls Ágúst Úlfssonar á verkinu. Þeir sjá sýn- inguna svo fullbúna og námskeiðinu lýkur með um- ræðum um verkið og sýninguna með þátttöku leik- stjóra, listrænna aðstandenda og leikara í sýningunni. Námskeiðið verður haldið þrjú þriðjudagskvöld á tíma- bilinu frá 7. febrúar til 7. mars, auk sýningarinnar. Þátttakendur geta valið á milli tveggja sýningarkvölda undir lok febrúar. Leikstjóri sýningarinnar verður Baltasar Kormákur og í titilhlutverkinu verður Björn Hlynur Haraldsson sem þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. Í þess- ari nýju sýningu verður sjónum beint að Pétri Gaut í nútímanum. Umsjón með námskeiðinu hafa Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, og Ingibjörg Þórisdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar. Námskeið um Pétur Gaut Baltasar Kormákur og Björn Hlynur Haraldsson. Skráning og nánari upplýsingarhjá fræðsludeild Þjóð- leikhússins í síma 585 1267, fraedsla@leikhusid.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.