Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OLÍUFÉLAGIÐ SELT Stjórn Kers hf. hefur tekið ákvörðun um að selja allt hlutafé fé- lagsins í Olíufélaginu ehf., stærsta söluaðila eldsneytis á Íslandi. Er ákvörðunin sögð tengjast breyttum áherslum á fjárfestingastefnu Kers. Gagnrýnir múslímaleiðtoga Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, gagn- rýndi í gær leiðtoga múslíma í Dan- mörku fyrir að hafa í nýlegri ferð um Mið-Austurlönd „kynt undir óvild gegn Danmörku og Dönum“. Áður hafði Pia Kjærsgaard, leiðtogi Þjóð- arflokksins, sakað múslímaleiðtog- ana um landráð. Íranar gagnrýndir Íranar hafa ákveðið að hefja á nýj- an leik kjarnorkurannsóknir sínar. Ákvörðun þeirra var í gær harðlega fordæmd en líklegt þykir, að máli þeirra verði nú vísað til öryggisráðs SÞ. FME fékk gögn frá LÍ Fjármálaeftirlitið (FME) fékk með úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur 28. nóvember sl., upplýsingar og ljósrit af öllum gögnum í vörslu Landsbanka Íslands er vörðuðu hreyfingar á bankareikningum lög- mannsstofu í Reykjavík yfir átta mánaða tímabil. Loðnan finnst ekki Þrátt fyrir mikla loðnuleit að undanförnu finnst loðnan ekki. Ekki hefur tekizt að mæla ungloðnu fyrir Norðurlandi í þrjú ár og síðustu 7 ár hafa mælingar á veiðistofninum að hausti mistekizt. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Fréttaskýring 8 Viðhorf 26 Viðskipti 13 Bréf 28 Erlent 14/15 Minningar 29/33 Minn staður 16 Myndasögur 36 Suðurnes 17 Dagbók 36/39 Höfuðborgin 18/19 Staður og stund 38 Akureyri 18 Leikhús 40 Landið 19 Bíó 42/45 Daglegt líf 20/21 Ljósvakamiðlar 46 Menning 22, 40/45 Veður 47 Umræðan 23/28 Staksteinar 47 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir Fasteignablað Miðborgar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                         KVEIKT var í síðbúinni þrettándabrennu á Val- húsahæð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Mikill mannfjöldi kom saman á Nesinu og skemmti sér konunglega. Á myndinni kveðja þau Gréta, Vala, Snæfríður, Emilía og Tómas jólin hress og kát við brennuna. Morgunblaðið/Ómar Jólin kvödd á Valhúsahæð Á DÖGUNUM fréttist af risagull- fisk, 850 gramma, sem fannst rekinn í efri tjörninni við Orku- stöðina í Húsavík. Var í fréttum greint frá því að 5–7 slíkum fisk- um hafi verið sleppt í tjörnina fyrir rúmu ári og miðað við þenn- an sem fannst, dafni þeir greini- lega vel í volgri tjörninni. Þá séu í tjörninni skrautfiskar af tegund- inni fangasíklíður, sem hafa verið þar lengur og hafa fjölgað sér. Að sögn Sigurðar Guðjóns- sonar, fiskifræðings og fram- kvæmdastjóra Veiðimálastofn- unar, geta skrautfiskar borið með sér smit og full ástæða til að fara mjög varlega við að sleppa aðfluttum fiskum í náttúru lands- ins. „Sem betur fer eru flestir skrautfiskar hitabeltisdýr, lifa við stofuhita eða þaðan af hærra, og geta því ekki tímgast í náttúr- unni hér,“ sagði Sigurður. Hann sagði þó nauðsynlegt að hafa sterkt eftirlit með innflutningi, því kvikindi sem þessi geti borið með sér smit og erfitt geti verið að sjá það fyrir. Þá segir hann færast í vöxt að fólk komi sér upp tjörnum í görðum og þekkist dæmi um að fólk komi fyrir í þeim fiskum sem lifi við lægra hitastig. Það bjóði ákveðinni hættu heim. Ógnar laxa- og silungastofnum Talsvert hefur verið fjallað um