Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 15 ERLENT London. AFP. | Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, blés í gær nýju lífi í baráttu sína gegn andfélags- legri hegðan en þá kynnti hann ýmsar aðgerðir, sem eiga að stuðla að auknum þegnskap og virðingu í samfélag- inu. Er þetta eitt af helstu baráttu- málum hans á þriðja kjörtíma- bilinu. Með tillögunum segist Blair vera að segja hvers konar skrílslátum og háreysti stríð á hendur og þær gera ráð fyrir, að hægt verði að reka burt í þrjá mánuði vandræðafólk og vandræðafjölskyldur, sem eru eilíf- lega til óþæginda og ama fyrir ná- grannana. Þá verður einnig heimilt að svipta þetta fólk öllum velferð- arbótum. „Andfélagsleg hegðan, jafnt ungra sem aldinna, veldur upp- lausn og ómældum skaða í viðkom- andi samfélagi,“ sagði Blair þegar hann kynnti áætlun sína á blaða- mannafundi í London. Fullri hörku beitt „Við munum beita fullri hörku í þessum málum til að hinn stóri meirihluti löghlýðins og heiðarlegs fólks þurfi ekki að líða fyrir fram- komu fárra einstaklinga og fjöl- skyldna, sem halda, að ekkert tillit þurfi að taka til annarra,“ sagði Blair og nefndi sem dæmi það fólk, sem með framferði sínu gerði lífið í „verst stöddu hverfunum“ enn erf- iðara en ella. „Verst stöddu hverf- in“ er stofnanamál fyrir fátækra- hverfin. Samkvæmt tillögunum verður hægt að neyða vandræðafjöl- skyldur til að sækja endurhæfing- arnámskeið og yfirvöld á hverjum stað geta jafnvel neytt þær til að búa á ákveðnum stöðum, sér- staklega ætluðum vandræðafólki. Ábyrgð foreldra á skólagöngu barnanna verður aukin og hart tek- ið á þeim, sem ekki standa sig í því. Öllum verður á Blair segir, að baráttan fyrir aukinni virðingu í samfélaginu sé hans hjartans mál á þriðja kjör- tímabilinu en ráðunautur hans í þessum efnum og skipuleggjandi er Louise Casey. Hún mátti þó biðjast afsökunar á síðasta ári á heldur óheppilegri ræðu, sem hún flutti að loknum dýrindismálsverði. Þá bar hún beinlínis lof á drykkjuskap, hótaði að rota embættismennina í Downing-stræti 10 og lýsti því hve gaman væri að verða ofurölvi. Blair boðar herferð gegn andfélagslegri hegðan Reuters Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að þrífa veggjakrot í Swindon í Suður-Englandi. Þar var hann til að kynna áætlun sína um aukinn þegnskap og virðingu í samfélaginu. Vandræðafjöl- skyldur jafnvel reknar út úr húsi Kíev. AP, AFP. | Þing Úkraínu sam- þykkti í gær að víkja stjórn landsins frá vegna samnings sem gerður var við Rússa 4. janúar og kveður á um að Úkraínumenn greiði tvöfalt hærra verð fyrir jarðgas frá Rússlandi en þeir höfðu gert. Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagði að samkvæmt stjórnarskránni hefði þingið ekki vald til að reka stjórnina. 250 af 450 þingmönnum greiddu atkvæði með ályktun um að stjórn- inni yrði vikið frá. 50 þingmenn greiddu atkvæði á móti og tveir sátu hjá. Þingið skipaði þó stjórninni að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn yrði mynduð. Deilt um vald þingsins Júrí Jekhanúrov forsætisráðherra sagði að ályktun þingsins væri ekki bindandi og stjórn hans myndi starfa áfram þar til nýtt þing, sem kosið verður í mars, skipar nýja ríkis- stjórn. Samkvæmt nýlegri stjórnarskrár- breytingu, sem jók völd þingsins verulega, hefur það vald til að skipa ríkisstjórn. Stjórnmálamenn og lögspekinga í Úkraínu greinir á um lagalegt gildi ályktunarinnar. Nokkrir sérfræðing- ar sögðu að þingið gæti aðeins rekið tiltekna ráðherra, ekki alla stjórnina. Aðrir sögðu að þingið hefði fullt vald til að víkja stjórninni frá. Einn af þingmönnum stjórnarand- stöðunnar, jafnaðarmaðurinn Nestor Shufrych, viðurkenndi að ályktunin hefði ekki lagalegt gildi. „Við vitum að við getum ekki rekið stjórnina, við erum vel að okkur í stjórnar- skránni,“ sagði hann. „Við sviptum stjórnina tækifæri til að taka ákvarð- anir.“ Stjórnarandstæðingar á þinginu höfðu kvartað yfir því að gasverðið væri of hátt fyrir úkraínsk fyrirtæki. Jekhanúrov forsætisráðherra varði samninginn við Rússa fyrir at- kvæðagreiðsluna og sagði hann nauðsynlega „málamiðlunarlausn“ til að afstýra gasskorti í landinu. Hann hét því að samningurinn leiddi ekki til hærra gasverðs fyrir neyt- endur á næstunni. Tveir fyrrverandi forsætisráð- herrar og pólitískir andstæðingar, Júlía Tymoshenko og Viktor Janúko- vítsj, voru á meðal þeirra sem gagn- rýndu samninginn á þingfundinum í gær. Þing Úkraínu samþykkir að víkja stjórninni frá Gagnrýnir ákaft samning við Rússa um hærra gasverð París. AFP. | Tvær milljónir barna í Frakklandi lifa undir fátæktarmörk- um og eru stjórnvöld sökuð um að hafa vanmetið fjölda þeirra mjög gróflega. Í skýrslu frá Samtökum evr- ópskra fjölskyldna, UFE, sem 24.000 fjölskyldur eiga aðild að, seg- ir, að fátæk börn í Frakklandi séu helmingi fleiri en talið hefur verið. Er ástæðan sögð vera sú, að franska stjórnin hefur í mati sínu á fátækt miðað við 50% af meðaltekjum en í öðrum Evrópusambandslöndum og hjá OECD, Efnahagssamvinnu- stofnuninni, er miðað við 60%. Fátæku börnin helmingi fleiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.