Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VEGNA umræðna í fjölmiðlum og í undirheimum bloggaranna um prófkjör VG í Kópavogi vill undirrit- aður taka eftirfarandi fram: Í að- draganda prófkjörs stækkaði félagið um 67,5%, sem merkir að veruleg söfnun fór fram. Ef við gefum okkur að þeir sem skráðu sig í félagið dagana fyrir forvalið hafi greitt atkvæði kemur í ljós að gamlir félagsmenn voru í minnihluta þeirra sem atkvæði greiddu. Mið- að við þessar forsendur voru nýir félagsmenn 64% kjósenda en hlut- fall hinna náði aðeins tæplega 36%. Um slík vinnubrögð eru ekki allir á eitt sáttir og heldur ekki að búið sé að farga öllum kjörgögnum. Af málefnum Þrátt fyrir ósætti um vinnubrögð er ég þess fullviss að framboð VG á fullt erindi við bæjarbúa. Ég er einn- ig sannfærður um að forsenda þess sé að framvarðarsveitin og fé- lagsmenn allir komi fram sem hóp- ur, en ekki einstaklingar, og hafi annað að bjóða en hinir flokkarnir. VG þarf m.ö.o. að sækja fram, svo notað sé líkingamál úr íslenskri stjórnmálasögu, „þversum“ í stað „langsum“ og bjóða kosti sem vekja umræðu og menn geta ekki leitt hjá sér. Meginatriði framboðs VG, ef ég mætti ráða, væru eftirfarandi: 1. Félagshyggja í stað einkavæð- ingar: Að við drögum enga dul á að við stefnum að því að bærinn verði miðstöð félagshyggju á landsvísu. Að við höfnum einkavæðingu sem fé- lagslegri og hagstjórnarlegri lausn. Hins vegar er ekki með þessu sagt að einkaframtakið fái ekki að njóta sín. Ég tel t.d. að skólar sem bjóða upp á kennslu- og uppeldisfræðilega kosti, s.s. Waldorfskólinn, eigi að fá að þrífast og blómstra. Einkavæðing sem einhver „straumur hins nýja tíma, nýrrar aldar“, er tímaskekkja. Hún er ekki nýrri en svo að á 19. öld var hún þegar úr sér gengin og kall- aði á öflugt andsvar verkalýðshreyf- ingar sem bauð upp á raunverulegar „nýjar“ lausnir: lausnir félagshyggju og samneyslu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um einkavæðinguna eða hvað hún hefur haft í för með sér, fyrir utan að skapa „útrásaraðal“. Það sem postular frjálshyggjunnar köll- uðu dreifða eignaraðild breyttist í andhverfu sína og eignir allra landsmanna hafa orðið að eignum eins, tveggja eða þriggja lands- manna. Fyrirtæki sem áður voru „þjónustufyrirtæki“ þurfa nú að skapa „eigendum“ sínum arð. Þjónustan hefur m.ö.o. vikið fyrir arðsemissjónarmiðum og hefur ekki batnað. Sókn eftir hámarksgróða verður öllum siðalögmálum yfir- sterkari. Andstaða mín við þessa tíma- skekkju sem við köllum einkavæð- ingu er svo mikil að ég vil ekki að- eins að við höfnum henni heldur að við heitum því að leitast við að leið- rétta „glæpinn“ fáum við til þess afl. 2. Sameining sveitarfélaga: Að Kópavogur hafi frumkvæði að sam- einingarviðræðum við nágranna- sveitarfélög. Til að forðast misskiln- ing er ekki verið að mæla fyrir því að eitt sveitarfélag gleypi annað, það stóra sloki í sig þau litlu, heldur við- ræðum sem leiði til samkomulags sem að sínu leyti yrði borið undir úr- skurð íbúa. Megintilgangur þessa yrði: … að einfalda stjórnsýslu, … að draga úr yfirbyggingu, … að gera skipulagsmál á öllum sviðum heildstæð og bæta þar með þjónustu, … og síðast en ekki síst að gera grenndarlýðræði ekki aðeins raun- hæft heldur nauðsynlegt. 