Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tuttugu handteknir á Spáni Madríd. AFP. | Lögreglan á Spáni handtók í gærmorgun 20 menn, sem grunaðir eru um að tengjast ísl- amskri hryðjuverkastarfsemi og ógn- arverkum í Írak. Að sögn Jose Antonio Alonso, inn- anríkisráðherra Spánar, eru flestir hinna handteknu frá Marokkó. Kom fram í máli hans að mennirnir væru grunaðir um að tengjast m.a. hópi vígamanna, sem gerði árás á ítalska herstöð í Írak í nóvember árið 2003. Í þeirri árás féllu 28 menn, þar af 19 ítalskir hermenn. Mennirnir voru handteknir á ýms- um stöðum á Spáni og eru 15 þeirra frá Marokkó, þrír eru Spánverjar, einn Tyrki og einn Alsírbúi. Sagði Alonso að mennirnir væru grunaðir um að tilheyra tveimur tengdum hópum. Þessir hópar hefðu síðan veitt hryðjuverkamönnum ýmsa aðstoð m.a. fjárhagslega. Ein- hverjir þeirra manna, sem hópar þessir hefðu náð til, hefðu barist gegn hernámsliði Bandaríkjamanna í Írak. Í máli ráðherrans kom og fram að ekki væri talið að mennirnir hefðu undirbúið hermdarverk á Spáni. Sharon ekki í lífshættu Jerúsalem. AFP. | Læknar Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sögðu í gær, að hann væri ekki leng- ur í lífshættu og sýndi aukin merki heilastarfsemi. „Líkamlegt ástand forsætisráð- herrans er vissulega alvarlegt en hann er þó ekki í beinni lífshættu lengur,“ sagði Yoram Weiss, einn læknanna, og gaf í skyn, að enn myndu nokkrir dagar líða áður en allri svæfingu yrði hætt. Sharon hefur hreyft útlimi, jafnt hægra- sem vinstramegin, og þykir það góðs viti. Læknrnir vilja þó ekk- ert um batahorfur hans segja en nefna meðal annars, að verk eftir Mozart, uppáhaldstónskáld Sharons, séu leikin allan sólarhringinn auk þess sem lyktarskyn hans sé örvað með ilminum af steiktu kjöti. Ekki er búist við, að langur tími líði áður en læknar kveði upp sinn dóm um heilsufar Sharons en þá mun dómsmálaráðherra Ísraels ákveða hvort hann sé fær um að gegna forsætisráðherraembættinu. PALESTÍNUMENN, sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem, munu geta tekið þátt í þingkosningum 25. þessa mánaðar. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, greindi frá þessu í gær og síðar um daginn var haft eftir Ehud Olmert, starfandi forsætisráð- herra, að formlegt samþykki myndi liggja fyrir eftir fund ríkisstjórnarinnar á sunnu- dag. Stjórnvöld í Ísrael höfðu hótað að koma í veg fyrir þátttöku íbúa í hinum arabíska austurhluta borgarinnar m.a. sökum þess að hin íslömsku Hamas-samtök munu nú bjóða fram til þings Palestínumanna. Þessari hótun Ísralea hafði Mahmoud Ab- bas, forseti heimastjórnar Palestínumanna, svarað á þann veg, að hætt yrði við kosn- ingarnar fengju íbúar Austur-Jerúsalem ekki að greiða atkvæði í þeim. Ísraelar hertóku Austur-Jerúsalem árið 1967 og innlimuðu síðan borgarhlutann í ríki sitt. Palestínumenn líta til Austur- Jerúsalem sem höfuðborgar framtíðarríkis síns. Ísraelar telja hins vegar borgina alla höfuðborg sína. Á mánudag var frá því skýrt að stjórn- völd í Ísrael hefðu ákveðið að leyfa fram- bjóðendum í þingkosningum Palest- ínumanna að heyja kosningabaráttu í austurhlutanum. Þetta ætti þó ekki við um frambjóðendur Hamas-hreyfingarinnar og fulltrúar annarra samtaka þyrftu að leita eftir sérstöku leyfi lögregluyfirvalda. Jafnframt skýrðu palestínskir ráðamenn frá því á mánudag að þeim hefðu borist boð frá Bandaríkjastjórn þess efnis að kjós- endur í Austur-Jerúsalem myndu fá leyfi til að taka þátt í kosningunum. Slík yfirlýsing