Morgunblaðið - 11.01.2006, Side 31

Morgunblaðið - 11.01.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 31 MINNINGAR fremst sem skemmtilegs afa sem hafðir gaman af því að stríða mér þegar ég var lítil. Þegar fór að síga á seinni hlutann hjá þér þá varstu mild- ari og blíðari afi. Mér fannst alltaf mjög spennandi að koma í heimsókn til ykkar, húsið stórt með mörgum herbergjum og svo voruð þið með video og maður gat valið sér teikni- mynd til að horfa á. Þú varst líka með skrifstofu sem var full af verðlauna- peningum og bikurum, enda mikill íþróttamaður hér á ferð. Ég hef nú aldrei gerst svo fræg að vinna til verðlauna í íþróttum hvað þá að vinna bikar en þú fylltir heilt herbergi af slíku. Elsku afi, mér finnst erfitt að þurfa að kveðja þig núna en svona er lífið, allt hefur sinn tíma. Megi góður guð vernda þig og fylgja þér í þeirri ferð sem þú ferð í núna. Nanna Mjöll. Elsku afi minn. Ég veit að þú ert farinn á betri stað þar sem þú þarft ekki að taka öll þessi lyf, og þú getur gengið um án þess að vera með hækjuna og það er alltaf gott veður til að spila golf. Þær minningar sem ég hef eru góðar og þar sem þú ert mikið að hrekkja. Ég man þegar þú sast inni í eldhúsi og grettir þig framan í mig og vinkon- urnar mínar sem voru úti í heitapotti, við vorum alveg að deyja úr hlátri. Jólin 2004 sátum við Steini hvor sín- um megin við þig og var mikið potað. Ég sakna þín, ég veit að þú komst því að sem þú vildir og ætlaðir þér í lífinu. Ástarkveðja, Agnes Ýr. Elsku afi. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Ég man alltaf eftir þér, þú komst mér alltaf til að hlæja eða brosa. Það var alltaf gaman að vera í návist þinni og hlusta á þig segja sögur úr þínu stórbrotna lífi. Þú varst alltaf góður og skemmti- legur. Þú varst besti afi í öllum heim- inum. Ég elska þig, Íris Ösp. Kær frændi og vinur hefur kvatt þennan heim eftir langa og viðburða- ríka ævi. Samfylgd okkar og Jóhanns og Fríðu er orðin alllöng eða rúm 40 ár og allan þennan tíma hefur haldist með okkur góður vinskapur, sem aldrei hefur skugga borið á. Leiðir okkar lágu víða saman. Fyrst ber að nefna fjölskyldutengsl, en Jóhann og Ingibjörg voru systkinabörn. Fékk Jóhann nafn afa þeirra, Jóhanns Eyj- ólfssonar bónda og alþingismanns, ættföður Sveinatunguættarinnar, sem hann bar með stolti. Góður og skemmtilegur siður var tekinn upp árið 1981 þegar barnabörn Jóhanns bónda og konu hans Ingibjargar Sig- urðardóttur ákváðu að halda árlega þorrablót saman og var Jóhann ne- stor fjölskyldunnar í þessum fagnaði og stóð þar sannarlega undir nafni. Vináttan leiddi okkur einnig um víðan völl. Við áttum meðal annars því láni að fagna að spila golf með Jó- hanni og njóta þess að sjá hann leika listir sínar í þeirri íþrótt sem hann unni alla tíð og hafði á árum áður fært honum marga titla. Það var lærdóms- ríkt fyrir okkur. Þá er að minnast margra ferða- laga, sem við fórum með þeim Fríðu erlendis. Það voru sannarlega skemmtilegar stundir, Jóhann í ess- inu sínu með brellur og gamansemi sem honum var einum lagið. Já, oft var mikið hlegið. Glæsilegu matar- boðin og gestrisni þeirra Jóhanns og Fríðu gleymast heldur ekki. Þegar góður vinur kveður er gott að eiga aðeins góðar minningar um hann og því viljum við að leiðarlokum þakka Jóhanni samfylgdina og send- um Fríðu og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Jóhannsdóttir og Helgi V. Jónsson. Við kveðjum góðan frænda og vin Jóhann Eyjólfsson. Hann hefur