Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 11 FRÉTTIR ÁKÆRUVALDIÐ hélt fast við kröf- ur sínar um dómkvadda matsmenn til að yfirfara rannsóknagögn þegar sá þáttur Baugsmálsins var tekinn fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í gær. Af hálfu ákærðu var kröfunni mótmælt eins og hún kemur fyrir og fengu lögmenn ákærðu frest þangað til á morgun, fimmtudag, til að reifa rök sín fyrir mótmælunum. Óánægja kom fram hjá verjendum ákærðu með takmarkaðan aðgang að málsgögnum en Sigurður T. Magn- ússon, settur ríkissaksóknari í mál- inu, lét þess getið að ágreiningur málsaðila hefði minnkað hvað gagna- aðganginn snerti. Eftir stæði þó ágreiningur um einhver gögn úr tölvu Jóns Geralds Sullenberger fyrrum viðskiptafélaga Baugs- manna. Er þar átt við gögn sem ekki hafa verið skilgreind sem rannsókn- argögn hjá lögreglu en verjendur hafa eigi að síður áhuga á að skoða. Upplýsti Sigurður jafnframt að sak- sóknari hjá ríkislögreglustjóra hefði sagst vera reiðubúinn að afhenda öll rannsóknargögn sem varðar sam- skipti Jóns Geralds og ákærðu og komu lögreglurannsókninni sjálfri við. Hefði saksóknarinn jafnframt sagt að ákærðu væru ósáttir við þessa niðurstöðu og staðfestu verj- endur þeirra það við þinghaldið í gær enda lýstu þeir áhuga sínum á því að hafa öll gögn úr tölvunni fyrir fram- an sig. Settur ríkissaksóknari lagði til að þetta atriði málsins yrði ekki samkomulagsatriði, heldur skyldi dómari úrskurða um það. Hins vegar mættu málsaðilar halda fund til að þoka einhverju í samkomulagsátt. Ekki hægt að velja gögn ofan í verjendur Verjendur sögðu vanda málsins endurspeglast í því að ekki væri hægt að velja gögn ofan í verjendur ákærðu, heldur yrðu þeir að hafa úr- valið fyrir framan sig eins og fyrr gat. Nokkur umræða varð um trúverð- ugleika matsins á gögnum málsins og var því haldið fram af verjendum að sérfræðiþekking þeirra tveggja dómkvaddra matsmanna sem stung- ið hefur verið uppá, væri óheppileg þar sem þeir hefðu fyrst og fremst sinnt stjórnunarstörfum um langa hríð. Ekki væri þó sett út á mennina sem slíka. Settur ríkissaksóknari sagði að við matið yrði kannað hvort útprentun skjala sem fyrir liggja pössuðu við rafrænu gögnin. Þess má geta að að- altilgangurinn með beiðni um dóm- kvaðningu matsmanna er að afla matsgerðar um þær rannsóknarað- ferðir sem efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra beitti þegar ákveðin tölvugögn voru afrituð og prentuð út, og kanna áreiðanleika þessara að- ferða. Haldið fast við kröfur um dómkvaðningu matsmanna Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞINGMENN Framsóknarflokksins heimsækja í þessari viku fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og sam- tök á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn er sá að kynnast starfsemi fyrirtækjanna og heyra skoð- anir stjórnenda og starfsfólks á stjórnmálalífinu. Í gær var m.a. á dagskrá heimsókn til Alcan, Landsvirkjunar, Morgunblaðsins, Marel, Öryggismiðstöðvar Íslands, Heklu og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Þingmennirnir ætla að heimsækja alls á fimmta tug fyrirtækja, stofnana og samtaka í vik- unni. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins heim- sóttu Morgunblaðið í gær, kynntu sér starfsemina og ræddu við stjórnendur og starfsfólk blaðsins. F.v. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Magnús Stefánsson þing- maður, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, og þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Jónsson sem sjást hér þiggja veitingar hjá Ólafi Stephensen, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristinn Framsóknarmenn heimsækja fyrirtæki GUNNSTEINN Sigurðsson býður sig fram 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna komandi bæjarstjórnar- kosninga. Prófkjörið fer fram 21. janúar nk. Gunnsteinn er bæjarfulltrúi og skólastjóri Lindaskóla. Gunnsteinn hefur stýrt Lindaskóla frá upphafi og verið bæjar- fulltrúi þetta kjörtímabil og er m.a. formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á skipulagsmálum, skóla- málum og æskulýðs- og íþrótta- málum, segir m.a. í fréttatil- kynningu. Hann hefur setið í fjölda nefnda og ráða bæði á vegum Kópavogsbæjar og ann- arra aðila. Hann hefur setið í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópa- vogs, þar af sem formaður í tvö ár. Gunnsteinn var einn af stofn- endum Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og gegndi lengi for- mannsstöðu í sveitinni. Íþrótta- og æskulýðsmálin eiga stóran þátt í huga Gunnsteins sem tel- ur stuðning við ungt fólk vera mög mikilvægan, og eru þá eng- ir undanskilin. Þá telur hann þátttöku ungs fólks í íþróttum vera hina bestu forvörn. Í skólamálum leggur Gunn- steinn áherslu á að koma sem best til móts við þarfir nemenda og þeim sé gert kleift að takast á við fjölbreytt verkefni. Gunnsteinn er fæddur í Vest- mannaeyjum og bjó þar fyrstu 7 árin. Þá fluttist hann í Kópavog og hefur búið þar lengstum síð- an. Býður sig fram í 2. sæti í Kópavogi RÍFLEGA þriðjungur þjóðarinnar, eða um 35%, telur að persónulegir hagir verði betri í ár en á síðasta ári, samkvæmt árlegri alþjóðlegri könn- un Gallup fyrir komandi ár. Um 55% telja að persónulegir hagir verði svipaðir og sex prósent telja að þeir verði verri en á síðasta ári. Spurt var sömu spurninga í yfir sextíu löndum og sýnir samanburð- ur á milli landa að Víetnamar og Kínverjar eru bjartsýnastir allra þjóða um horfur ársins 2006 en þrír af hverjum fjórum íbúa landanna telja að persónulegir hagir muni batna. Þegar litið er til heimshluta er Evrópa svartsýnasti heimshlutinn og er svartsýnin mest í Bosníu- Hersegóvínu og Grikklandi þar sem meirihluti, eða um 54%, telur að per- sónulegir hagir verði verri í ár frá fyrra ári. Íslendingar bjartsýnir í atvinnumálum Afstaða Íslendinga til efnahags- ástandsins hefur breyst á milli ára og hefur þeim fækkað úr 14% í 9% sem telja að efnahagsástandið verði betra en í fyrra. Að sama skapi hefur þeim fjölgað sem telja að ástandið muni versna, úr 17% í 21%. Væntingar til efnahagsástands næsta árs á heimsvísu eru þannig að 35% telja að ástandið muni batna en fimmtungur telur að það verði verra. Bjartsýni er mest í Afríku eða 47%, en minnst í Evrópu, 15 til 17% og eru aðeins Austurríkismenn svart- sýnni en Íslendingar. Bjartsýni um atvinnuástand eykst og hefur ekki mælst meira hér á landi. Um 14% telja að atvinnuleysi muni minnka og næstum tveir af hverjum þremur Íslendingum telja að ástandið í atvinnumálum muni standa í stað. Aðeins fimmtán pró- sent þjóðarinnar telja að atvinnu- leysi muni aukast á næsta ári og samkvæmt könnuninni eru Íslend- ingar bjartsýnastir allra þjóða í at- vinnumálum. Ríflega sjö af hverjum tíu íbúum Lúxemborgar, Indónesíu og Filippseyja telja auknar líkur á atvinnuleysi og eru þau lönd sem svartsýnust eru. Um 53% heims- byggðarinnar telur að atvinnuleysi muni aukast á árinu 2006. Niðurstöðurnar eru úr símakönn- un sem gerð var dagana 23. nóvem- ber til 6. desember 2005. Úrtakið var 1.303 manns á aldr- inum 16 til 75 ára og var svarhlutfall tæplega 62%. Um 35% telja að persónulegir hagir verði betri í ár en í fyrra Aukin svartsýni á efnahagsástandið Eftir Andra Karl andri@mbl.is                                                                !          ! " # $  # % #&'() "  %*+ , # *+ -&./% *+ ./% # 01 #  ! 2/' %&./' 3 3 3 3  3  3 3 3 3  3 %*+ % #&'() "  ./% # -&./% *+ $  # , # *+ 01 # %&./' 2/'  !  3  3 3 3 3 3  3  3  3 3 GRÓA Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5.–6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- félagsins í Kópavogi sem fram fer 21. janúar næstkomandi. Gróa er verk- efnastjóri á sölu- og mark- aðssviði Flug- félags Íslands og stundar nám í við- skiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Gróa hefur undanfarin ár starfað mikið á sviði ferðamála og situr nú með- al annars í stjórn ferðamálasam- taka höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu frá stuðnings- mönnum hennar kemur þetta jafnframt fram: „Gróa leggur áherslu á öruggt og gott um- hverfi fyrir fjölskylduna og gott samstarf milli heimila og skóla. Nauðsynlegt er að tryggja sí- vaxandi velferð og hag íbúa Kópavogs líkt og gert hefur ver- ið svo vel undanfarin ár. Hún leggur ríkt á um að forvarna- störf í skólum verði aukin til muna ásamt forvarnarfræðslu til foreldra. Einnig er henni kappsmál að öflugt viðskipta- og atvinnulíf í Kópavogi blómstri enn frekar og að bærinn sinni heilbrigðis- og þjónustumálum af krafti þannig að ungir sem aldnir njóti þess besta sem bær- inn býður og fái úrvals þjónustu. Auk þessa er eitt af stefnu- málum Gróu að forystu Kópa- vogsbæjar á sviði íþrótta verði áfram haldið á lofti meðal ann- ars með aukinni uppbyggingu íþróttamannvirkja, auk þess sem hún telur brýnt að unnið sé öflugt starf í ferða- og menning- armálum á næsta kjörtímabili.“ Gefur kost á sér í 5.–6. sætið Gróa ÁsgeirsdóttirÁ SAMA tíma og kynferðisbrota- málum hefur fækkað hjá ríkissak- sóknara undanfarin ár, hefur hlut- fall niðurfelldra mála hins vegar hækkað. Kynferðisbrotamálum fjölgaði mjög 2002 og 2003 en fækk- aði árið 2004. Í ársskýrslu ríkissak- sóknara 2004 kemur fram að á því ári hafi 43 kynferðisbrotamál komið til kasta embættisins. Þar af voru 32 mál, eða 74% felld niður og ákært í 10 málum. Hlutfall niðurfelldra mála var svipað 2003 en þá komu 65 mál til embættisins og 49 voru felld niður. Á árunum 2000–2002 var hlutfall niðurfelldra mála 62–69% en alls komu 136 mál árlega til embættisins á þessu þriggja ára tímabili. Ef litið er á þróun ákæra frá árinu 2000 kemur í ljós að ákært er í færri málum hlutfallslega og hefur ekki verið lægra í fimm ár en árið 2004. Þannig var ákært í 23% mála 2004 en hæst var hlutfallið 38% árið 2001. Athygli vekja mikil umskipti milli áranna 2002 og 2003 bæði hvað varðar hlutfall ákærðra mála og ekki síst afdrif ákærðra mála fyrir héraðsdómi. Í fyrsta lagi féll hlutfall ákærðra mála úr 36% í 24% milli þessara ára og í öðru lagi féll hlut- fall sakfelldra mála úr 66% í 31% ár- ið 2003 en það ár var hlutfall sakfell- inga lægst síðan 1999 hvað sakfell- ingar varðar. Fleiri kynferðis- brotamál felld niður Gunnsteinn Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.