Morgunblaðið - 11.01.2006, Side 24

Morgunblaðið - 11.01.2006, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KJARABARÁTTA Í HVERRA ÞÁGU? Íþriðja sinn á innan við ári reynir for-ysta kennarasamtakanna nú aðgrípa fram fyrir hendurnar á eigin félagsmönnum við gerð kjarasamninga. Forsvarsmenn Félags grunnskólakenn- ara hafa neitað að samþykkja samkomu- lag, sem gert hefur verið milli kennara Norðlingaskóla í Reykjavík, fræðsluyf- irvalda í borginni og skólastjórans. Samkomulagið er byggt á bókun við kjarasamning Kennarasambands Ís- lands og launanefndar sveitarfélaganna frá árinu 2004. Það gerir ráð fyrir að vinnutími kennara sé skilgreindur með nýjum hætti; kennarar hafi fasta viðveru í skólanum á milli kl. 9 og 17 og skóla- stjóri fái ákveðinn yfirráðarétt yfir vinnutíma starfsmannanna, í stað þess að hann sé niðurnjörvaður eins og í kjarasamningi KÍ og launanefndarinn- ar. Kennsluskylda er þannig sveigjan- leg, mismunandi eftir kennurum og jafn- vel tímabilum, enda segir Sif Vígþórsdóttir skólastjóri að sinna þurfi ýmsum öðrum störfum innan skólans en kennslu, s.s. þróunarstarfi. Á móti meiri sveigjanleika og þeirri hagræðingu, sem þessari breytingu fylgir, fá kennarar greidd 31 til 35% hærri laun en kjarasamningurinn gerir ráð fyrir. Sif Vígþórsdóttir er formaður sam- taka áhugafólks um skólaþróun í land- inu. „Þetta er tilraun til eins árs. Við er- um að reyna að stíga hér skref sem hugsanlega gætu nýst öðrum,“ segir Sif í samtali við Morgunblaðið í gær. „Í okkar röðum telja margir að kjarasamningar kennara tefji mjög fyrir allri skólaþróun ef ekki beinlínis hamli. Því er afar mik- ilvægt fyrir skólaþróun í þessu landi að einhver fái að gera tilraun sem þessa. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju Félag grunnskólakennara heim- ilar hana ekki. Ég held reyndar að það væri í þágu kennara að slík tilraun yrði gerð.“ Vafalaust eru margir fleiri en Sif Víg- þórsdóttir, sem ekki skilja afstöðu Fé- lags grunnskólakennara. Og þar á meðal eru kennararnir við Norðlingaskóla, sem réðu sig til starfa á þeim forsendum að gerð yrði tilraun með nýtt vinnutíma- og launafyrirkomulag á grundvelli bók- unarinnar í kjarasamningi KÍ. Margir kennarar hafa bundið miklar vonir við að útfærsla á þessari bókun mætti verða til þess að hægt yrði að bjarga kjaramálum kennara úr þeim ógöngum, sem þau eru óneitanlega komin í. Tvær aðrar tilraun- ir hafa verið gerðar, frá því kjarasamn- ingurinn var gerður eftir langt og erfitt verkfall, til að byggja á bókuninni. Sú fyrri var í Ísaksskóla, þar sem kennarar sömdu um nýja vinnutímatilhögun og mun hærri laun en kjarasamningurinn gaf þeim að óbreyttu. Þrátt fyrir hótanir Félags grunnskólakennara um lögsókn hefur Ísaksskóli haldið sínu striki, m.a. með þeim árangri að kennarar hafa þar meira svigrúm til þróunarstarfs og ýms- ar nýjungar hafa litið dagsins ljós. Í Sjálandsskóla í Garðabæ átti að fara svipaða leið, en kennarasamtökin komu í veg fyrir það. Þessi framkoma kennaraforystunnar við eigin félagsmenn er nánast óskiljan- leg. Til hvers var skrifað undir bókunina um að „taka upp í tilraunaskyni til eins skólaárs í senn, hliðstæð vinnutíma- ákvæði og gilda hjá öðrum háskóla- menntuðum starfsmönnum sveitarfé- laga, þ.e. á bilinu kl. 8.00 til 17.00 og innan þeirra tímamarka sé öll vinnu- skylda kennara?