verið okkar samferða- maður á lífsgöngunni. Gefið okkur gleðibros og ógleymanlega frásagnir með sinni einstöku kímni. Orð föðursystur hans, Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Brautarholti eru okkar kveðjuorð. Með þér var lífið svo ljúft og hreint og ljómi yfir hverjum degi. Í sál þinni gátum við sigur greint, sonurinn elskulegi. Þú varst okkur bæði ljóst og leynt ljósberi á alla vegi. Ingibjörg Bergsveinsdóttir og Magnús Erlendsson. Kveðja frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands Mikill sómamaður er fallinn frá. Jóhann Eyjólfsson var einn kunnasti og snjallasti íþróttamaður Íslendinga um miðbik síðustu aldar. Jóhann var í miklu sigurliði Vals í knattspyrnunni á árunum milli 1940 til 50 og margoft Íslandsmeistari með því liði. Hann var einn mesti og besti kylfingur landsins, eftir að hann hætti í knatt- spyrnunni, margfaldur Íslandsmeist- ari og forystumaður í Golfklúbbi Reykjavíkur. Og síðast en ekki síst var Jóhann frábær fimleikamaður, sýndi með fimleikahópi Ármanns og vann þar til verðlauna. Fjölhæfur listamaður íþróttanna og hafði fram á efri ár, eldmóð æskumannsins og drenglyndi íþróttamannsins að leið- arljósi. Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands kveður Jóhann og þakkar hon- um framlag hans og þátttöku í íþróttalífi landsmanna. Aðstandend- um eru fluttar hugheilar samúðar- kveðjur Ellert B Schram, Stefán Konráðsson. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Við Valsmenn sjáum á bak góðum og traustum félagsmanni og vini til fjölda ára, þegar við kveðjum Jóhann Eyjólfsson í dag í hinsta sinn. Jóhann hafði alla tíð mikinn áhuga á íþróttum og byrjaði ungur að iðka knattspyrnu og fimleika. Hann varð fljótlega að gera upp við sig, hvora greinina hann ætti að velja og varð knattspyrnan fyrir valinu. Hann gekk ungur í Val og lék með yngri flokkum félagsins og í meist- araflokki í mörg ár. Hann varð meðal annars fimm sinnum Íslandsmeistari með Val. Jóhann var kantmaður, eins og það var kallað í þá daga. Hann var fljótur og teknískur knattspyrnu- maður, sem lék mótherja sína oft grátt. Jóhann varð formaður Knatt- spyrnufélagsins Vals á þeim tíma- mótum, þegar félagið varð 40 ára árið 1951, og hafði hann forgöngu um mik- il hátíðarhöld í því sambandi, meðal annars með kappleikjum og veglegu afmælishófi sem haldið var í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Enda þótt Jóhann gerðist unnandi golfíþróttarinnar eftir störf sín sem formaður Vals og yrði einn af fremstu kylfingum landsins um árabil, var hann ávallt sannur Valsmaður og fylgdist vel með gengi félagsins. Hann átti sæti í fulltrúaráði Vals til æviloka. Um nokkurra ára skeið hafa eldri Valsmenn komið saman einu sinni í mánuði í kaffi, þar sem rætt hefur verið um gamla og nýja tíma í Val. Jó- hann var einn af þessum köppum, þótt hann ætti erfitt um gang vegna veikinda hin síðari ár. Jóhann var léttur í lund, hnyttinn í svörum, glað- vær í vinahópi og ávallt var stutt í brosið. Við Valsmenn þökkum Jóhanni samfylgdina og farsælt starf fyrir Knattspyrnufélagið Val í gegnum ár- in og vottum eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu innilega samúð allra Valsmanna. Grímur Sæmundsen, formaður. Með nokkrum orðum minnist ég vinar míns, Jóhanns Eyjólfssonar. Við kynntumst í byrjun júlí 1960 þeg- ar ég kom til starfa sem sveitarstjóri í Garðahreppi, sem nú er Garðabær. Kynni okkar hafa því varað meira en 45 ár, en fundum okkar hefur því