Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 35 Smáauglýsingar 569 1100 Barnagæsla Barnapössun í Grafarvogi. Ynd- islegir sex mánaða þríburar í Grafarvogi óska eftir barngóðri manneskju til að annast þá mán., mið. og fös. frá 14:30 til 17:30. Uppl. í s. 557 5063/663 0425. Nudd Klassískt nudd Árangursrík olíu- og smyrslameðferð með ívafi ísl. jurta. Steinunn P. Hafstað s. 692 0644, félagi í FÍHN. Húsgögn Hjónarúm til sölu. Vel með farið og vandað hjónarúm til sölu (palesander spónlagt). Áföst nátt- borð - nýlegar dýnur. Verðtilboð. Upplýsingar í síma 552 2663/690 3696. Atvinnuhúsnæði Til leigu mjög gott verslunar- húsnæði, alls 206 fm. Allt nýtekið í gegn, hiti í bílaplani og góð bíla- stæði. Hentar fyrir ýmsan rekstur t.d. hárgreiðslustofu, verslun og margt fl. Uppl. í síma 898 3677. Námskeið Viltu hafa háar og sjálfstæðar tekjur? Að skapa sér háar, sjálf- stæðar tekjur er ekki galdur, heldur einföld UPPSKRIFT sem allir geta lært. Skoðaðu www.Kennsla.com og fáðu allar nánari upplýsingar. Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarm. Kynningarnámskeið í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð verða haldin í Reykjavík 14. janúar og á Akureyri 15. janú- ar næstkomandi. Upplýsingar og skráning í síma 863 0611 eða á www:upledger.is Til sölu Útsala - Útsala - Útsala Mjög vandaðar gjafavörur í miklu úrvali frá Tékklandi og Slóvakíu. Frábært verð. Slóvak Kristall, Dalvegur 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4331. Full búð af öðruvísi vörum. Lomonosov postulín, Rússneska keisarasettið, í matar- og kaffi- stellum. Handmálað og 22 karata gyllingu. Frábærar gjafavörur. Alltaf besta verðið. Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Þjónusta Thailand! Speaks english? Friends? Are you a woman from Thailand? I am an Ielandic marr- ied woman and I speak english and I am intrested in many things. Do you want to be my friend? Please call me, tel: 846 8949. Tell me about Thailand! Ýmislegt Stöndum saman. Burt með eit- urlyfin! Hvað stoðar það okkur að byggja fleiri hús og kaupa meira dót, meðan sífellt fleiri íslensk börn og ungmenni verða eiturlyfjum að bráð? Vestfirska forlagið. Okkar sívinsæli íþróttahaldari í svörtu. Algjör snilld kr. 1.995, Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Bílar Tilboð 2.790 + vsk. Nýr Mercedes Benz Sprinter 316 CDI maxi (Freightleiner) til sölu, sjálfskiptur, ESP. Kaldasel ehf., s. 544 4333 og 820 1070. Til sölu glæsilegur Chrysler PT Cruiser árg. 2002 limitid, toppein- tak, ekinn 80.000 km, sjálfskiptur, með öllu, leður, topplúga, geisla- spilari, krómfelgur o.fl. Verð kr. 1.890.000. Upplýsingar í síma 517 1111/894 6003 (Bílaborg). Nissan Almera 4 SLX.1600 Bíllinn minn er til sölu árg. 1996, lítið keyrður aðeins 130.000 km. Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, sumar- og vetrardekk. Skoðaður án athugasemda, mjög vel hugsað um hann að öllu leyti. Upplýsingar í síma 694 2326. MMC Lancer '97 til sölu! Ekinn 200 þús., skoðaður '07. Bíll í góðu standi. Verð 180 þús. Upplýsingar í síma 865 3731 og g_valsson@hotmail.com. Hyundai Santafe 4x4 árgerð 2003. Ekinn 58 þús. Sumar- og vetrardekk. Fallegur bíll. Upplýs- ingar í síma 866 1520. Góður skólabíll Mitsub. Colt GLXI árg. '91. Ek. 130 þús. Vel með farinn, reyklaus. Skoðaður '05 án aths. Nýtt púst, ný vetrar- dekk og sumardekk, aðeins 3 eig. V. 120 þús. Uppl. í s. 822 0877. Hjólbarðar Sóluð vörubíladekk N-21 E merkt. Fyrsta flokks belgir. 275/80 R 22.5 kr. 24.500 295/80 R 22.5 kr. 25.500 315/80 R 22.5 kr. 25.900 Kaldasel ehf., Dalvegur 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4333. Negld vetrardekk 4 stk + vinna 155/70 R 13 kr. 22.500 175/70 R 13 kr. 24.900 175/65 R 14 kr. 25.900 185/65 R 14 kr. 25.900 185/65 R 15 kr. 27.900 195/65 R 15 kr. 28.900 205/55 R 16 kr. 37.000 Kaldasel ehf., Dalvegur 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4333. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Mótorhjól Honda MT 50cc með 70cc kit. Vel með farin og nýlega uppgerð Honda MT 50cc með 70cc kit árg. '91 til sölu. Er skráð og öll ljós fylgja með auk gamla mótorsins. Verð 115 þús. Uppl. í 697 4068. CRANIO-SACRAL JÖFNUN Nýtt 300 st. réttindanám hefst 20. janúar. Námsefni á íslensku. Íslenskir leiðbeinendur. Gunnar, sími 699 8064, www.cranio.cc www.ccst.co.uk. Smáauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR VERKFRÆÐISTOFAN Hnit hf hefur fengið faggilta gæðavottun samkvæmt ÍST EN ISO 9001:2000 gæða- staðlinum. Undanfarin misseri hefur Hnit unnið að því að koma á fót og innleiða gæðakerfi samkvæmt staðl- inum. Hnit uppskar laun þeirrar vinnu í desember, þegar fulltrúar British Standards Institution (BSI) veittu fyrirtækinu gæðavottun, segir í fréttatilkynn- ingu. Verkfræðistofan Hnit hf býður alla almenna verk- fræðiráðgjöf, þ.m.t. framkvæmdaráðgjöf og eftirlit, mannvirkjahönnun, veg- og gatnahönnun og mælingar. Auk þess hefur fyrirtækið yfir að ráða öflugri korta- gerðardeild. Vottunin nær yfir alla ráðgjafarþjónustu fyrirtækisins á sviði verkfræðiráðgjafar. Hyggjast for- svarsmenn fyrirtækisins vinna að því að bæta gæða- kerfið enn frekar. Guðmundur Björnson, framkvæmdastjóri Hnits hf., (t.h.) tekur við vottunarskírteini úr hendi Árna Kristinssonar, framkvæmdastjóra British Standards Institution á Íslandi. Faggilt gæðavottun FÉLAG um verndun hálendis Austurlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það „lýsir ánægju sinni með það framtak að koma á þeim menningarvið- burði sem tónleikarnir „Ertu að verða náttúrulaus?“ voru“. Í yfirlýsingunni segir enn frem- ur: „Eins og þeim er kunnugt sem vilja vita eru umhverfis- áhrif Kárahnjúkavirkjunar óviðunandi. Það vandamál leystu stjórnvöld landsins á sinni tíð, með því að láta um- hverfisráðherra hnekkja úr- skurði Skipulagsstofnunar. Sá ráðherra og yfirmenn hans reistu sér þar með minnis- varða sem enginn þarf að öf- unda þá af. Í þeim úrskurði voru étnir upp draumórar Landsvirkjunar um að efna- hagsleg áhrif bættu umhverf- isáhrifin upp. Stjórnvöld gáðu þá ekki, fremur en þau gera nú, að þeim efnahagslegu og siðferð- islegu þrengingum sem fram- kvæmdir á borð við Kára- hnjúkavirkjun ævinlega skapa. Í krafti eigin fávísi og inni- stæðulausrar stórmennsku vaða þau og fylgismenn stór- virkjananna áfram og flökrar ekki við að svipta óbornar kyn- slóðir Íslendinga dýrmætum náttúruperlum. En það væri of einfalt að kenna stjórnvöldum einum um þá hörmung sem nú má líta á hálendi Austurlands. Engin þjóð býr við verri stjórn en hún hefur sjálf til unnið. Þjóðfélag- ið okkar, þetta neysludýrkun- arsamlag sem lítur á dýrustu náttúruperlur landsins, göfug- ustu hugsjónir sínar, menn- ingu og sögu sem einnota dót, á auðvitað stærstu sökina. Nú mölum við bæði malt og salt og mölum í djöfuls nafni, svo vitn- að sé í eina þjóðsögu, sem for- heimskuð þjóðin er auðvitað löngu búin að gleyma. Ljóst er nú að við munum ekki vorkenna afkomendum okkar að greiða niður skuldirn- ar af fjárfestinga- og neyslu- sukki okkar, né heldur sjáum við mikla ástæðu til að draga úr mengun umhverfisins. Fá- ránleg gengisstefna, sem staf- ar mest af óhóflegum lántök- um vegna framkvæmdanna og er að ganga af allri útflutnings- framleiðslu okkar dauðri, virð- ist heldur ekki valda okkur til- takanlegum magaverk. En höfum við sem núna lifum ein- hvern siðferðislegan rétt til að svipta kynslóðir óborinna Ís- lendinga og gesti þeirra mögu- leikanum til að upplifa náttúru- perlur á borð við Vestur- öræfin? Svar félags okkar við þessari spurningu er nei.“ Yfirlýsing Félags um verndun há- lendis Austurlands Seyðisfjörður | Bæjarstjórn Seyðisfjarðar mótmælir harðlega þeirri breytingu sem gerð hefur verið frá upphaflegum til- lögum nefndar um nýskipan lögreglumála að lykilembætti lög- reglunnar á Austurlandi skuli verða á Eskifirði í stað Seyð- isfjarðar. „Rök dómsmálaráðherra að það sem ráði úrslitum að starf- semi rannsóknarlögreglu eigi sér lengri sögu á Eskifirði eru léttvæg í samanburði við öll önnur rök sem færa má fyrir því að embættinu sé betur fyrir komið hjá embætti Sýslumannsins á Seyðisfirði,“ segir í bókun bæjarstjórnarinnar frá 6. janúar sl. „Á Seyðisfirði er ferjuhöfn þar sem um 30.000 farþegar fara um á hverju ári og vaxandi fjöldi millilandafarþega fer um flug- völlinn á Egilsstöðum. Þetta eitt og sér ætti að nægja til að ástæða væri til að staðsetja lykilembætti lögreglunnar hjá embætti Sýslumannsins á Seyðisfirði. Fleira má nefna svo sem það að Fljótsdalshérað er og verður samgöngukjarni Austur- lands og héraðsdómur Austurlands er staðsettur á svæðinu. Það hefur verið yfirlýst stefna stjórnvalda að styrkja beri byggðirnar í jaðri áhrifasvæðis stóriðju á Austurlandi. Það verður best gert ef þessi sömu stjórnvöld hafi forgöngu um þau mál og þar gæti staðsetning lykilembættis lögreglunnar á Seyðisfirði verið skref í þá átt, enda allt sem mælir með því.“ Seyðfirðingar mótmæla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.