3. Gegnsæi og siðareglur: Að við höldum fram nauðsyn þess að launa- kerfi bæjarins, líkt og stjórnsýslan, verði gegnsætt og embættismenn gangist undir skýrar siðareglur. 4. Launanefnd sveitarfélaga: Að bærinn dragi sig út úr launanefnd sveitarfélaga og semji beint við starfsfólk sitt. Það er þversögn að einmitt þeir sem hæst tala um vald- dreifingu og lýðræði skuli hanga eins og hundar á roði á miðstýrðu launakerfi. Með þessum hætti firrir bæjarstjórn sig ábyrgð á kjara- málum þótt starfsfólk felli samn- ingstilboð trekk í trekk. Lengi mætti halda áfram að telja upp málaflokka, s.s. þjónustu við börn og eldri borgara, umhverf- ismál, samgöngumál, öryggi í um- ferðinni o.s.frv. Flest slíkra mála eru af þeim toga að aðrir flokkar geta af fullkomnu ábyrgðarleysi tekið undir þau og gert jafnvel að sínum eins og dæmin sanna. Það er einlæg sann- færing mín að VG verði að draga fram sérstöðu sína; sýna fram á að flokkurinn hafi upp á valkosti að bjóða, en framleiði ekki ilmríka froðu sem aðrir geta baðað sig í. Við málum bæinn rauðan og … Af fréttum síðustu daga má ætla að einhverskonar upplausnarástand ríki í félagi VG í Kópavogi. Svo er ekki, og mér vitandi er enginn á leið yfir til Samfylkingarinnar eða ann- arra flokka vegna vonbrigða með úr- slit prófkjörs. Hitt er annað að fylk- ingar geta riðlast, en þá og því aðeins að málefnaágreiningur verði of mikill til þess að hann verði brú- aður. Við gagnrýnum og tökumst á en hlaupum ekki burt. Ef einhugur verður um málefni og þau verða bor- in fram af glaðbeittum, samhentum hópi munum við, með aðstoð fólks úr öllum flokkum, líka Samfylkingu, mála bæinn rauðan – og grænan. Með ósk um gæfuríkt ár. Af prófkjörs- drama í Kópavogi Þorleifur Friðriksson fjallar um prófkjör Vinstri grænna og bæjarmál í Kópavogi ’Þrátt fyrir ósætti umvinnubrögð er ég þess fullviss að framboð VG á fullt erindi við bæj- arbúa.‘ Þorleifur Friðriksson Höfundur er sagnfræðingur. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MARKMIÐ Tryggingastofnunar hefur ávallt verið að standa vörð um lífskjör sinna skjólstæðinga. Skattalöggjöfin hefur það að mark- miði að gæta jafnræðis en ekki að lögin hafi þau áhrif að jafngildi upptöku eigna hjá þeim sem hafa náð ellilífeyrisaldri við 67 ára mark- ið. Margvíslegar tryggingabætur og tekjutenging áttu að ganga til þeirra sem stæðu næst því að vera í fjárhagslegri nauð. Umhverfi lífskjara og tekjuöfl- unar er stöðugt að breytast. Skjól- stæðingar trygginganna gera þá kröfu til löggjafans að trygg- ingalögin fylgi þessum breytingum stöðugt eftir. Nokkur atriði er snerta lífskjör og viðleitni til sjálfsbjargar, hafa snúist í andhverfu sína. Frítekjumarkið Frítekjumarkið hefur næstum því frosið fast við gamalt og þáverandi hóflegt tekjuþak. Hækkun þessa þaks hefur hvorki náð að fyglja vísitölu né launaþróun. Núverandi þakhæð væri sanngjarnari allt að 175 þús.kr.