miður fækkað hin síðari árin. Jóhann var einn hinna fimm kjörnu fulltrúa í sveitarstjórninni á þessum tíma. Og við andlát hans eru þeir allir fallnir frá, Einar á Setbergi, Björn á Vífils- stöðum, Guðmann á Dysjum, Sigríð- ur á Marklandi, og nú síðast Jóhann, sem ævinlega var kenndur við Sveinatungu, þar sem hann átti heim- ili sitt, í húsinu sem faðir hans hafði reist við Vífilsstaðaveg, og kennt var við æskuheimili hans, Sveinatungu í Borgarfirði.Fyrir skömmu var þetta glæsilega hús rifið og er sjónarsviptir að. Þarna voru þrjár íbúðir, á neðri hæð íbúð Jóhanns, einnig íbúð systur hans, Ingibjargar, og á efri hæð bjó móðir þeirra, Helga Pétursdóttir. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að í þessu húsi varð síðar, eða árið 1966, skrifstofa sveitarstjórnarinnar, fyrst í íbúð Jóhanns, sem hreppurinn keypti það ár, og svo síðar í öllu hús- inu allt til ársins 1997 þegar flutt var í Ráðhúsið á Garðatorgi. Jóhann átti sæti í sveitarstjórninni á árunum 1958 til 1962. Þá gaf hann ekki kost á sér áfram vegna þess að hann flutti í annað sveitarfélag um stuttan tíma, þótt hann héldi lögheimili sínu í Garðahreppi og Garðabæ alla tíð. Það var gott að vinna með Jóhanni á þessum árum, eins og var með öll- um hinum fulltrúunum í sveitar- stjórninni. Ég hef sagt það áður, sjálfsagt í minningargreinum um þá, sem áður eru gengnir úr þessum hópi, hversu óvenju framsýnir þessir fulltrúar voru. Meiri hluti hrepps- nefndarmanna var bændur. Þéttbýli fyrst að myndast þá, en skilningur þeirra á skipulagsmálum og þörfum fyrir þjónustu við íbúana var í raun einstakur. Þar naut ekki síst Jóhanns og reynslu hans. Faðir hans, Eyjólfur Jóhannsson frá Sveinatungu, for- stjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, hafði látið skipuleggja einbýlishúsa- hverfi í Silfurtúni við Hafnarfjarðar- veg og byggt allmörg hús við götu þá sem fékk svo nafnið Goðatún. Hann stundaði raunar umfangsmikinn at- vinnurekstur á þessu svæði, rak bæði trésmiðju og steinaverksmiðju. Að þessum rekstri vann Jóhann með föð- ur sínum. Jóhann hafði því grundvall- arþekkingu á því sem sveitarstjórnin vann að á þessum árum. Landsvæði voru leyst úr ábúð og önnur keypt, hafist handa um skipulag nýrra hverfa, vatnsveita lögð og götur gerð- ar og grunnur lagður að þeirri þjón- ustu sem þéttbýlið krefst. Við gerðum okkur grein fyrir að við hefðum ekki næga þekkingu á öllu sem gera þyrfti við svo umfangsmikið starf sem fram undan var og varðaði framtíð sveitarfélagsins sem við vor- um að breyta úr sveit í þéttbýli. Því fórum við í sendiför að ráði oddvitans, Einars Halldórssonar, til Danmerk- ur, og raunar víðar, til að kynna okk- ur skipulagsmál og gatnagerð, sveit- arstjórinn og verkfræðingurinn, Sveinn Torfi Sveinsson, sem sá um alla hönnun gatna á þessum fyrstu árum og lengi síðan. Jóhann slóst í för með okkur, fyrir eigin reikning. Margt kom gott og gagnlegt út úr þeirri för þótt ekki verði rakið hér, og má raunar sjá þess stað enn í dag. Á yngri árum, og raunar langt fram eftir aldri, var Jóhann afreks- maður í íþróttum. Hann var afburða- maður í fimleikum. Ég man hann raunar, hann kominn á fimmtugsald- ur, gangandi á höndum sem á fótum væri, um herbergi og ganga, þar sem við vorum á fundum eða við einhverja skemmtan. Hann var ótrúlegur. Svo var hann líka afreksmaður í golf- íþróttinni. Íslandsmeistari einhverju sinni, kannski oft. Á fyrstu árum Golfklúbbsins Keilis, á sjöunda ára- tugnum, var árlega haldin