Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞÚ VIRÐIST VERA JAFN HAMINGJUSAMUR OG ÉG ÉG ER ÞAÐ! STALST ÞÚ LÍKA Í SÍÐUSTU SMÁKÖKUNA? GÓÐAN DAGINN HERRA. SVAFSTU VEL? GET ÉG FÆRT ÞÉR EITTHVAÐ? VONANDI GENGUR ÞÉR VEL Í DAG ÞJÁLFARAR ERU MJÖG GÓÐIR VIÐ STJÖRNUR ÍÞRÓTTA- KAPPINN MIKLI KEMUR GANGANDI ÉG HEYRÐI EINHVERS STAÐAR AÐ STELPUR VÆRU LJÚFAR OG GÓÐAR... ...EN STRÁKAR VÆRU ÓFORSKAMMMAÐIR OG ÓHREINLÁTIR HEYRÐIRÐU EKKI NEITT UM TÍGRA VIÐ ERUM LJÚFIR OG GÓÐIR ÞVÍ VIÐ BORÐUM BARA STELPUR VOÐA FYNDIÐ! HMM... ÉG HEF ÞVÍ MIÐUR EKKI EFNI Á ÞVÍ AÐ BORGA SKATTANA MÍNA NÚNA MÁ ÞÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ NÝTA GREIÐSLUFRESTINN OKKAR? HVERNIG VIRKAR HANN? ÞÚ BORGAR HELMINGINN NÚNA OG RESTINA SEINNA HVENÆR GRÍPA ÞEIR SPÝTUR? ÞETTA ERU ÓLYMPÍULEIK- ARNIR, ÞEIR KEPPA EKKI Í ÞVÍ AÐ GRÍPA SPÝTUR HVERSKONAR KERLINGARLEIKAR ERU ÞETTA. EKKI KEPPT Í ÞVÍ AÐ GRÍPA SPÝTUR! EN ÞEIR KEPPA Í SPJÓTKASTI EF ÞAÐ ER EINHVER HUGGUN GRÍPA ÞEIR SPJÓTIN MEÐ MUNNINUM? ÁI! NONNI, ÉG ER LOKSINS BÚINN AÐ KAUPA ALLT SKÓLADÓTIÐ ÞITT ÞAÐ TÓK MIG MJÖG LANGAN TÍMA AÐ FINNA RÉTTA GERÐ AF STÍLABÓK. HÚN VAR UPPSELD Í FLESTUM BÓKABÚÐUM EN ÞETTA ER EKKI RÉTT BÓK, MAMMA HVAÐ ÁTTU VIÐ? HÚN ER ÞRIGGJA GATA OG MEÐ BLAÐSÍÐUM SEM HÆGT ER AÐ RÍFA ÚR EN ÞAÐ ER ENGIN MYND AF KÓNGULÓAR- MANNINUM Á HENNI! HVAR ER RÓSA? HÚN ER SOFANDI Í SVEFN- HERBERGINU? ÞÚ HEIMTAÐIR AÐ SOFA Á SÓFANUM MIKIÐ SVAF ÉG ILLA Á ÞESSUM SÓFA. ÉG ER Í FÚLU SKAPI EINS GOTT FYRIR TARANTÚLUNA AÐ PASSA SIG NOKKRUM MÍNÚTUM SEINNA... Dagbók Í dag er miðvikudagur 11. janúar, 11. dagur ársins 2006 Á heimasíðu Neyt-endasamtakanna er fjallað um börn og það efni sem er á boð- stólum í sjónvarpi snemma kvölds þegar mörg þeirra sitja enn fyrir framan tækin með eða án foreldra sinna. Gróft ofbeldi er meðal þess sem þá birtist stundum á skjánum. Víkverji tek- ur heilshugar undir þessa ábendingu Neytendasamtakanna. Hann þekkir til lítils drengs sem var að horfa á sjónvarpið fyrir háttatíma þegar brugðið var upp senum úr kvikmynd sem sýnd er í kvikmynda- húsi í bænum. Senan var það óhugn- anleg að pilturinn þorði ekki að loka augunum þegar hann fór að sofa og var andvaka langt frameftir kvöldi. Dagana á eftir talaði hann oft um myndbrotin og leið auðsjáanlega bölvanlega. Hann vildi fá útskýringar á óhugnaðinum sem hafði þó farið framhjá foreldrinu sem brá sér frá viðtækinu einmitt þegar þessi brot úr kvikmynd voru sýnd. Neytendasamtökin benda í pistli sínum á að í útvarpslögum sé með 14. gr. laganna bannað að sýna sjón- varpsefni sem getur haft skaðvænleg áhrif á þroska barna á tím- um sem hætta er á að börn sjái sjónvarps- efnið. Neytenda- samtökin telja með ólíkindum að sjón- varpsstöðvar skuli ekki virða þessa sjálfsögðu reglu og gera þá kröfu að sjónvarpsstöðvar fari eftir útvarps- lögum. Einnig beina samtökin þeim til- mælum til yfirvalda að grípa fljótt inn í þegar brotið er gegn 14. grein útvarpslaga svo að draga megi úr líkum á því að börn verði vitni að dagskrárefni sem þau hafa ekki þroska til að sjá. x x x Víkverji hefur keypt brómber, blá-ber og hindber að undanförnu til að gleðja börnin á heimilinu en ofbýð- ur verðið á hollustunni. Einn lítill bakki með nokkrum berjum kostar iðulega rétt innan við fjögur hundruð krónur. Víkverji gefur sér að um hundrað grömm séu í bakkanum sem þýðir að kílóverðið er þá í kringum fjögur þúsund krónur. Hvað skyldu berin kosta í nágrannalöndunum? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Listdans | Ballerínan Gemma Sykes svífur hér um loftið í hlutverki Myrthu drottningar í ballettinum Giselle. Myndin var tekin á aðalæfingu í fyrradag í Konunglegu bresku óperunni í Covent Garden. Reuters Dansandi drottning MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. (Ok. 15, 1.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.