Morgunblaðið - 11.01.2006, Page 23

Morgunblaðið - 11.01.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 23 UMRÆÐAN HALLUR Hallsson blaðamað- ur skrifar grein í Morgunblaðið þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann endurtekur efnislega viðhorf sitt í Baugsmálinu marg- umtalaða og reynir jafnframt að leysa Morgunblaðið og flokks- félaga sína úr þeirri illbærilegu sekt, sem blaðið og félagarnir eiga svo sannarlega í málinu. Sektin var afhjúpuð svo eftir- minnilega í rafrænum skrifum sjálfra málshefjendanna. Þetta vitum við öll. Í upphafi grein- arinnar virðist Hallur ætla að þyngja Baugsgagnrýni sína með því að eigna sjálfum sér drjúgan þátt í „frelsisvæðingu íslensks viðskiptalífs“ með því að hafa losað „um kverkatak stjórnmála- manna á fjármálastofnunum“. Þannig mætti jafnvel halda að Hallur teldi sig vera að tala til lesenda blaðsins úr stóli sjálfs guðföður íslensku útrásarinnar. Hver þyrði að trúa ekki slíkum manni? En í lok greinarinnar verður töluvert minna úr „pond- us“ blaðamannsins, þegar hann leggst í vonlausa vörn fyrir rit- stjóra Morgunblaðsins með yf- irlýsingum um það, að langflest- ir lögmenn landsins gætu hafa verið „taglhnýtingar Baugs- feðga“ og því hefði verið eðlilegt að ritstjórinn „nefndi nöfn nokk- urra lögmanna“ í eyru hins auralitla lítilmagna, því engum öðrum lögmönnum væri treyst- andi. Ég finn til með Styrmi Gunn- arssyni ritstjóra í Baugsmálinu og því finnst mér þessi grein Halls Hallssonar blaðamanns vera afar slæm. Grein af þessum toga hreinsar ekkert og bætir ekkert. Hún svertir hins vegar höfundinn illa. Gunnar Ingi Gunnarsson Misheppnaður hvítþvottur Höfundur er læknir. ÁGÆTI Hvergerðingur! Á bæjarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag var lagður fram kaup- og samstarfssamningur við verk- takafyrirtækið Eykt um kaup fyr- irtækisins á 78,5 ha eða öllu eign- arlandi bæjarins austan við Varmá. Svæði sem er eins og 115 fótboltavellir í fullri stærð. Beiðni minnihlut- ans um að afgreiðslu málsins yrði frestað til reglulegs fundar bæjarstjórnar í febr- úar var hafnað. Þess í stað hliðrar meirihluti Samfylkingar og Framsóknar fundi sem halda átti í næstu viku til 17. jan- úar. Það er nokkuð ljóst að meirihlutinn hefur ekki í hyggju að halda borgarafund um þennan samning eða með öðr- um hætti að virkja hið svokallaða íbúalýðræði. Það er afar nauðsynlegt að bæj- arbúar séu meðvitaðir um þau áhrif sem fyrirhugaður samningur hefur og láti ekki meirihlutann villa sér sýn í þessu máli. 90% mögulegra íbúðarsvæða til Eyktar Við erum hér að tala um rétt tæpa 80 hektara sem eru um 90% af því byggingarlandi sem Hvera- gerðisbær á. Einungis eru þá eftir um 10 ha af óbyggðu bygginga- landi í Hveragerði Þetta vekur spurningar um það hvernig bæj- arfélagið hefur hugsað sér að standa að lóðaúthlutun í framtíð- inni? Ákvæði er í samningnum um það að Hveragerðisbær muni haga lóðaframboði á öðrum svæðum þannig að það raski ekki tímasett- um áformum verktakafyrirtæk- isins. Hvað þýðir þetta fyrir fram- tíðaruppbyggingu í bæjarfélaginu? Könnum verðgildi svæðisins Það er margt sem vekur sér- staka furðu við samninginn. Hvers vegna er ekki leitað tilboða í svæðið? Þannig hefði náðst fram raunverulegt markaðsvirði þess sem byggingalands. Hvað veldur því að Eykt borgar lítið sem ekk- ert fyrir byggingaréttinn á öllu þessu landi. Byggingarétt sem miðað við eftirspurn er mörg hundruð milljóna virði. Samkvæmt kaupsamningnum byggja þeir tveggja deilda leikskóla og telst það að öllu leyti fullnaðarkaupverð fyrir hið selda. Byggingunni skal skilað tilbúinni til inn- réttinga og lóð ófrá- genginni! Kostnaður u.þ.b. 80 milljónir. Á tímabilinu skuldbind- ur Hveragerðisbær sig til að byggja grunnskóla (924 millj- ónir) og fjórar deildir (u.