Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR LANDIÐ Árborg | Snorri Finnlaugsson, deildarstjóri hjá Mest ehf. á Suðurlandi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ár- borg og sækist eftir að verða í forystu flokksins í bæj- arstjórnarkosningunum í vor. Snorri er fæddur á Sel- fossi 1960 og ólst upp á Arn- arstöðum í Hraungerðis- hreppi til 10 ára aldurs. Snorri hefur mikla reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu og af sveitarstjórnarmálum. Hann var bæjarritari á Dal- vík 1982–1986 og var bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi 1998–2005. Snorri var m.a. formaður skóla- nefndar og íþrótta- og tómstundanefndar á Álftanesi og sat í bæjarráði þar í sjö ár og var formaður þess frá árinu 2000 til 2005 er hann fluttist á Selfoss. Snorri hefur nær allan sinn starfsferil starf- að við stjórnun og rekstur, sem skrif- stofustjóri, fjármálastjóri og framkvæmda- stjóri, nú síðast hjá Mest ehf./Steypustöðinni á Selfossi. Snorri er kvæntur Sigríði Birgisdóttur og eiga þau tvær uppkomnar dætur og er hesta- mennska aðaláhugamál fjölskyldunnar. Snorri hyggst leggja fram reynslu sína og þekkingu til að vinna að því að gera Árborg, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi, jafnframt að því öflugasta og best rekna í þágu íbúa þess, sem og þeirra sem þangað vilja sækja, segir í fréttatilkynningu. Sækist eftir forystusæti í Árborg Snorri Finnlaugsson Selfoss | Byggingaframkvæmdir hófust í gær við nýjan sex deilda leikskóla við Erlurima á Selfossi. Hann mun rúma 135 börn á aldr- inum 2ja til 5 ára. Það var Heiðdís Gunnarsdóttir leikskólafulltrúi sem tók fyrstu skóflustunguna að skól- anum og naut til þess aðstoðar nokkurra leikskólabarna. Byggingin var boðin út í alútboði og var lægstbjóðandi í verkið JÁ- verk sem jafnframt fékk hæstu ein- kunn fyirr útfærslu og var verk- samningur undirritaður 12. desem- ber síðastliðinn. Heildarkostnaður við verkið nemur 275 milljónum króna. Samstarfsaðilar JÁ-verks við hönnun byggingar og lóðar eru Landform ehf, Tera raflagnahönn- uðir, Verkfræðistofan Hönn og ASK-arkitektar. Heildarstærð lóðar er 6070 fer- metrar, þar af er útileiksvæði barna 4070 fermetrar, bílastæði er fyrir 30 bíla og annað svæði 199 fermetrar. Stærð byggingarinnar er 1051 fermetri. Áætlað er að leik- skólinn taki til starfa 1. desember á þessu ári og gert er ráð fyrir að með honum sé unnt að svara eft- irspurn eftir leikskólarými fyrir öll 2ja til 5 ára börn í sveitarfélaginu, miðað við þá íbúafjölgun sem nú er vitað um. Hafin bygging sex deilda leikskóla Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Skóflustunga Heiðdís Gunnarsdóttir leikskólafulltrúi naut aðstoðar leikskólabarna sem sýndu fyrstu skóflustungunni mikinn áhuga. hafa mikil áhrif á hagsmuni ann- arrar umferðar eða annarra sveit- arfélaga.“ Langt í framhaldið Nú er framundan samráðsferli með íbúum um þá kosti sem fara skal á hinum fyrsta áfanga Sunda- brautar, en Jón Rögnvaldsson seg- ir í samtali við blaðamann bæði það ferli og byggingu brautarinnar geta tekið þó nokkurn tíma. „Við ættum þá að sjá fyrir að þessum fyrsta áfanga verði lokið í kringum árið 2010,“ segir Jón og bætir við að þó nokkuð lengra sé þar til seinni áfangar Sundabrautar fari í framkvæmd en þar mun vegurinn halda áfram um Geldinganes, Álfs- nes og Kollafjörð allt upp á Kjal- arnes og verða öflug samgöngu- tenging við Vestur- og Norður- land. „Við ákváðum að bíða með að fara í mat á umhverfisáhrifum seinni áfanga þangað til búið væri að meta fyrsta áfanga brautarinn- ar. Við erum nú að hefja rann- sóknir, skoða vegstæðakosti og vinna að matsskýrslum vegna seinni áfangans, en það er alveg óljóst hvenær þær framkvæmdir fara í gang eða hvenær þeim lýk- ur.“ Hafnarstjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem lýst er yfir vilja Faxaflóahafna til að taka þátt í við- ræðum við fulltrúa ríkisins um leiðir til að fjármagna Sundabraut og stækkun Hvalfjarðarganga. Samgöngubætur mikilvægar höfnunum við Faxaflóa Árni Þór Sigurðsson borgar- fulltrúi segir að í þessu felist að hafnirnar séu tilbúnar til að koma að málinu. „Faxaflóahafnir sf. voru stofnaðar 1. janúar 2005 með sam- einingu hafna Reykjavíkur, Grund- artanga, Akraness og Borgarness. Þá var því lýst yfir að það væri mikilvægt fyrir þessar hafnir að bæta samgöngur á milli þeirra og Sundabrautin og aukin afkastageta Hvalfjarðarganganna eru lykilat- riði í því sambandi,“ segir Árni. „Við teljum að það sé eðlilegt með hagsmuni hafnarinnar að leiðar- ljósi að hún komi að því máli og er- um reiðubúin að skoða ýmsa kosti til að liðka fyrir fjármögnun þess- ara samgangna, m.a. með því að auka hlut okkar í Speli, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, en hafnirn- ar eiga 25% í því fyrirtæki. Einnig gæti það hugsast að hafnirnar kæmu að fjármögnun síðari hluta Sundabrautar, en ríkið hefur nú aðeins tryggt fjármagn til fyrri hlutans.“ Garðabær | Emil Gunnarsson blakmaður var valinn íþróttamaður Garðabæjar árið 2005 við hátíðlega at- höfn í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ á sunnudag. Emil hefur verið í broddi fylkingar meistaraflokks Stjörnunnar í blaki, sem hefur náð því einstaka afreki að vinna átta af síðustu níu titlum sem í boði eru, þar af Deildarmeistaratitil og Bikarmeistaratitil árið 2005. Hann var fyrirliði íslenska landsliðsins þegar liðið fór til Andorra í vor og átti sína bestu A-landsleiki þar. Hann varð einnig í öðru sæti á Íslandsmótinu í strand- blaki í sumar ásamt félaga sínum Ólafi Heimi Guð- mundssyni. Emil var nýverið kjörinn Íþróttamaður ársins af Blaksambandi Íslands fyrir árið 2005. Emil á að baki á sjötta tug landsleikja og hefur verið lyk- ilmaður með landsliðinu. Auk þess hefur Emil hlotið margs konar viðurkenningar fyrir stigaskor á uppske- ruhátíðum BLÍ. Í umsögn íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar segir m.a.: „Emil Gunnarsson hefur leikið gríðarlega stórt hlutverk í árangri Stjörnunnar undanfarin ár og verið einn allra besti leikmaður liðsins til fjölda ára. Hann kennir íþróttir og sund fimm daga vikunnar og þjálfar börn, unglinga og fullorðna flest kvöld vik- unnar. Emil er einstaklingur heilbrigður á sál og lík- ama og öðrum til eftirbreytni.“ Fjölmargir aðrir íþróttamenn úr Garðabænum hlutu viðurkenningar fyrir góðan árangur á síðastliðnu ári. Voru m.a. veittar viðurkenningar fyrir þátttöku í landsliðum Íslands, Íslands-, bikar-, og deildarmeist- aratitla, efnilegustu börnum og unglingum ársins og fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsmála auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir ástundun al- menningsíþrótta og fyrir eldri borgara. Emil Gunnarsson íþróttamaður Garðabæjar Hraustmenni Emil Gunnarsson blakmaður og íþrótta- maður Garðabæjar ku vel að verðlaununum kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.