“ Stóð aldrei til hjá for- ystu kennarasamtakanna að láta á hana reyna og prófa nýjar aðferðir? Hvernig stendur á því að forystumenn kennara, nánast einir háskólamenntaðra stétta, halda svona fast við niðurnjörvaða vinnutímaskilgreiningu, sem augljós- lega þjónar ekki lengur kröfum tímans? Það eru hagsmunir kennara og alls skólastarfs í landinu að brjótast út úr því öngstræti, sem kjaramál kennarastétt- arinnar eru komin í. Tilraunir eins og þær, sem hafa verið gerðar í Ísaksskóla, Sjálandsskóla og Norðlingaskóla eru ein leiðin til þess. Ný hugsun verður aug- ljóslega að koma til, eigi að takast að hefja kennarastarfið til þess vegs og virðingar, sem það verðskuldar og tryggja þessari mikilvægu stétt góð laun, þannig að hæfasta fólkið fáist til starfa í skólum landsins. Getur verið að forysta kennarasam- takanna óttist að það fjari undan henni ef aðrir en hún sjálf gerir samninga, sem skila kennurum miklum kjarabótum? Er ekki líklegt að það gerist enn hraðar en ella, ef hún heldur áfram að slá á puttana á eigin félagsmönnum, segja þeim hvað þeim sé fyrir bestu og býr sig undir að sigla inn í nýjar kjaraviðræður að tveim- ur árum liðnum, með ekkert nema gömlu hugmyndirnar upp á vasann? SAMKEPPNISHÆF? Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa aug-ljóslega áttað sig á því að þau verða að grípa til aðgerða til að tryggja for- eldrum í bænum næga þjónustu á leik- skólum. Þær aðgerðir hljóta að felast í því að bæta kjör starfsfólksins, sem ým- ist fæst ekki til starfa á leikskólunum eða hefur hótað að segja upp. Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, segir í Morgun- blaðinu í gær að bærinn muni koma með ákveðið útspil á launaráðstefnu sveitar- félaganna í næstu viku. „Við munum leggja áherslu á það að bæta kjör hinna lægstlaunuðu og ófaglærðs starfsfólks á leikskólunum þannig að við séum sam- keppnishæf við önnur sveitarfélög,“ segir Ármann. Þetta lofar vissulega góðu fyrir for- eldra í Kópavogi, sem hafa miklar áhyggjur af ástandinu á leikskólunum og eru jafnvel í þeirri stöðu að geta ekki stundað vinnu. Það er þó ástæða til að staldra við um- mæli Ármanns. Gefur orðið „samkeppn- ishæf“ ekki til kynna að um einhverja samkeppni sé að ræða? Staðreyndin er sú, að það er afar lítil samkeppni á milli sveitarfélaga um starfsfólk. Þvert á móti halda þau launaráðstefnu sína og hafa samflot í launamálum til að hafa sem minnsta samkeppni. Það þarf að auka samkeppni um starfsfólk; ýmist með því að sveitar- félögin semji sjálf við sitt fólk eða með því að þau feli einkaaðilum í auknum mæli að reka félagslega þjónustu á borð við rekstur leikskóla. Þannig er líkleg- ast að sveitarfélögin verði samkeppnis- hæf um fólk við einkamarkaðinn, þar sem lögmál framboðs og eftirspurnar ráða ferðinni. Ólafur Loftsson, formaðurFélags grunnskóla-kennara (FG), segir aðsamkomulag skóla- stjóra og kennara Norðlingaskóla annars vegar og fræðsluyfirvalda í Reykjavíkurborg hins vegar snú- ist ekki um tilraun um skólaþróun heldur um tilraun á kjarasamningi grunnskólakennara. „Ég sé ekki betur en að hún [skólastjórinn, Sif Vígþórsdóttir] sé að fara á skjön við kjarasamn- ing kennara, ef hún er að starfa samkvæmt því samkomulagi sem lagt var fyrir samstarsfnefnd Kennarasambands Íslands (KÍ) og Launanefnd sveitarfélaganna (LN), “ segir Ólafur. Hann segir að í samkomulaginu sé tekin út öll kennsluskylda og þar með stór hluti af vinnutímaákvæðum kjara- samningsins. Með því sé verið að fara á svig við gildandi kjarasamn- ing. Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða við skólastjórann og Reykjavíkurborg. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Sif unnið að því að undanförnu, að frumkvæði Reykjavíkurborgar, að breyta launa- og vinnutímafyrirkomulagi kennara við skólann. Hún segir að markmiðið sé að geta betur mætt þörfum skólans og þróun hans. Samkomulag um þetta efni var undirritað milli skólans og fræðsluyfirvalda í ágúst sl. Ólafur gerir ýmsar athugasemdir við málflutning Sifjar í Morgun- blaðinu í gær. Hann segir til að mynda að hún hafi leitað til félags- ins í júní sl., og þá þegar hafi henni verið greint frá því að óbreytt yrði fyrrgreint samkomu- lag ekki samþykkt innan félagsins. Henni ætti því ekki að hafa komið á óvart að félagið myndi ekki samþykkja samkomulagið í samstarfsnefnd Kennarasam- bands Íslands (KÍ) og Launa- nefndar sveitarfélaganna (LN). Ólafur segir að hann hafi strax í upphafi bent Sif á ákvæði 2.1.2. í kjarasamningi kennara, og mælst til þess að hún færi eftir því. Það væri langskynsamlegasta leiðin. Í ákvæðinu segir m.a. að heimilt sé að semja við einstaka starfsmenn um rýmkun á dagvinnutímabili og um ákveðið frjálsræði hvað varðar vinnuskyldu. Því er síðan bætt við að leita skuli samþykkis viðkom- andi stéttarfélags þegar ákvæðið er nýtt. Hann segir að Sif hafi ekki vilj- að nýta sér þetta ákvæði um m.a. ákveðið frjálsræði varðandi vinnu- skyldu, heldur hafi hún farið aðra leið, og tekið út alla kennsluskyldu og þar með stóran hluta af vinnu- tímaákvæðum kjarasamningsins, eins og áður sagði, en í vinnutíma- ákvæðum samnningsins er vinnu- tíminn skilgreindur, þ.e. hve stór hluti hans eigi að fara í kennslu, undirbúning og fleira. Þannig hafi samkomulag hennar og fræðslu- yfirvalda í Reykjavík litið út er það var kynnt samstarfsnefndinni. „Samkomulagið er lagt fyrir nefndina til samþykktar eða synj- unar. Við gerum ekki þetta sam- komulag og höfum ekki heimild til að breyta því fyrir hönd starfs- manna eða Reykjavíkurborgar.“ Ekki var því unnt að samþykkja samkomulagið óbreytt í nefndinni, að sögn Ólafs, og var rökstuðn- ingur FG lagður fyrir nefndina seinni hluta nóvembermánaðar. Ólafur ítrekar hins vegar að af- staða félagsins hafi verið skýr allt frá upphafi, og því ætti það ekki að hafa komið Sif á óvart í nóv- ember. Sif benti á í Morgunblaðinu í gær að samkomulagið væri byggt á bókun fimm í kjarasamningi grunnskólakennara, en samkvæmt því væri heimilt að víkja frá samn- ingnum í tilraunaskyni að fengnu samþykki samstarfsnefndarinnar. Ólafur segir að það sé skilningur FG að bókunin þýði þó ekki að heimilt sé að henda út allri vinnu- skyldu og vinnutímaákvæðum. Hann bendir m.a. á að kennarar hafi um árabil reynt að ná kennsluskyldunni niður, til að