Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ ÁLFABAKKA Byggð á sönnum atburðum...svona nokkurn vegin. Eldfi m og töff ný ræma frá meistaraleikstjóranum, Tony Scott (“Man on Fire”). Með hinni fl ottu Keira Knightley úr “Pirates of the Caribbean” og með hinum ofursvala megatöffara, Mickey Rourke (“Sin City”). HÁSKÓLABÍÓ Domino kl. 5.30 - 8 og 10.40 b.i. 16 ára Rumor Has It kl. 6 - 8 og 10.05 The Chronicles of Narnia kl. 5.15 - 8 og 10.45 KING KONG kl. 5.30 og 9 b.i. 12 ára Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 6 og 9 b.i. 10 ára Byggð á sönnum orðrómi. S.K. / DV S.V. / MBL Jennifer Anistion fer á kostum í þessari frábæru rómantísku gamanmynd. Með Óskarsverðlauna hafanum Shirley MacLaine og Kevin Costner. RUMOR HAS IT kl. 3.50 - 6 - 8.10 - 10.20 DOMINO kl. 5.30 - 8.10 - 10.45 B.i. 16 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8 CHRONICLES OF NARNIA VIP kl. 5 - 8 KING KONG kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára. Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 4 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 5 B.i. 10 ÞAÐ kennir ýmissa grasa í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. Hér verður farið yfir það sem fram undan er í innlendri dag- skrárgerð, auk þess sem litið verður yfir nýja erlenda þætti sem teknir verða til sýningar. INNLENT EFNI Idol-stjörnuleit Senn fara leikar að æsast í Idol-stjörnuleit. Á föstudaginn kemur liggur ljóst fyrir hvaða tólf söngvarar munu keppa til úrslita. Úrslitin hefjast svo í Smáralind hinn 27. janúar. Á föstudögum kl. 20.30. Meistarinn Logi Bergmann Eiðsson stýrir þessari spennandi spurningakeppni. Meðal þekktra keppenda verða Illugi Jökulsson, Mörður Árnason og margir af kunnustu þátt- takendum í Gettu betur. Á dagskrá á fimmtudögum kl. 20.00. Veggfóður Vala Matt snýr aftur á Stöð 2 þar sem hún hóf ferilinn fyr- ir 20 árum, en hönnunar- og lífsstílsþátturinn Veggfóður hefur verið færður af Sirkus yfir á Stöð 2. Á miðvikudögum kl. 20 frá 1. febrúar. Stelpurnar Ragnar Bragason hefur tekið við leikstjórninni af Ósk- ari Jónassyni. Þá hefur Pétur Jóhann Sigfússon, Strákur með meiru, bæst í leikarahóp- inn. Á laugardögum kl. 19.40. Strákarnir Strákunum hefur borist öfl- ugur liðsauki, en þeir Atli „Idol“ og Gunni útvarpsmaður af X-inu ætla að hjálpa þeim Audda, Pétri og Sveppa. Mánudaga til fimmtudaga kl. 19.35 frá og með 16. janúar. Sjálfstætt fólk Jón Ársæll Þórðarson held- ur áfram að leita uppi for- vitnilegt fólk á öllum aldri. Á dagskrá á sunnudögum kl. 20. Það var lagið Búið er að taka upp 28 nýja þætti. Á meðal gesta sem fram undan eru í vetur má nefna liðsmenn úr Sniglabandinu, Birgittu Haukdal, Jónsa Í svörtum fötum, Magna úr Á móti sól, Begga úr Sóldögg, Val úr Buttercup og Hreim úr Landi og sonum. Á dagskrá á laugardögum kl. 20.35. ERLENT EFNI Rome Rome eru sannkallaðir risa- þættir sem framleiddir eru í Huffstodt, sem jafnan er kall- aður Huff. Þótt hann sé far- sæll sálfræðingur á hann sjálf- ur í sálrænum erfiðleikum. Miðaldurskrísan er farin að hrjá hann og margt veldur honum óþarfa hugarangri. En allt slíkt verður að smámunum þegar sonur hans fremur sjálfsmorð. Þættirnir hafa ver- ið tilnefndir til nokkurra Emmy-verðlauna og hefja göngu sína 30. janúar. The Comeback The Comeback er nýr þátt- ur með Lisu Kudrow úr Vin- um, sem fjallar um leikkonu sem gerir örvæntingarfulla til- raun til að slá í gegn aftur eftir að framleiðslu er hætt á vin- sælum gamanþáttum sem hún lék í. Kudrow skrifar handritið að þáttunum sjálf, ásamt Michael Patrick King, einum aðalhöf- unda Beðmála í borginni. Kom í sýningar 7. janúar. Martha Stewart Ekki má svo gleyma Mörthu Stewart sem mætir ekki einungis með nýja spjall- þætti sína, Living, um helgar heldur einnig nýja útgáfu af Apprentice. Living er