Morgunblaðið - 11.01.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.01.2006, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIRÚ TS A LA 30% afsláttur af völdum hlýjum, mjúkum og góðum vörum ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti upphafsfyrirlestur í fyrirlestraröð Sagn- fræðingafélagsins, Hvað er útrás? í fundarsal Þjóðminjasafnsins í gærdag. Yfirskrift erindis forsetans var „Útrásin: Uppruni – einkenni – framtíðarsýn“. Ólafur sagði forvitnilegt um- ræðuefni hvernig menning og saga móta útrás- ina og hvernig eiginleikar sem eiga sér rætur í arfleifð okkar gefa Íslendingum forskot á al- þjóðavelli. „Raunar má leika sér með þá hugsun að landnámsöldin sé á vissan hátt upphafið að þessu öllu saman og þjóðveldið hafi fært okkur fyrirmyndir sem efldu sóknaranda. Hinir fyrstu Íslendingar voru sannarlega útrásarfólk, jafnvel svo afgerandi að þau sem nú gera garðinn fræg- an blikna í samanburði,“ sagði Ólafur og tók fram að sumum kynni þó að þykja langsótt að tengja landnámstímann við greiningu á útrás- inni. Það væri hins vegar staðreynd að útrásin á sér djúpar rætur í sögu okkar og lykillinn að ár- angrinum sem útrásin hefur skilað er fólginn í menningunni, arfleifðinni sem nýjar kynslóðir hlutu í vöggugjöf. Upplýsingabyltingin breytti leikvellinum Forsetinn rakti einnig þróun útrásarinnar frá lokum kaldastríðsins, þegar nýjar dyr opnuðust og Íslendingum var kleift að sækja inn í lönd sem áður voru að mestu lokuð og eignast þar öfluga bandamenn. Hann fjallaði um upplýs- ingabyltinguna sem færði Íslendingum ný tæki í hendur og gerði mögulegt að tengja saman ein- staklinga og vinnustaði hvar sem er í veröldinni. „Tækifærin til að skapa samvinnuheildir hafa aldrei verið slík; áhrifamáttur Gutenbergs bliknar í samanburði,“ sagði forsetinn og bætti síðar við að upplýsingabyltingin og alþjóðavæð- ingin hefðu breytt leikvellinum frá því sem áður var þegar iðnbyltingin skóp vaxtarskeið hinna stærri ríkja. Nú geti nýjungar birst úr öllum áttum, frumkvæði einstaklinga og sköpunargáfa gert fyrirtækjum hvar sem er í veröldinni kleift að verða á skömmum tíma áhrifamikið afl á heimsmarkaði. Ólafur nefndi tíu eiginleika sem að hans mati hafa gert íslensku útrásina glæsilega og sagði þá flesta mótaða af menningu, samfélagi og arf- leifðinni. Meðal þeirra eiginleika sem forsetinn nefndi voru vinnusemi, að þora þegar aðrir hika, hin ríka áhersla á að treysta hvert öðru, áhersl- an á sköpunargáfu, hinn íslenski athafnastíll – þar sem stjórnandinn sjálfur er í fremstu röð – og það að Íslendingar vita að mannorðið er dýr- mætara en flest annað og slík hugsun er væn- legt leiðarljós um ókunna vegu á heimsmörk- uðum. Ísland samfélag endurreisnar Forsetinn sagði það merkilegt og kunna að vera kjarna málsins þegar leitað er skýringa á útrásinni að á Íslandi er skapandi gerjun á ólík- um sviðum og umsvif og nýsköpun á einu þeirra hafa áhrif á önnur. Ólafur segir þessi gagn- kvæmu áhrif mynda skapandi heild. „Smæðin gerir það að verkum að gerendur á öllum svið- um – athafnafólk, listamenn, vísindamenn og rannsakendur – eru í nánara samneyti en tíðk- ast víða annarsstaðar, blanda geði á ýmsan hátt og tengjast hringiðu lífs á gamla Fróni.“ Að þessu leyti segir forsetinn að Ísland sé á vissan hátt samfélag endurreisnar, þar sem blómaskeiðið byggist jöfnum höndum á við- skiptum, vísindum og listum. Byggist á sam- félagi fólks sem skarar fram úr á ólíkum svið- um. Ólafur er hins vegar ekki í vafa um hvað búi að baki. „Forsenda hins glæsilega sóknarskeiðs er þó umfram allt menntunin sem hin yngri kynslóð hefur hlotið, fólkið sem nú er á besta aldri,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjallaði um upphaf, einkenni og framtíðarsýn útrásarinnar í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins Menntun er umfram allt for- senda glæsilegs sóknarskeiðs Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Fjölmenni var viðstatt fyrirlestur forsetans í fyrirlestraröð Sagnfræðifélagsins í Þjóðminjasafninu. Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Ragnar Grímsson hélt fyrirlestur um út- rás Íslendinga í Þjóminjasafninu í gærdag. NÝSTÁRLEG aðferð var notuð til að taka í notkun nýjustu bensínstöð Atlantsolíu sem staðsett er við Húsgagnahöllina í Reykja- vík. Dælurnar voru ræstar með því að bera upp að þeim tölvuúr, útbúið með örgjörva. Það var Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, sem opnaði stöðina, sem er sú sjötta sem Atlantsolía opnar. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlants- olíu ehf., segir að virkni tölvuúrsins sé sú sama og með dælulykli Atlantsolíu. Tölvu- úrið er útbúið örgjörva sem dælur stöðv- arinnar skynja og kviknar því sjálfkrafa á þeirri dælu sem úrið er borið upp að. Ör- gjörvinn er svo tengdur við greiðslukort eiganda. Hugi segir þróunina vera í þá átt að við- skiptavinir vilji nýjungar og er úrið nýjung til að mæta þeirri þörf. Aðeins eitt slíkt úr er til á landinu eins og er en von er á því að fyrirtækið taki fleiri í notkun á vormán- uðum. „Ég held að þetta sé spennandi nýj- ung sem mun án efa falla vel í kramið hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Hugi. „Þetta er ætlað þeim sem eru mikið á ferðinni og vilja meiri hraða við eldsneytiskaup. Það þarf til að mynda ekki að standa í röð og bíða eftir að næsti maður á undan klári sín viðskipti.“ Hugi segist merkja mikinn áhuga hjá fólki á dælulyklum fyrirtækisins og býst ekki við öðru en það sama verði uppi á ten- ingnum með tölvuúrin. Bæði verður hægt að fá úrin fyrir herra og dömur. Tölvuúr notað til að opna bensínstöð Morgunblaðið/Kristinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnar nýja bensínstöð Atlantsolíu með tölvuúri. Fyrir aftan hana standa Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri og Geir Sæmundsson framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.