það á Bretlandseyjum og víða í Evrópu, að á vatnasvæðum álf- unnar hafi orðið gífurleg fjölgun á ránfiski, sem meðal annars ógn- ar nú laxa- og silungastofnum. Smáfiskur þessi er skrautfiskur sem kallast upp á ensku Asian Topmouth Gudgeon og óttast vís- indamenn að honum muni fjölga enn á næstu misserum, og breið- ast um alla Evrópu. Talið er að fiskurinn hafi fyrst komist út í vistkerfin, er fólk tæmdi skrautfiskabúr sín út í vötn. Fiskur þessi nær um tíu cm lengd, fjölgar sér hratt og útrým- ir auðveldlega þeim tegundum sem fyrir eru. Ber hann með sér banvænt sníkjudýr sem kemur sér fyrir í innyflum annarra fiska og étur þau upp. Sigurður segir fiska sem þenn- an vera mikinn vágest þar sem þeir ná að koma sér fyrir. „Miklu fleiri tegundir fiska myndu þríf- ast hér ef þeir bara kæmust hing- að. Í Noregi eru til að mynda 20 til 30 tegundir fiska í ám og vötn- um. Í þessum heitu lækjum hér á landi gæti til að mynda ýmislegt þrifist. Þess vegna er betra að fara gætilega í öllum innflutn- ingi, menn bakka ekki auðveld- lega þegar skaðinn er skeður – minkurinn er gott dæmi um það,“ sagði Sigurður. Varar við að sleppa skrautfiskum í náttúrunni veidar@mbl.is Skrautfiskurinn frá Asíu sem ógnar fiskistofnum í Evrópu. HETTUSÓTTARSMITUNUM fækkaði um helming í desember miðað við mánuðinn á undan og eru vonir bundnar við að farald- urinn sem hefur verið í gangi í þessum efnum hér á landi undan- farna mánuði sé í rénun. Hettusóttarsmit í desember voru tíu talsins samanborið við tuttugu tilvik í nóvembermánuði, samkvæmt upplýsingum land- læknisembættisins en 10–18 tilfelli á mánuði hafa greinst í mánuði hverjum á síðari hluta ársins. Ungmenni hafa brugðist vel við áskorunum um að láta bólusetja sig og er það talið eiga þátt í því að tilfellum hefur fækkað. Það eru einkum einstaklingar sem fæddir eru á bilinu 1981–85 sem eru í hættu að smitast, en þeir misstu af MNR-bólusetningu sem hófst hjá 18 mánaða gömlum börnum á árinu 1989. Hægt er að fá bólu- setningu á næstu heilsugæslustöð án kostnaðar fyrir fólk á þessum aldri. Yngra fólk og börn er í langflestum tilvikum bólusett og dugir sú bólusetning yfirleitt ævi- langt. Helmingsfækkun hettusóttarsmitana FARÞEGUM um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar fjölgaði um 11% á árinu 2005 miðað við árið 2004, eða úr rétt rúmum 1.637 þúsund farþegum í tæpa 1.817 þúsund farþega. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rétt tæpum 11% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um 13%. Þetta er í samræmi við farþegaspá sem breska fyrirtækið BAA Plc., sem rekur stærstu flugvelli í Bret- landi og víðar gerði í upphafi árs 2005. Í þeirri spá er jafnframt gert ráð fyrir að farþegafjöldi muni fara í 3,2 milljónir árið 2015. Skipulagssér- fræðingar BAA horfa til ýmissa þátta sem áhrif hafa, svo sem hag- vaxtar á Íslandi, fargjalda, markaðs- sóknar og vinsælda Íslands sem án- ingarstaðar ferðafólks, segir á heimasíðu flugstöðvarinnar. Til að bregðast við þessum aukna farþegafjölda verður flugstöðin stækkuð umtalsvert. Verkið, sem verður framkvæmt í tveimur áföng- um, er þegar hafið og áætlað að því ljúki vorið 2007. Gert er ráð fyrir að fjárfesta hátt í 5 milljarða króna, að meðtöldum tækjum og búnaði á þessum tíma. Fjölgun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.