spjall- þáttur þar sem Martha fær til sín þekkta gesti og sýnir þar að auki bráðsniðug og gagnleg heimilisráð. Í raunveruleikaþáttunum Apprentice sest Martha Stew- art í stól Donalds Trump og gefur upprennandi kaupsýslu- mönnum tækifæri til að sanna getu sína. Martha hefur hafið göngu sína en sýningar á The Apprentice með Mörthu Stew- art byrjar í febrúar. Auk þess snúa gamlir vinir aftur á skjáinn með nýjar syrpur, og eru þessir helstir: Nip/Tuck, Grey’s Anatomy, 24, Las Vegas, Shield, Medi- um, Monk, The Apprentice og Joey. samstarfi HBO og BBC. Þætt- irnir gerast á tímum Róma- veldis og fjalla um ástir, örlög og afbrýði keisara og annarra misfrækinna fyrirmenna. Þættirnir hafa verið tilnefndir til nokkurra Golden Globe verðlauna, en þeir hefja göngu sína hinn 22. janúar. Prison Break Prison Break eru drama- tískir þættir sem gerast í rammgerðu fangelsi. Þætt- irnir hafa fengið góða dóma bandarískra sjónvarps- gagnrýnenda, auk þess sem netnotendur hafa verið mjög duglegir við að sækja þá á net- ið. Þættirnir byrja 31. janúar. How I met your Mother How I Met Your Mother hófu göngu sína fyrr á árinu vestanhafs og hafa verið nefndir sem líklegasti þátt- urinn til að fylla skarð Vin- anna. Þættirnir hefjast í fram- tíðinni þegar ein aðalpersónan er orðin miðaldra og ákveður að segja uppkomnum börnum sínum frá því hvernig hann kynntist móður þeirra fyrst, árið 2005. Þættirnir hefja göngu sína 12. janúar. Huff Hank Azaria fer með hlut- verk sálfræðingsins Dr. Craig Sjónvarp | Nýir þættir í bland við eldri á Stöð 2 Rammgerð fangelsi, Rómaveldi og veruleiki Aðalleikararnir í How I met your Mother. Rome gerist á tímum Róma- veldis og er samvinnuverk- efni BBC og HBO. LEIKKONAN Sienna Miller er einhver sú heitasta um þessar mundir. Hún varð þekkt ekki síst fyrir frábæran fataskáp og að hafa átt í stormasömu sambandi við leikarann Jude Law en hún sleit trúlofun þeirra eftir að Jude hélt framhjá með barnapíunni. Hún hef- ur þó sannað að hún hefur enn meira til brunns að bera en tískuvit og frægan kær- asta. Sienna leikur aðalhlutverk í nýjustu mynd Lasse Hallström sem ber nafnið Casanova og fékk góða dóma fyrir sviðsleik sinn í As You Like It á West End í London þannig að leik- ferill hennar er í mikilli uppsveiflu. Hún er að stórum hluta ábyrg fyrir bóhó- tískunni, aflslöppuðum stíl eins og víðum og síðum pilsum, stórum beltum, stígvélum og flaksandi hári. Núna kveður við nýjan tón hjá leikkonunni, hún er búin að klippa síða hárið og búin að losa sig við víðu pilsin. Nýi stíllinn dregur dám af væntanlegu hlutverki hennar sem Edie Sedgwick í myndinni Factory Girl sem segir frá Andy Warhol og öllu hans fylgd- arliði. Til marks um vinsældir hennar og stöðu í tískuheiminum er hún í burðarviðtali í jan- úarhefti bandaríska Vogue og prýðir jafn- framt forsíðu breska Vogue í næstkomandi mánuði. Siennu finnst hún vera meiri töffari með nýju klippinguna og vill hún losna við hipp- astimpilinn. Vesti og kúrekastígvél eru bann- orð en hún segist hafa fengið nóg af þessum stíl eftir að keðjutískuverslanir tóku hann upp á arma sína. Nýi stíllinn Siennu er flottur og líklegt að margir feti í fótspor hennar sem fyrr. Sienna er orðin tískutákn og það borgar sig að fylgj- ast með henni. REUTERS Fallega parið: Sienna Miller og Jude Law, leikkonan enn með ljósu lokkana löngu. Tíska | Sienna Miller er ein heitasta leikkonan Ný klipp- ing og annar stíll Fullt nafn: Sienna Rose Miller. Fædd: 28.12 1981 í New York en ólst upp í Bretlandi. Hæð: 168 cm. Myndir: Alfie, Casanova, Layer Cake. REUTERS Leikkonan er töffaralegri með stutta hárið. Hárbandið passar vel við einfaldan stíl káp- unnar. REUTERS Síða hárið hennar Siennu Miller er farið en hér er hún á frumsýningu Casanova í Holly- wood.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.