í stað 75.125 kr. sem er í gildi í dag. Tekjutengingin Sjálfsbjargarviðleitni eldri borgara til tekjuöflunar eru settar muög þröngar skorður. Mikill mannauður er þarna frystur niður og til skaða fyrir þjóðfélagið. Innflutningur á vinnuafli gæti minnkað ef þessi at- vinnuauður væri nýttur meir en nú er gert. Þeir sem hafa greitt í séreign- arsjóði geta lent í skerðingu á elli- lífeyri ef þeir taka ekki út þennan sjóð fyrir 67 ára aldur. Þessi eigna- tilfærsla er skattlögð að fullu sem tekjur, en jafnframt því getur það haft áhrif til lækkunar á greiðslum frá Tryggingastofnun, nema grunn- lífeyri. Breytist tryggingaréttur öryrkja, batnar hann eða versnar við 67 ára aldursmörkin? Þessi spurning hefur komið fram, ef þar verður breyting á, er þess þá gætt að hún verði ör- yrkjum í hag? HJÖRTUR ÞÓRARINSSON Lóurima 15, Selfossi. Lífeyrismál eldri borgara og andhverfa í skattalöggjöf Frá Hirti Þórarinssyni: ÚT ER komið fyrsta bindi af Sögu Bolungarvíkur eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Bók þessi fékk all- góða umgetningu í Morgunblaðinu eftir Sigurjón Björnsson en þar var þó frekar um að ræða lýsingu á bókinni en gagnrýni. Nokkur at- riði í henni hljóta þó að teljast gagnrýni verð, einkum í kaflanum um mannfjölda og búsetu á 18. öld. Þar segir á bls. 73 að til sé ein heimild um íbúafjölda í Bol- ungarvík á tímabilinu 1710 til 1801. Hið rétta er að til eru bændatöl frá 1735 og 1753 og svo manntalið 1762 með öllum íbúum hreppsins. Svo eru heil sókn- armanntöl frá 1790, 1791 og 1792 ásamt brotum úr öðrum. Á bls. 76 eru rangt tilgreindir foreldrar Elínar Jónsdóttur yngri í Meirihlíð. Foreldrar hennar voru Jón Þorláksson bóndi í Minnihlíð 1801 og kona hans Elín Magn- úsdóttir og var Elín litla hjá þeim 1790, sögð dóttir þeirra. Á bls. 77 er rangt farið með nafn konu Sumarliða á Breiðabóli. Hún hét Sigríður, ekki Ingibjörg. Einnig er hér rangt nafn Sesselju á Meiri- bakka, hún var Þorláksdóttir, ekki Þorvalds. Svipuð villa kemur fram í um- fjöllun um manntalið 1703, þar er húsfreyjan á þriðja heimili á Breiðabóli nefnd Guðrún en hún hét Vigdís. Þá segir á bls. 81 að Jón Johnsoníus hafi verið eini sýslumaður Ísfirðinga sem búið hafi í Bolungarvík og þess er þá ógetið að Erlendur Ólafsson bjó á Hóli 1762 og lengur. Rangt mun farið með fæðing- ardag Hálfdáns í Meirihlíð á bls. 83. Hann finnst að vísu ekki fædd- ur en er eins árs í Hjarðardal ytri 1855, sagður fæddur á Veðrará. Manntalið 1910 hefur hann fædd- an 2. mars 1854 og dánarskrá sömuleiðis. Í niðjatali hans er hann sagður fæddur 13. apríl 1855. Einnig er það missagt á bls. 175 að Pétur Oddsson væri fæddur 21. apríl, kirkjubók segir hann fædd- an 21. ágúst 1862, eins í mt. 1910 og dánarskrá, og er villan líklega ættuð úr Brimgný, bók Jóhanns Bárðarsonar. Hinrik á Seljalandi var langafi Péturs í föðurætt, ekki í móðurætt. Um ýmsar ályktanir í Sögu Bol- ungarvíkur kunna að vera skiptar skoðanir, svo sem þá á bls. 67 að Skálavíkurbændur hafi orðið að leiða kýr sínar inn að Hóli. Senni- legra virðist að kálfarnir (2) sem taldir eru í Skálavík hafi verið notaðir til kúnna þar, verið kú- neytir. Frá því er sagt á bls. 128 að Hólskirkja hafi átt teig í Geirs- brekkuskógi og það talið sýna að einhver trjágróður hafi þá verið í Bolungarvíkurdölum. Auðvitað getur það vel verið en umræddur skógarteigur Hólskirkju er í Súg- andafirði. Svo kann að virðast að sumt ofanritað séu léttvægar að- finnslur en villur hafa ríka til- hneigingu til að ganga aftur og þær lýta öll rit. Þetta fyrsta bindi af sögu Bolungarvíkur er annars skemmtilegt aflestrar og ber að þakka höfundi þess og aðstand- endum þarft verk. Við lesendurnir hlökkum til annars bindis. ÁSGEIR SVANBERGSSON, Skólagerði 17, Kópavogi. Um sögu Bolungarvíkur Frá Ásgeiri Svanbergssyni: UMHVERFISSVIÐ Reykjavík- urborgar hefur umsjón með um- hverfisstefnu og samgöngustefnu borgarinnar. Leiðarljósið felst með- al annars í því að auka samráð milli borg- arbúa og stjórnar borgarinnar um um- hverfismál. Nú er eitt slíkt verkefni í gangi, því Umhverfissvið stendur fyrir samráði við borgarbúa um sjálf- bært samfélag. Sam- ráðið, er hluti af vit- undarvakningunni „Virkjum okkur!