Morgunblaðið - 11.01.2006, Page 17

Morgunblaðið - 11.01.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 17 MINNSTAÐUR SUÐURNES Reykjanesbær | Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra og Hall- grímur Snorrason hagstofustjóri heimsóttu í gærdag 300 þúsundasta íbúa Íslands á fæðingardeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Drengurinn fæddist á sjöunda tím- anum á mánudagsmorgun og er fyrsta barn Erlu Maríu Andrés- dóttur og Haraldar Arnarsonar, sem búa í Reykjanesbæ. Halldór afhenti jafnframt heillaóskabréf og óskaði nýfædda drengnum gæfu um alla framtíð. Skömmu áður hafði Árni Sigfússon bæjarstjóri komið færandi hendi. Spurður um hvort heimsóknin flokkaðist með skemmtilegri emb- ættisverkum svaraði Halldór því að hann teldi heimsóknina ekki teljast til embættisverka. „Þetta er nátt- úrlega það skemmtilegasta sem maður gerir, að horfa á nýfædd börn, og ég er nú svo heppinn að það eru akkúrat fimm mánuðir síð- an ég var hérna staddur til að taka á móti barnabarni.“ Halldór sagðist binda miklar vonir við drenginn nýfædda, eins og reyndar alla Íslendinga, og bætti við að íslenska þjóðin væri afar gæfusöm að eiga jafn mikið af ungu fólki og raun bæri vitni. Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri segir það auðvitað álita- mál hver sé íbúi númer 300 þúsund en þar sem Hagstofan hefði haldið úti mannfjöldaklukku hefði verið einfaldast að taka þann einstakling sem fæddist næst því þegar klukk- an sló 300 þúsund. „Það gerðum við og það er þessi myndarstrákur. Við erum mjög sæl með þetta og vonum að við höfum ekki valdið of miklum usla hjá þessu ágæta fólki,“ sagði Hallgrímur en talsvert fjöl- miðlafár var í litla herberginu á fæðingardeildinni þrátt fyrir að drengurinn litli léti sér fátt um finnast og væri hinn rólegasti. Árni Sigfússon bæjarstjóri heim- sótti í gær nýjasta íbúann á fæð- ingardeildina. Afhenti hann for- eldrum drengsins gjafakörfu frá Kaffitári ásamt ýmsum glaðningi, þar á meðal gjafabréf frá miðbæj- arsamtökunum Betri bæ og bókina Hversu mikið er nóg? sem öll ný- fædd börn í Reykjanesbæ fá að gjöf frá Reykjanesbæ. Opinber heimsókn hjá 300 þúsundasta íbúa Íslands Lét sér fátt um finnast Morgunblaðið/Ásdís Heimsókn Þrjú hundruð þúsundasti íbúi landsins lét ekki opinberar heim- sóknir eða fjölmiðlafár raska ró sinni á fæðingardeildinni. Morgunblaðið/Ásdís Gjöf Árni Sigfússon kom færandi hendi á fæðingardeildina. Opið hús í dag, miðvikudag, frá kl. 16:30-18:00 Njálsgata 19 - „Ölgerðarreitur“ 3 íbúðir eftir Sölumaður frá Valhöll verður á staðnum í dag Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Nýtt glæsilegt lyftuhús á þessum einstaka stað og stæði í bílskýli fylgir 2 íbúðum af þeim þremur sem eftir eru. Íbúðirnar, sem eru frá 71,6-83,6 fm, eru til afhendingar við kaupsamning fullfrágengn- ar með vönduðum eikarinnréttingum, flísalögðum baðherbergjum og parketi á gólfum. Húsið afhendist fullfrágengið. Frábær stað- setning. Vandaðar innréttingar. ● Verð 2ja herb. 71,6 fm 21,8 millj. ● Verð 2ja herb. 74,2 fm ásamt bílsk. 24,0 millj. ● Verð 3ja herb. 83,6 fm ásamt bílskýli 28,7 millj. Sölumaður frá Valhöll sýnir íbúðirnar í dag, miðvikudag, frá kl. 16:30-18:00 ÚTSALA - ÚTSALA Kápur, jakkar, buxur, bolir, samkvæmisfatnaður og margt fleira Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.