svonefnd sveitarstjórakeppni. Þá máttum við, bæjarstjórarnir í Hafnarfirði og Kópavogi, sveitarstjórinn í Garða- hreppi, og oddvitinn í Bessastaða- hreppi, velja okkur aðstoðarmenn til að slá annað hvert högg í árlegri keppni okkar í golfi. Ég valdi mér að sjálfsögðu Jóhann, fyrrverandi Ís- landsmeistara í íþróttinni. Við unnum eitt sinn keppnina. Það er eini verð- launagripurinn sem ég á frá keppni í þeirri íþrótt og fæ ekki fleiri, enda nýtur ekki lengur aðstoðar Jóhanns á þeim vettvangi. Hef heldur ekki stundað golfleik svo sem vert væri síðan á þessum árum. Jóhann var félagslyndur maður og vinmargur. Hann var félagi í Lions- hreyfingunni og lagði henni öflugt lið- sinni við fjáröflun til verðugra verka. Hann var einnig liðsmaður Odd- fellowreglunnar, félagi í stúkunni Þorkeli Mána í meira en fimmtíu ár. Jóhann spilaði brids reglulega við góða vini sína fram á síðustu ár. Þá hélt hann áfram að leika golf, eftir því sem getan leyfði. Hann átti þó erfitt með gang vegna gamalla íþróttameiðsla sem tóku sig upp á efri árum hans og háðu honum á ýmsa lund. Hann lét það ekki hamla að ráði því að hann gæti haft yndi af þessari íþrótt sem hafði gefið honum svo mik- ið og leitt hann til öndvegis, bæði hér á landi og erlendis. Ég kveð þennan góða vin með söknuði. Hann var einn af frum- byggjum þéttbýlisins sem nú heitir Garðabær og bjó þar í meira en hálfa öld, frá þeim tíma er íbúar töldust talsvert innan við þúsund, en eru nú fleiri en níu þúsund talsins. Hann lifði því hinar mestu breytingar í bæjar- félagi sínu og tók virkan þátt í mótun þess í upphafi þéttbýlismyndunar. Við hjónin vottum Fríðu og dætr- um þeirra samúð okkar, svo og öðr- um niðjum Jóhanns, og biðjum Guð að blessa minningu hins mæta manns. Ólafur G. Einarsson. Það var sannarlega glaðvær hópur íþróttafólks sem safnaðist saman á Lækjartorgi kvöldið fyrir Jónsmessu sumarið 1947. Þessum fimleikaflokk- um karla og kvenna ásamt stæðileg- um glímumönnum stjórnaði íþrótta- frömuðurinn Jóni Þorsteinssyni og voru á leið til Finnlands með viðkomu í Noregi og Svíþjóð. Einn í þessum hópi var Jóhann Eyjólfsson Jóhanns- sonar frá Sveinatungu í Borgarfirði. Þessi glaðlegi ungi maður var fríður sýnum, vasklegur og hrókur alls fagnaðar. Þessi för varð okkur öllum mjög minnisstæð og gerði Jóhann ágæta filmu um ferðina. Jóhann lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1938 og skömmu síðar stofnaði hann tré- smiðjuna Silfurtún ásamt föður sín- um og litlu síðar stofnuðu þeir tré- smiðjuna Akur. Að Eyjólfi látnum rak Jóhann heildverslunina Akur í áratugi. Ævistarf Jóhanns varð öðru fremur við verslun og viðskipti eins og menntun hans stóð til. Jóhann var afreksmaður í íþrótt- um. Ágætur fimleikamaður og kunn- ur knattspyrnumaður, m.a. marg- faldur Íslandsmeistari með Knattspyrnufélaginu Val. En kunn- astur var Jóhann þó sem golfleikari og vann þar til óteljandi verðlauna, m.a. Íslandsmeistari árið 1960 og heimsmeistari öldunga árin 1975, 1979 og 1981 í Bandaríkjunum. Það var einkar ánægjulegt að leika golf með Jóhanni og vakti það athygli mína hversu vandlega hann gekk um og hversu leikglaður hann var jafnan. Það henti Jóhann árið 1943 að verða fyrir stórslysi. Hann varð á milli tveggja bíla og stórslasaðist á báðum hnjám. Þetta hefði hverjum meðal- manni verið ofraun. En Jóhann var bæði viljasterkur og karlmenni og hélt ótrauður áfram íþróttaiðkunum og varð m.a. Íslandsmeistari með Knattspyrnufélaginu Val aðeins ári