Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 27 UMRÆÐAN HALLDÓR Guð- mundsson er sagður vera að skrifa sögu Gunnars Gunnars- sonar og Þórbergs Þórðarsonar. Í þágu hvers vinn- ur hann þegar hann segir að Kiljan hafi hvergi komið nærri bréfi Sigurðar Nor- dals, Jóns Helgason- ar, Ragnars í Smára og Peters Hallberg til einhvers Svía út af Nóbelsverðlaunum 1955? Síðan lýsir Halldór því sigri hrósandi yfir að þetta bréf hafi aldrei verið til þegar einn af meðlimum sænsku akademíunn- ar finnur það ekki í bréfasafni hennar. Kynni mín af Gunnari Gunnarssyni voru talsverð og á þann veg að hann væri ekki að uppdikta eða falsa staðreyndir sér í hag. Þvert á móti var hann dreng- lundaður og viljugur að liðsinna kollegum sínum, gilti einu hvaða skoðanir þeir höfðu. Mér er sérlega minnisstæð af- staða Gunnars gagnvart Einari Braga þegar forsvarsmenn Varins lands höfðuðu meiðyrðamál á hann. Satt að segja held ég að stuðn- ingur okkar tveggja við Einar hafi verið mjög þungur þar sem við vorum báðir yf- irlýstir Nató-vinir. Þetta var a.m.k. skoð- un Snorra Hjart- arsonar í samtali við undirritaðan í Nor- ræna húsinu þegar málið var í hámarki. Að lokum Verðlaun og styrkir geta verið góð upp- örvun fyrir viðkom- andi skáld eða rithöf- und. En þau eru ekki lokaorð um hæfni eða getu. Hvorki Ibsen, Strindberg eða Tol- stoj fengu Nóbels- verðlaun. Hins vegar Sjólókoff, sem Solse- netsin segir að hafi stolið handritinu af Lygn streymir Don af dánum kósakka. Stað- reyndin er sú að þeir sem þora og geta eiga oft á tíðum í miklum mótbyr á meðan með- almönnunum er hoss- að. Hver man í dag t.d. eftir Nóbelsverð- launaþeganum Bunin? Til varnar Gunn- ari Gunnarssyni Hilmar Jónsson fjallar um Nóbelsverðlaun Hilmar Jónsson ’Kynni mín af Gunnari Gunnarssyni voru talsverð og á þann veg að hann væri ekki að uppdikta eða falsa stað- reyndir sér í hag.‘ Höfundur er rithöfundur. AÐ BÚA með spilafíkli eða tengj- ast honum veldur þjáningum sem eru sér á parti. Fyrir flesta er það skelfi- leg reynsla: álagið á fjölskylduna verður óþolandi og heimilið er þrung- ið beiskju, vonbrigðum og gremju. Tilfinningalega tekur álagið sinn toll og allt líf aðstandand- ans virðist vera að fara úr böndunum; spennan eykst enn vegna þess að efnahagurinn fer í rúst. Á hverri stundu má búast við því að fjöl- skyldan missi íbúðina eða leysist upp. Það eru ekki til peningar fyrir mat eða til að kaupa föt á börnin. Þeir sem búa með spilafíklum verða oft taugaveiklaðir. Á köflum verða þeir ófær- ir um að hugsa rökrétt; vandamálin virðast óviðráðanleg og óskiljanleg. Aðstandandinn er einmana, hræddur, hjálparvana, örvænt- inarfullur og skömmin yfirþyrmandi. Við hikum við að segja öðrum frá vandamálum okkar og vonbrigðum og óttumst að enginn skilji okkur. Býrð þú með spilafíkli? Hér er gátlisti Gam-Anon- samtakanna með 13 spurningum.  Eru rukkarar sífellt á eftir þér?  Er viðkomandi oft að heiman í langan tíma án skýringa?  Finnst þér að ekki sé hægt að treysta honum eða henni fyrir peningum?  Heitir hann eða hún því stað- fastlega að hætta fjárhættuspili og sárbiður um annað tækifæri en byrjar samt aftur og aftur að stunda fjárhættuspil?  Fær hann eða hún lánaða pen- inga til að stunda fjárhættuspil eða til að borga spilaskuldir?  Hefurðu tekið eftir persónu- leikabreytingu hjá spilafíklinum eftir því sem spilafíkn hans eða hennar ágerist?  Hefur komið til þess að þú feldir peninga sem þarf til framfærslu, vit- andi að annars kynni þig og aðra í fjölskyldunni að skorta fæði og klæði?  Leitarðu í fötum spilafíkilsins eða í veskinu hans þeg- ar færi gefst, kannarðu atferli hans eða hennar á annan hátt?  Felur spilafíkillinn peninga sína?  Lýgur spilafíkillinn stundum blákalt, forðast allar umræður um skuldir sínar eða neitar að viðurkenna ástandið?  Reynir spilafíkillinn að koma inn hjá þér sektarkennd til að varpa ábyrgðinni á spilafíkn sinni á þig?  Reynir þú að sjá skapbreytingar spilafíkilsins fyrir eða hafa stjórn á lífi hans eða hennar?  Finnst þér að sambúð ykkar lík- ist helst martröð? Spilafíkn er fjölskyldu-, fé- lagslegur og andlegur sjúkdómur sem fylgir mikil skömm og feluleikur. Fjölskyldur spilafíkla hafa komist að raun um að það er skelfileg reynsla að búa við spilafíkn. Margir aðstand- endur spilafíkla þurfa hjálp við að skilgreina hlutverk sitt sem maki, foreldri, ættingi eða vinur spilafíkils. Margir aðstandendur spilafíkils velta því fyrir sér hvernig þeir geti sem best hjálpað maka sínum, ættingja eða vini. Að spyrja eða yfirheyra spilafíkil- inn er ekki til neins. Þú hefur ekkert vald yfir þessum aðstæðum. Ef hann vill leyna einhverju er ekki hægt að þvinga fram sannleikann. Því skyld- irðu þá reyna? Það sem þú getur gert er að leita þér hjálpar. Samtök áhugafólks um spilafíkn eru með stuðningshópsvinnu fyrir aðstand- endur. Það er nauðsýnlegt fyrir að- standandann að byggja sjálfan sig upp til þess að geta tekist á við vand- ann. SÁS-samtökin eru með fé- lagsráðgjafa í hjónabands- og fjöl- skyldumeðferð, sem þekkir vel til spilafíknar, sem stjórnar hópstuðn- ingnum. Hópstuðningurinn fyrir að- standendur spilafíkla er á þriðjudög- um í Dugguvogi 17–19 í húsnæði samtakanna og byrjar klukkan 18.00. Það er einnig hægt að fá einkaviðtöl við ráðgjafann eða senda fyrirspurn á netfangið okkar, spilavand- i@spilavandi.is. Það er þess virði að reyna. Ert þú aðstand- andi spilafíkils? Júlíus Þór Júlíusson fjallar um spilafíkn ’Spilafíkn er fjöl-skyldu-, félagslegur og andlegur sjúkdómur sem fylgir mikil skömm og feluleikur.‘ Júlíus Þór Júlíusson Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. TENGLAR .............................................. www.spilavandi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.