“, hófst þessi liður mánu- daginn 9. janúar og stendur í tvær vikur. Markmiðið er að fá fram hugmyndir borgarbúa um ýmsa umhverfisþætti í borginni, meðal annars um náttúruvernd, skipulag, samgöngur, notkun úti- vistarsvæða, umgengni, sorpmál, loftgæði, lýðheilsu, umhverfis- stjórnun, umhverfisfræðslu. Einnig að fá ljósa mynd af því sem borg- arbúar telja að sé brýnast í umhverf- ismálum borgarinnar. Hverju vilja þeir breyta og hvað vilja þeir vernda? Sjálfbært samfélag felst meðal annars í því að nýta orkugjafa með vistvænum hætti, búa við efnahags- lega hagsæld án þess að ganga á auðlindir næstu kynslóðar og síðast en ekki síst í því að virkja mannauð- inn í hverju hverfi til góðra verka. Markmið verkefnisins sem nú stend- ur yfir er í þessum anda – að virkja borgarbúa til að taka þátt í mótun borgarinnar. Aðferðin sem notuð er felst í því að opna leiðir fyrir borgarbúa til að koma hugmyndum sín- um á framfæri, hug- myndirnar verða síðan notaðar til að móta stefnu borgarinnar í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þetta samráð er þáttur í end- urskoðun á umhverf- isáætlun Reykjavíkur – Staðardagskrá 21 og nú undir heitinu Reykjavík í mótun. Markmiðið er betri borg og betra umhverfi fyrir íbúana. Netslóð og talhólf Á slóðinni www.hallveigarbrunn- ur.is er óskað eftir skriflegum hug- leiðingum undir nafnleynd um um- hverfismál. Einnig má senda hugleiðingar í tölvupósti á netfangið sd21@reykjavik.is eða bréflega til Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, merkt- ar „Reykjavík í mótun“. Einnig er boðið upp á þriðja valkostinn því gjaldfrjálst símanúmer eða talhólf hefur verið opnað og geta borg- arbúar þannig komið hugmyndum sínum munnlega á framfæri. Núm- erið er 800 1110. Samráð við hagsmunahópa hefur þegar farið fram og getur fólk kynnt sér það á heimasíðunni www.um- hverfissvid.is með því að fletta þar fréttum. Eftir þetta samráð við borgarbúa verður ný umhverfis- áætlun fyrir höfuðborgina kynnt í mars 2006 undir heitinu – Reykjavík í mótun. Hér er um að ræða lið í end- urskoðun á Staðardagskrá 21 (Sd21), sem er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiró 1992. Reykjavíkurborg sam- þykkti fyrst slíka áætlun árið 2001. Samráðið er nú kynnt í fjöl- miðlum, til að mynda með blaða- auglýsingum, útvarpsauglýsingum og netauglýsingum. Einnig hafa veggspjöld verið hengd upp í borg- inni til að hvetja fólk til að taka þátt. Umhverfissvið skorar á borgarbúa að taka þátt í mótun borgarinnar með því að skila inn hugmyndum sínum. Reykjavík í mótun Gunnar Hersveinn segir frá samráði Umhverfissviðs við borgarbúa um sjálfbært samfélag ’Hverjum og einumer boðið að koma á framfæri eigin hugmyndum um hvernig borgaryfirvöld eigi að standa að því að skapa sjálfbært samfélag á næstu árum.‘ Gunnar Hersveinn Höfundur er upplýsingafulltrúi Um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.