síðar. Síðar á ævinni var svo í tvígang skipt um hné á báðum fótum. Alla tíð bar hann þetta mótlæti með einstakri prýði og æðruleysi. Jóhann tók mikinn þátt í fé- lagsmálum í sinni heimabyggð. Sat m.a. í sveitarstjórn fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Garðabæ um 15 ára skeið og var fyrsti formaður Sjálfstæðis- félags Garðabæjar. Þá var hann um árabil formaður og í stjórn Golf- klúbbs Reykjavíkur. Jóhann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Ægis í Reykjavík ár- ið 1957 og virkur félagi nánast til ævi- loka. Hans verður sárt saknað af fé- lögunum og sjónarsviptir að honum. Hann lífgaði ætíð upp á fundina með léttleika sínum og glettni. Vil ég leyfa mér f.h. Lionsmanna að þakka Jó- hanni ógleymanlega þátttöku í störf- um klúbbsins, en sem kunnugt er hef- ur Lionsklúbburinn Ægir unnið ómetanlegt starf við uppbyggingu Sólheima í Grímsnesi. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Fríða Valdimarsdóttir, sem ætíð var manni sínum mikil stoð og stytta. Eignuðust þau tvær dætur. Fyrri kona Jóhanns var Elísabet Markús- dóttir og eignuðust þau tvo syni. Barnabörn Jóhanns eru alls 12 tals- ins og að auki barnabarnabarn. Jóhann Eyjólfsson var gæfumaður í lífinu, vinsæll og vel látinn, lundlétt- ur og skemmtilegur. Við hjónin kveðjum þennan góða vin okkar og biðjum Fríðu og þeirra frændgarði guðs blessunar. Tómas Árnason. Við fráfall míns gamla og góða vin- ar allt frá æskuárum er ég vissulega harmi sleginn. Það var engu líkara en forlögin hefðu dæmt okkur til traustrar vin- áttu. Náin kynni okkar hófust í Aust- urbæjarbarnaskóla 1932. Aðalsteinn Sigmundsson kennari og skátafröm- uður hafði fengið leyfi til að stofna drengjabekk í Austurbæjarskóla 1932. Hann upplýsti okkur strax um að við áttum að skrifast á við jafn- aldra okkar í Færeyjum. Þetta fannst okkur mjög áhugavert og fjölskylda mín beið spennt eftir að lesa bréf á færeysku, sem komu nokkuð oft. Við Jóhann áttum vissulega ýmislegt saman að sælda á þessum æsku ár- um. Árið 1932 hófust gagnkvæmar heimsóknir. Við héldum um borð í „Drottninguna“ til Þórshafnar og ferðuðumst talsvert um Færeyjar okkur til mikillar ánægju. Næsta ár komu færeysk skólabörn hingað í heimsókn sem einnig heppnaðist með ágætum. Öll þessi samskipti treystu mjög góðan kunningsskap okkar sem varð að traustri vináttu. Næst hög- uðu forlögin því svo að við hittumst sem félagsbræður í Lionsklúbbnum Ægi báðum til ánægju. Þar með var okkar vinátta endanlega innsigluð til æviloka. Jóhann var mikill íþróttagarpur sem aðrir munu vafalaust upplýsa. Engu að síður var hans ljúfa skap- höfn trygging fyrir því að öllum var hlýtt til hans og vinsældir hans voru ótvíræðar hvar sem hann haslaði sér völl. Þegar ég á efri árum tók að stunda golf mér til heilsubótar, þá var hann á því sviði í fremstu röð hér heima og einnig erlendis. Þá fékk ég skemmtilega og áhrifa- ríka athugasemd: Góði gerðu mér þann greiða að beita lipurð en ekki kröftum. Þetta var táknræn athuga- semd frá snillingnum Jóhanni. Lipurð, ánægjulegt viðmót og geð- prýði einkenndu hann til æviloka. Blessuð sé hans minning. Guðmundur Guðmundarson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, LÚÐVÍK G. JÓNSSON, Faxabraut 13, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 13. janúar kl. 13.30. Helga Jónsdóttir, Elísabet Lúðvíksdóttir, Ragnar Eðvaldsson, Ásdís Þorsteinsdóttir, Eðvald Lúðvíksson, Sigríður Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.