hafa m.a. meiri tíma til undirbúnings og fleira, og að það hafi verið ein megináherslan í kennaraverkfall- inu haustið 2004. Fagnar launahækkunum Í umræddu samkomulagi er gert ráð fyrir því, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, að laun kennara skólans hækki um 31 til 35% gegn því að vinnuskylda þeirra sé frábrugðin þeirri vinnu- skyldu sem tilgreind er í kjara- samningi grunnskólakennara. Ólafur kveðst að sjálfsögðu fagna því ef skólastjórar geti hækkað laun starfsmanna sinna. „Við fögnum því ef hún getur hækkað launin um 35% og stönd- um ekki í vegi fyrir því. En það má velta því fyrir sér hvort um raun- verulega hækkun sé að ræða, enda virðist skólinn ekki hafa fengið aukin fjárframlög til að mæta svo- kallaðri launahækkun kennara.“ Ólafur segir ekki heppilegt að Sif skuli draga samtök áhugafólks um skólaþróun inn í þessa um- ræðu, en Sif er formaður þeirra samtaka. „Ég veit ekki betur en að það séu mjög margir kennarar í þessum samtökum og skil ekki ef það á að vera aðalbaráttumál þeirra að beita sér fyrir því að brjóta niður kjarasamninga við Kennarasamband Íslands (KÍ).“ Ólafur bendir í þessu sambandi á þingsályktun frá þingi KÍ í mars á síðasta ári. Þar sé stjórn og samninganefnd FG sterklega vör- uð við því að samþykkja tilrauna- samninga við einstaka skóla sem skerði áunnin réttindi kennara, sem náðst hafi með áratuga bar- áttu. Hann leggur áherslu á að að þeirri ályktun standi öll félög Kennarasambands Íslands. „Þessi tillaga var samþykkt samhljóða á þingi sambandsins,“ segir hann. „FG hefur ítrekað boð- ið skólastjóra að starfa samkvæmt ákvæði 2.1.2 og framfylgja þeirri skólastefnu sem hún hefur áhuga á í tilraunaskyni og um leið að hækka laun til kennara, en því hefur ekki verið tekið.“ Ólafur Loftsson, formaður FG, um samkomulag Frekar tilraun um þróun en um kjara Nemendur í Norðlingaskóla ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttu Eftir Örnu Schram arna@mbl.is HERMANN Valsson, trún maður kennara í Norðling segir kennara við skólann ráðið sig til starfa þar un formerkjum að stefnt yrð breytingum á launa- og vi tímafyrirkomulagi hjá þe Kennararnir hafi skrifa samkomulag vegna þessa þeir voru ráðnir til starfa samkomulag hafi nú verið Félagi grunnskólakennar stöndum að fullu við þetta komulag. Það er einhugu það,“ segir Hermann. Kennararnir eru ekki s þá niðurstöðu sem fram k greinargerð Félags grunn kennara vegna málsins. Þ meðal annars að það væri FG að fræðsluyfirvöld Re Stöndu samko STEFÁN J. Hafstein, for menntaráðs Reykjavíkur segist styðja viðleitni skó Norðlingaskóla til að auk sveigjanleika í skólastarf „Við höfum stutt þessa vi skólastjórans í Norðlinga enda var að frumkvæði m ráðs auglýst eftir skólast skólann og starfsfólki sem láta reyna á bókun fimm samningi kennara. Við te hægt sé, samkvæmt því, a um meiri sveigjanleika í inu.“ Styður v skólastj ÞORGERÐUR K. Gunnars menntamálaráðherra segi efnið í Norðlingaskóla í Re athyglisvert. Í samkomula verkefnið sem skólastjóri, arar skólans og fræðsluyf Reykjavík hafa undirritað ið á um nýtt launa- og vinn fyrirkomulag kennara, se brugðið kjarasamningum ara. Verkefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.