þ.b. 150–200 millj- ónir) við fyrirhugaðan leikskóla. Án þess að hafa fengið tekjur af sölu landsins til að standa straum af kostnaði við uppbygginguna. Þeir sem til þekkja telja þetta land vera að lágmarki 800 milljón króna virði. Hvers vegna vill ekki meirihlutinn láta reyna á það hvert raunverulegt verðgildi landsins er með því að bjóða það út? Almenn útboð tryggja jafnræði Svimandi upphæðir eru boðnar í lönd hér á suðvesturhorninu og ljóst að verktakar keppast um þá takmörkuðu auðlind sem bygg- ingaland er. Þess vegna verður að gæta jafn- ræðis og albesta leiðin til að tryggja það er með útboði sem all- ir geta tekið þátt í á jafnrétt- isgrundvelli. Ágæti Hvergerð- ingur, Það er siðlaust að fjórir bæjarfulltrúar geti með þessum hætti tekið jafn afdrifaríka ákvörðun um framtíð Hveragerðis og ráðstafað með þessum hætti stærstum hluta af okkar bygg- ingalandi til eins aðila. Við mótmælum Bæjarfélaginu ber að sjá um skipulagsmál nýrra svæða. Síðan mætti skipta því niður í smærri einingar, bjóða út byggingarrétt hvers hluta fyrir sig þar sem hraði og fyrirkomulag uppbygging- arinnar væri skilgreint. Þannig myndi bæjarfélagið hámarka arð- semi sína af landinu og það yrðu til tekjur til að standa að nauðsyn- legri uppbyggingu. Við mótmælum harðlega þeim flýti sem hér er í gangi. Við gagn- rýnum að því sé haldið fram að gatnagerðin sé svo umfangsmikil að hún ein sé nægjanlegt verð fyr- ir landið. Gatnagerðargjöld eiga að standa straum af þeim kostn- aði. Við gagnrýnum að tekjur af sölu byggingarréttar skuli með samn- ingnum lenda í vasa verktakafyr- irtækisins í stað þess að renna til bæjarfélagsins til uppbyggingar þjónustu fyrir íbúa. Við gagn- rýnum að því sé haldið fram sem kosti í málinu að bæjarfélagið megi kaupa til baka, með sérstöku álagi, lóðir sem það nú færir fyr- irtækinu. Við gagnrýnum að því sé haldið fram sem kosti að hluti lóðanna gangi til bæjarfélagsins full- byggðar, lóðir sem við eigum í dag og samkvæmt samningi erum ekki að fá nema brot af raunvirði fyrir. Kynntu þér málið Pólitískir fulltrúar eru ekki ey- lönd. Við erum kosin til að fara með umboð ykkar. Okkur ber skylda til að sjá til þess að ekkert sem við gerum í dag rýri afkomu okkar til framtíðar. Umrætt land er verðmæt eign. Verði af þessari sölu verður hún stærstu mistök sem pólitískir fulltrúar hafa gert sig seka um í þessu bæjarfélagi. Allra leiða verður leitað til að sú verði ekki reyndin. Opið bréf til Hvergerðinga Aldís Hafsteinsdóttir fjallar um sölu á byggingalandi í Hveragerði ’Það er afar nauðsyn-legt að bæjarbúar séu meðvitaðir um þau áhrif sem fyrirhugaður samn- ingur hefur …‘ Aldís Hafsteinsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði. Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er til 15. febrúar Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna saman- lagt á þrem árum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Fyrirtæki til sölu Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf - fasteignamiðlun. - Einn besti söluturn á Höfuðborgarsvæðinu er til sölu, með eða án húsnæð- is, sem er til sölu eða leigu. Spilakassar, Lottó og Happaþrennur. Mikil ís-sala og frá grilli. Leiga og sala á myndböndum. GARÐATORG 1 Allar nánari upplýsingar veita: Hafdís s. 895 6107 hafdis@remax.is eða Ásdís s. 863 0402 ásdis@remax.is Sólvallagata 9 Glæsileg efsta hæð með útsýni í allar áttir. 3 svefnherbergi, stórar samliggjandi stofur og vandað eldhús með Brúnás innréttingu, AEG stáltæki, gashelluborð og borðkrókur. Útgengt er á svalir úr eldhús- inu með útsýni m.a. að kaþólsku kirkjunni. Stofa og borðstofa samliggjandi, tvöföld hurð er inn í stofurnar. Þær eru mjög bjartar og fallegar með 3 djúpum og fallegum gluggum. Nú er tækifæri til að eignast fallega eign með útsýni í allar áttir á besta stað í gamla Vesturbænum. Jónas Örn Jónasson lögmaður Hafdís Rafnsdóttir sölumaður Ásdís Ósk Valsdóttir sölumaður Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.