hafði á hinn bóginn þá ekki borist frá ráða- mönnum í Ísrael. Munu kjósa á ísraelskum pósthúsum Formleg staðfesting þessa virtist hafa borist í gær er Mofaz varnarmálaráðherra sagði að sami háttur yrði hafður á nú og ár- ið 1996 þegar Palestínumenn kusu síðast menn til setu á þinginu í Ramallah. Myndu Palestínumenn því greiða atkvæði á ísra- elskum pósthúsum í borgarhlutanum. Um- mæli Mofaz féllu á sama tíma og háttsettir bandarískir embættismenn voru á ferð um Ísrael og Palestínu. Ræðir þar um þá David Welch, einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Elliot Abrams, sem er aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta. Síðar í gær var síðan haft eftir Ehud Ol- mert, starfandi forsætisráðherra, að rík- isstjórn Ísraels myndi á sunnudag sam- þykkja formlega að kjósendum skuli hleypt að kjörðborðinu í Austur-Jerúsalem. Var sagt að þetta hefði komið fram er Olmert ræddi í gær í síma við Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Olmert hefði og tekið fram að skilyrði þessa yrði að tryggt yrði að „fulltrúum hryðjuverkahreyf- inga“ yrði ekki gert kleift að taka þátt í kosningunum í Jerúsalem. Þessi orð áttu sýnilega við um Hamas-hreyfinguna. Sýnist því liggja fyrir að fulltrúum Hamas verði ekki einungis bannað að halda uppi áróðri í austurhlutanum heldur verði þeim og bann- að að bjóða sig fram þar. Dagblaðið Haaretz sagði í frétt á vefsíðu sinni að þeir Mofaz varnarmálaráðherra og Silvan Shalom utanríkisráðherra hefðu deilt hart í gærmorgun um réttmæti þess að leyfa kosningar í hinum arabíska hluta borgarinnar. Deilan hefði blossað upp eftir að greint hafði verið frá yfirlýsingu Mofaz. Virðist því sem Olmert hafi ákveðið að bera málið formlega undir atkvæði á ríkisstjórn- arfundi á sunnudag en þá verða tíu dagar til kosninganna. Olmert virðist því öruggur um að meirihluti ráðherra samþykki það fyrirkomulag, sem Mofaz lýsti og þau skil- yrði, sem Olmert greindi frá í samtalinu við Rice. Fjórir ráðherrar Líkud-flokksins sitja enn í stjórninni og eru þeir öldungis and- vígir kosningunum í Jerúsalem. Hamas-liðar segja auðvelt að sniðganga bannið Raunar hafa palestínskir stjórnmálamenn þegar mótmælt þeim skilyrðum, sem Ísrael- ar hafa sett varðandi kosningabaráttuna í Austur-Jerúsalem. Talsmenn Hamas- hreyfingarinnar segja baráttuna þegar hafna þar og telja bann ísraelskra stjórn- valda litlu breyta. Auðveldlega megi reka kosningabaráttu í borgarhlutanum með að- stoðarmönnum og um síma og net. Kosn- ingabaráttan hefur að sögn enn ekki náð flugi í Austur-Jerúsalem hvað sem síðar kann að verða. Íbúar verða lítt varir við frambjóðendur og áhugi sýnist lítill. Hamas-hreyfingin hefur mjög styrkt stöðu sína í palestínskum stjórnmálum að undanförnu. Vera kann að hreyfingin fái allt að þriðj- ung atkvæða í þingkosningunum og veiti Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas forseta harða keppni. Hamas hefur staðið fyrir fjöl- mörgum mannskæðum árásum í Ísrael og neitar að viðurkenna tilverurétt ríkis gyð- inga. Hyggjast útiloka Hamas í A-Jerúsalem Deilur hafa blossa upp innan ríkisstjórnar Ísraels um réttmæti þess að heimila þing- kosningar í arabískum hluta borgarinnar Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ALLAR helstu niðurstöður stofn- frumurannsókna suður-kóreska vísindamannsins Hwang Woo-Suk voru hreinn tilbúningur. Honum tókst að vísu að einrækta hund en lokaskýrsla nefndar, sem fór yfir rannsóknir hans og birt var í gær, kann að verða til þess að