Morgunblaðið - 11.01.2006, Side 20

Morgunblaðið - 11.01.2006, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Þ rjátíu starfsmenn Land- véla ákváðu að slá af hefðbundna árshátíð hér heima, en halda þess í stað til útlanda í leit að ævintýrum. Þetta gera þeir á tveggja ára fresti og hafa áður m.a. sótt heim borgirnar Aber- deen og Dublin. Það var búið að plana eitt og annað fyrir brottför. Meðal annars ætlaði mannskap- urinn að upplifa ólífutínslu og ferð til bæjarins Bled, sem stendur við samnefnt vatn í ægifögru um- hverfi, var sömuleiðis mjög of- arlega á óskalistanum. Hætta varð við bæði þessi ævintýri sökum snjókomu, sem náði mönnum upp að hnjám þegar vaknað var að morgni ferðadags. Og þar sem aðeins einn snjó- troðari var til í héraðinu, þótti ein- sýnt að ferðin tækist bæði seint og illa. Það var því lán í óláni að uppgötva flotta verslunarparadís í Ljubljana, segir Rannveig Hreins- dóttir, matselja hjá Landvélum. „Ég var ekkert farin að spá í verslun þarna, en svo datt maður barasta inn í þessar flottu búðir í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, að leitun er á öðru eins. Verðlagið var að sama skapi hlægilegt, en mér skilst að Slóvenar ætli að taka upp evruna eftir eitt ár og þá má búast við verðhækkunum á vörum, eins og reynslan hefur sýnt annars staðar þar sem evran hefur verið tekin upp.“ Vinaleg og þægileg smáborg Hópurinn flaug til Ljubljana í beinu leiguflugi Heimsferða og var dvalið ytra í þrjá sólarhringa, frá fimmtudegi til sunnudags, í lok nóvember. Auk verslunartúra, var farið í skipulagða skoðunarferð um borg- ina. „Við skoðuðum m.a. frægar byggingar, sem allar eru eftir sama arkitektinn, Prestnik að nafni, og ægifagra dómkirkju þar sem hvorki vantaði gull né ger- semar. Borgin virkaði vel á okkur og er rosalega falleg. Hún er þægileg og vinaleg. Það er hægt að fara fót- gangandi í allar áttir enda er hún tiltölulega smá. Elsti hluti borg- arinnar er byggður út frá kastala, sem reistur var fyrir meira en þúsund árum. Frá honum liggur hverfi með gömlum vinalegum húsum og þröngum steinlögðum strætum, sem liggja að Ljubljan- ica-fljóti. Umferð er lítil og allt er með ró og spekt. Íbúarnir virðast þó vera mjög duglegir því allt vaknar til lífsins klukkan sex á morgnana og gaman er að rölta um markaðinn í miðborginni.“ Borgin virðist og státa af fjöl- breyttu menningarlífi því þar er háskólasetur, sinfóníuhljómsveit, ópera, leikhús, söfn og gallerí. Stærsta verslunarmoll Evrópu Auk fjölmargra lítilla sérversl- ana, sem er að finna í borginni, státar borgin af BTC-verslunar- mollinu, sem gestum er sagt að sé stærsta moll Evrópu. Mollið sam- anstendur af átta verslunarhúsum og þarna er hægt að detta inn í öll fínustu vörumerkin ásamt HM, Marks og Spencer og fjölmörgum öðrum verslunarkeðjum, að sögn Rannveigar. „Skóbúðirnar reynd- ust heldur ekki af verri endanum. Mér tókst að burðast heim með sjö pör af skóm, en tek það fram að ég var ekki sú stórtækasta í hópnum.“ Vinnufélagarnir vönduðu valið þegar kom að veitingahúsum og mælir Rannveig sérstaklega með tveimur stöðum, sem báðir eru í miðborginni. Annar er mexíkóskur og heitir Cantina Mexicana og hinn er með fjölbreyttan matseðil, allt frá pastaréttum og upp í villibráð, og heitir Zlata Ribica. Þar sem að Bled-ferðin brást að þessu sinni ætlar Rannveig að gera aðra tilraun í sumar því hún stefnir í sumarfríinu á ferð til Portoroz. „Þaðan kemst ég von- andi til Bled, sem ég er harð- ákveðin í að heimsækja. Varla snjóar á þessum slóðum í ágúst- byrjun.“  FERÐALÖG | Snjókoma olli breyttu ferðamynstri Rannveig Hreinsdóttir, matselja hjá Landvélum, í hópi annarra starfsmanna. Starfsfólkið hjá Landvélum naut leiðsagnar er það skoðaði sig um í borginni . Verslunarparadísin Ljubljana Rannveig Hreinsdóttir, matselja hjá Landvélum, var á leið í ólífutínslu í Bled en lenti í búðarápi í Ljubljana. Jóhanna Ingvarsdóttir forvitnaðist um árshátíðarferð Landvéla til Slóveníu. Zlata Ribica Cankarjevo Nabrezje 5–7 Ljubljana Sími: 386-1-24-12-680 Netfang:zlata.ribica@gpl.si Cantina Mexicana Sími: 01-426-9325. join@mbl.is Ljubljanica-áin var lífæð borgarinnar hér áður fyrr, bæði hvað varðaði flutninga og til fæðuöflunar, því þá var mikill fiskur í ánni. GÆLUDÝR geta orðið of feit rétt eins og eig- endur þeirra. Matarveislur um jól og áramót ná oft líka til dýranna, þau fá sparimat og dýrasælgæti og línurnar aflagast. Á heilsuvef MSNBC er fjallað um gæludýr og offitu og mikilvægi hreyfingar, t.d. fyrir hunda og ketti. Flestir hundar þurfa daglega hreyfingu og sumir þurfa að fara út oft á dag. Þeir hafa líka gaman af að leika við eigendur sína, t.d. sækja hluti sem kastað er. Kettir geta leikið sér endalaust með leikföng með líkani af mús eða fugli á endanum ef hinu raunverulega er ekki fyrir að fara. Ekki eru allir kettir útikettir og fyrir inni- kettina gæti verið góð lausn að setja upp sér- stakt svæði þar sem kötturinn getur klifrað og leikið sér frjálst. Fram kemur að gæludýra- eigendur ættu að ráðfæra sig við dýralækni til að athuga hversu mikið dýrin mega borða. Þau ráða yfirleitt ekki við að ákveða það sjálf. Ekki í skyndimegrun Dýr hafa ekki gott af skyndimegrun, sér- staklega ekki kettir sem þannig geta þróað með sér ýmsa sjúkdóma. Hægt og sígandi þyngdartap er heppilegra. Einnig getur verið heppilegt að láta gæludýrin finna matinn sinn sjálf, þ.e. nokkurs konar veiðar. Hægt er að láta þurrkaðan mat hér og þar um húsið til að láta dýrin hafa fyrir því að finna yfir daginn. Dýrin eru ekki alltaf að biðja um mat þegar þau nudda sér upp við eigendur sína, oft er það bara athygli sem þau vilja. Ekki er rétta leiðin að gefa þeim alltaf snakkbita eða sæt- indi, að því er fram kemur á MSNBC. Línurnar í lag fyrir fjölskylduvininn  GÆLUDÝR Morgunblaðið/Eggert Líka þarf að huga að hreyfingu og mataræði gæludýranna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.