Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Maður Lifandi Borgartúni 24, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Lyfjaval Þönglabakka, Lúsabanisem gengur fyrir rafhlöðu. Einfaldur og hreinlegur í notkun Lúsafæla Náttúruleg efni sem úðað er yfir þurrt hárið að morgni og dugar sem vörn allan daginn HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Reykjavík | Mikið starf er enn óunnið við undirbúning Sunda- brautar, þrátt fyrir að búið sé að vinna meira að undirbúningi henn- ar en nokkurs annars vegamann- virkis hérlendis. Útfærsla hennar mun hafa víðtæk áhrif á mannvirki og umhverfi íbúa víða í Reykjavík, en ekki er óeðlilegt að Reykjavík taki þátt í kostnaðarmun vegna ólíkra leiða. Þetta er mat Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra, en það birtist í grein í nýjasta hefti framkvæmdafrétta. Jón segir ennfremur í grein sinni að ekki hafi verið sýnt fram á verulegan mun á umferðarstraumi milli hinna ólíku leiða. Ekki er óeðlilegt, að mati Jóns, að Reykjavíkurborg taki þátt í þeim kostnaðarmun sem er á kost- um I og III, enda séu ákvæði í 29. grein vegalaga þess efnis að í þeim tilfellum þar sem ágreiningur sé milli Vegagerðar og sveitarfélags um veglínu þar sem sveitarfélagið óski eftir dýrari kosti, sé heimilt að krefjast þess að sveitarfélagið greiði mismun kostnaðar, en gróf- lega áætlað sé hann á bilinu 4–5 milljarðar króna. „Það er minn skilningur að þessi ákvæði séu sett til að tengja saman ábyrgð á skipulagsákvörðunum og fjárhags- lega ábyrgð,“ segir Jón m.a. í grein sinni. „Ljóst er að ýmsar ástæður aðrar en umferðar- og kostnaðarlegar geta haft áhrif á val sveitarfélags og raunar ekkert við því að segja ef fjárhagslega ábyrgðin fylgir með. Í þessu tilfelli þarf einnig að hafa í huga að sennilegt er að 80–90% af þeirri umferð sem fer um þennan hluta Sundabrautar í framtíðinni verði umferð milli hverfa í Reykjavík. Leiðavalið virðist auk þess ekki Langt ferli Sundabrautar Eyjalausn Leið III, eða svonefnd Innri leið gerir ráð fyrir manngerðri eyju. Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is JÓNATAN Þór Magnússon, fyrirliði úrvalsdeildarliðs KA í handknattleik, var á sunnudaginn útnefndur íþrótta- maður félagsins fyrir árið 2005. KA- menn héldu þá upp á 78 ára afmæli fé- lagsins, og sama dag fékk félagið við- urkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Fjórar deildir eru starfandi innan KA og uppfylla þær nú allar þær kröf- ur sem gerðar eru til fyrirmynd- arstarfs í barna- og unglingaíþróttum. Það var forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram sem veitti félaginu viðurkenninguna og afhenti formanni félagsins Árna Jóhannssyni og fulltrúum allra deilda innrammaðar viðurkenningar og fána. Á hátíðinni var líka lýst kjöri íþróttamanns KA fyrir árið 2005 sem fyrr segir. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Jónatan Þór hafi hlot- ið afgerandi kosningu að þessu sinni. Í öðru sæti í kjörinu var Pálmi Rafn Pálmason knattspyrnumaður, í þriðja sæti María Shved blakkona og í fjórða var júdómaðurinn Bergþór Steinn Jónsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Til fyrirmyndar. Frá vinstri: Bergþór Steinn Jónsson, fulltrúi júdódeildar KA, Hannes Karlsson, formaður hand- knattleiksdeildar, Vignir Þormóðsson, formaður knattspyrnudeildar, Sigurður Arnar Ólafsson, varaformaður blakdeildar, Árni Jóhannsson, formaður KA, og Ellert B. Schram, formaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. KA til fyrirmyndar og Jónatan bestur Ljósmynd/Þórir Tryggvason Jónatan Þór Magnússon, fyrirliði handknattleiksliðs KA, var kjörinn íþróttamaður félagsins 2005. ÁRIÐ 2005 var metár í sögu land- vinnslu Samherja á Dalvík. Fram- leitt var úr 10.483 tonnum af hrá- efni, samanborið við 9.588 tonn árið áður, sem þá var met. Aukn- ingin er rúm 9% á milli ára. Um 120 stöðugildi eru hjá landvinnsl- unni á Dalvík. Landvinnslan á Dal- vík setti annað met á nýliðnu ári því þá voru flutt út um 1.200 tonn af ferskum afurðum, samanborið við 900 tonn árið 2004, sem þá var einnig framleiðslumet í þessum af- urðaflokki en um er að ræða þá vöru sem mest er greitt fyrir í bol- fiskvinnslu í dag. Vel á annað hundrað stöðugildi eru hjá landvinnslu Samherja á Dalvík. Nú vantar fólk til starfa og er félagið þessa dagana að auglýsa eftir því. Þess má geta að þegar Samherji tók yfir landvinnsluna á Dalvík í árslok 2000 var framleitt úr 4.350 tonnum af hráefni í húsinu. Fram- leiðsluaukningin síðan þá hefur verið samfelld: Árið 2001 var framleitt úr 5.600 tonnum, árið 2002 úr 6.500 tonnum, árið 2003 úr 8.100 tonnum, úr 9.600 tonnum 2004 og 10.500 tonnum á nýliðnu ári, sem fyrr segir. Framleiðslu- aukningin nemur því um 140% á 5 árum. Í áætlunum Samherja fyrir yf- irstandandi ár er gert ráð fyrir áframhaldandi framleiðsluaukn- ingu á Dalvík og að hráefnismagn- ið verði liðlega 11 þúsund tonn. „Grunnurinn að þessum vexti landvinnslunnar á Dalvík er öflugt markaðsstarf Samherja og sá ár- angur sem við höfum náð í sölu á ferskum þorskafurðum. Þegar við tókum við þessari vinnslu var okk- ur sagt að ekki væri hægt að nota togarafisk sem hráefni í dýrustu afurðirnar en við höfum afsannað það rækilega og erum mjög stolt af þeim árangri sem þar hefur náðst,“ er haft eftir Gesti Geirs- syni, framkvæmdastjóra land- vinnslu Samherja, í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu. Nýir bátar og ný störf Þess má ennfremur geta að um áramótin festi Samherji kaup á 75 tonna snurvoðarbát sem nú hefur hlotið nafnið Hjalteyrin EA 310. Hann verður gerður út til ýsuveiða frá Dalvík, gagngert til að afla landvinnslu félagsins þar hráefnis. Báturinn fór í sinn fyrsta róður um helgina. Fjórir eru í áhöfn hans og er þar um ný störf á Dal- vík að ræða. Áður hefur komið fram að Rif ehf., sem Samherji á stóran hlut í, festi kaup á hrað- fiskibát í haust, sem gerður er út á línu frá Dalvík. Framleiðslu- met hjá Sam- herja á Dalvík Stefnt að enn frekari aukn- ingu á yfirstandandi ári Morgunblaðið/Kristján Í landvinnslu Samherja á Dalvík. Nýta ekki forkaupsrétt | Bæjar- ráð Akureyrar samþykkti í gær að nýta ekki forkaupsrétt bæjarins að nýju hlutafé í fyrirtækinu Norð- lenska ehf. Ráðinu barst erindi varð- andi hækkun hlutafjár félagsins sem samþykkt var í lok árs.Hluthafar hafa rétt til að skrá sig fyrir nýjum hlutum og rennur frestur til þess út 24. febrúar næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.