Hwang verði nú dreginn fyrir rétt. Hwang fullyrti í ritgerð, sem birt var í bandaríska vísindaritinu Science árið 2004, að hann og sam- starfsmenn hans hefðu búið til stofnfrumulínu úr einræktuðum mannafósturvísi. Þetta var talið vera meiri háttar vísindaafrek og stórt skref á vettvangi læknisfræð- innar. Sagt var að með þessari tækni yrði í framtíðinni hugsanlega unnt að lækna marga sjúkdóma á borð við Parkinsons-veiki og syk- ursýki, þ.e. unnt yrði að framleiða „sérhannaðar“ frumur fyrir hvern og einn sjúkling og koma fyrir í lík- ama viðkomandi í stað þeirra, sem skemmdar væru. Með slíkri klónun myndi t.a.m. engin hætta skapast á að líkami sjúklingsins hafnaði nýju frumunum. Með öðrum orðum yrði með þessu móti unnt að framleiða eins konar sérsniðna „varahluti“ í líkama manna. Alls kvaðst Hwang hafa dregið stofnfrumur úr ellefu einræktuðum fósturvísum. Þegar efasemdir vöknuðu um gildi rannsókna Hwangs var vís- indamönnum við Þjóðarháskólann í Seoul falið að fara yfir þær. Nefnd- in skilaði áfangaskýrslu fyrir jól og var niðurstaðan sú, að um upp- spuna hefði verið að ræða. Óvissa ríkti þó um tvo klasa stofnfrumna, sem Hwang kvaðst hafa dregið úr einræktuðum erfðavísum. Í loka- skýrslu rannsóknarhópsins, sem birt var í gær, er kveðinn upp end- anlegur dómur; allt var þetta upp- spuni. Ósvikinn afganskur seppi Raunar sögðu vísindamennirnir þá fullyrðingu Hwangs standast að hann hefði einræktað hund en efa- semdir höfðu einnig vaknað um það vísindaafrek. Seppi ku vera af afg- önsku kyni og mun vera lifandi eft- irmynd föður síns í orðsins fyllstu merkingu, að því er segir í frétta- skeytum. Hwang greindi frá því í ágústmánuði í fyrra að hann hefði fyrstur manna einræktað hund og var sá árangur því ekki beinlínis tengdur stofnfrumurannsóknum hans og greininni í Science. Hwang, sem er 52 ára að aldri, hefur haldið upp vörnum fyrir að- ferð sína og lagt áherslu á að einkaleyfið fyrir henni sé í eigu Suður-Kóreu. Þá hefur hann gefið í skyn að starfsmenn á rannsókn- arstofu hans kunni viljandi að hafa spillt gögnum til að koma á hann höggi. Rannsóknir Hwangs vöktu mikla athygli víða um heim og hann hefur notið stöðu þjóðhetju í heimalandi sínu. Alþýða manna fylltist miklu stolti sökum þessa einstæða „vís- indaafreks“ og stjórnvöld veittu honum rausnarlega styrki til að halda áfram rannsóknum sínum. Giskað er á að Hwang hafi alls þeg- ið um tvo og hálfan milljarð ís- lenskra króna í formi styrkja frá ríkinu. Málið er því í senn áfall fyr- ir suður-kóresku þjóðina, stjórn- völd og vísindasamfélagið þar eystra. Mikil reiði ríkir nú í garð Hwangs í Suður-Kóreu og ýmsir telja skáldskap hans einhver mestu vísindasvik síðari tíma. Tímaritið Science hefur dregið greinina til baka og nú kann svo að fara að vísindamaðurinn verði sak- aður um svik og dreginn fyrir rétt. Hann hefur nú þegar sagt upp stöðu sinni sem prófessor við Þjóð- arháskólann í Seoul og beðið þjóð sína afsökunar. Ólíklegt er nú talið að yfirvöld láti afsökunarbeiðni nægja. Óvissa ríkir og um framtíð sérstakrar rannsóknarstofu, sem komið var á fót í októbermánuði í fyrra og ætlað var að starfa á grundvelli „afreka“ Hwangs. Klónaði hund en skáld- aði upp önnur afrek Stofnfrumusvik Hwang-Woo-Suk staðfest í S-Kóreu Reuters Stuðningsmaður vísindamannsins Hwang Woo-suk með mynd af honum fyrir framan Þjóðarháskólann í Seoul. Nokkur hópur manna kom þar saman til að mótmæla dóminum um rannsóknir hans. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.